Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 13
minum, og hann varð að fara af heimilinu. — Þau hafa þá aldrei fengið að eigast? — Nei, það varð ekki af því. Móðir mín fór til Ameríku, þeg- a-r ég var á öðru árinu. Ifún dó «úig, fjörutíu og fjögra ára dó hún. Ég held hún hafi gifzt rétt eftir að hún kom vestur, og átt einn son. Hann var bakari i Winni peg, en ég hef engin kynni af Ihonum haft og aðeins einu sinni hitt mann, sem vissi, hvar hann bjó. En þá var ég svo kærulaus, að ég gáði ekki ao skrifa honum. Það leiðist mér nú. Hann gæti verið lifandi, því hann var tals- vert yngri en ég. Faðir minn fór að Skálholti frá Haga, síðan til Reykjavíkur og var átta ár vinnumaður hjá Gunn- ari Gunnarssyni, kaupmanm í Hafn arstræti. Þá giftist hann systur Margrétar í Árbæ, Þuríði frá Láta- læti á Landi. Þau vildu gjarna fá mig til sín. Ég var orðinn fjarska hændur að fólkinu á Hjálmsstöðum, og var tregur til að fara suður. Á Hjálmsstöðum var mikið les- ið og mikið kveðið. Húnbogi Haf- liðason, systursohur Guðmundar fóstra míns, sagði í spaugi ekki alls fyrir löngu, að hann væri af Hjálmsstaða-akademíunni. Þetta var nefnilega alveg rctt hjá hon- um. Þegar farið er með gömui lög eða kvæði í útvarpinu, þá ber oft við, að ég kann hvort tveggja. Þá skal ég alltaf hafa lært það á Hjálmsstöðum. Ég var ekki hár í -lofíinu, þeg- ar görnul kona á bænum fór að kenna mér lestur — á Davíðs- sálma., Heldur gekk það illa, þvi lítill var áhuginn hjá mér. En systurnar á næsta bæ, Snorra stöðum, höfðu keypt Mjallhvít af farandsala og léðu mér. Ég las hana fjórum sinnum — og varð allæs. Eftir það fann ég heldur en ekki til mín, og enn þann dag i dag leiðist mér, hvernig ég kom fram við gömlu konuna. Hún ætlaði að fara að fræða mig eitt- hvað og ég svaraði heldur merki- legur: Ertu að segja mér það? En sem sagt, faðir minn, sem ég hafði aldrei séð, vildi fá mig suður, og ég lét til leiðast, mest af því að ég fengi þá að fara í sfkóla. Var svo um veturinn í Reyikjaivílk hjá þeim hjónunum. Svo kemur dóttir hans Guðmund- ar á Hjálmsstöðum, Ragnheiður, til bæjarins rétt eftir sumarmál- in. Þá héldu mér engin bönd, ég vildi fara með henni. Og það varð úr. Ég gekk með henni austur í Laugardal, ekki nema tíu ára gamall. — Það eru einir sjötíu kíló- metrar, er það ekki? — Ætli það séu ekki um sjö- tíu og fimm. Við fórum austur yfir Mosfellsheiði. Ég man svo vei, að það var snjór á háheiðinni og að ég gekk þá í förin hennar Ragnheiðar. Þá var engin brú komin á Öxará, og presturinn á Þingvöllum, séra Jón Thoraren- sen, ferjaði okkur yfir á báti. Mikið fannst mér skrítið að sjá prest á hvunndagsfötunum. Um haustið eftir varð ég að fara aftur suður óg var í skóla um veturinn. Sumarið þar eftir fókk ég ekkí að fara í Laugardal, heldur var ég sendur að Laxholt í Borgarthreppi. Þar leið mér ekki vel. Það duttu meira að segja pollar á fæturna á mér, auðvitað af því að ég hef alltaf verið látinn vera í votu. Um haustið hófst svo þriðji skólaveturinn minn í Reykjavík. Gerðist ekki tíðinda fyrr en um lokin. Ja, þú ert ekki sveitamann- eskja og skilur ekki árstíðirnar. Lokin voru 11. maí. Þá kemur í bæinn bóndi frá næsta bæ við Hjálmsstaði, Eyjólfur á Snorra- stöðum. Ég var alltaf hjá honum meðan hann var í bænum, og lang aði óskaplega mikið með, en það fókk ég ekki, enda var búið að náða mig í sumarvinnu austur á Fljótsdalshérað. Hann fer með sína klyfjahesta út úr bænum að morgni, en seinni hluta dags labba ég af stað inn Laugaveg og upp á veginn hjá Geithálsi, sem liggur austur í Laugardal. Þar áfcveð ég að halda áfram. Mér datt ekki í hug, að mín yrði saknað. Ég hélt ekki, að ég væri svo mikill maður, að hafin yrði að mér leit. En nú fór séra Friðrik með mörgum strákum að gá að mér. Ég liafði veriði hjá honum í KFUM. Þeir fóru alla leið upp á Borgarhóla, veiztu hvar þeir eru? En þá mun ég hafa verið staddur í lágheiðinni, svo þeir sáu mig ekki og sneru heim við svo búið. En ég arkaði áfram, og austur að Gjábakka í Þingvalla- sveit. Þar sé ég hesta og farang- ur Eyjólfs undir túngarðinum, en fólk allt inni við. Þarna hneig ég niður og steinsofnaði. — Hafðirðu þá gengið lestina uppi? — Þeir höfðu farið klyfjagang, töluvert hægar en venjulegan gang. í þetta sinn vissi guð betur en séra Friðrik. Það hef ég oft hugs- að um, því mikið var ég glaður að komast aftur að HjálmSstöðum. Og nú fékk ég að vera þar kyrr á þriðja ár. Þá drukknaði faðir minn, og ekkjan fékk mig suður sér til huggunar. Ég var fimmtán ára og réði mig í verzlun V.Ó. Breiðfjörðs. Hús hans, ég veit ekki, hvort þú kannast við það, var í Aðal- stræti og kallað Fjalakötturinn. Þótti eitthvað illa byggt, úr kassa- fjölum, sögðu menn, en það held ég hafi verið vitleysa. Þarna var ég tvö þrjú ár og réði mig síðan sem lærling í tré- smíði hjá Jóel Þorleifssyni. Ég átti að fá fæði og húsnæði, en útvega mér sjálfur skó, föt og allt annað. Vinnutíminn var feikna langur, frá sex á morgnana til sjö á kvöld- in, og síðan skóli frá átta til tíu. Ég svaf í kompu uppi á lofti og mér var afskaplega kalt. Mér vildi það til happs, að móð- ir Jóels, gömul kona að nafni Guðbjörg, gerði á mér guðsþakk- arverk, sem gjarna mætti auglýsa fyrir öllum lýð. Hún átti einskeptu ver úr ull að hálfu eða meira, og fyllti það af tréspónum og breiddi yfir mig. Þetta var Ijóm- andi heitt, og vona ég, að hún njóti góðsemdar sinnar í himna- riki. Hún ætti það skilið. — Já maður var skelfing um- komulaus. Þegar ég lauk prófi, stóð þannig á, að steinhúsabygg- ingar voru að hefjast. Áður hafði verið mikil timburhúsaöld, en nú gerði mikið atvinnuleysi vart við sig hjá trésmiðum og stór- smiðir, eins og Bjarni sá, sem Bjarnaborg er enn kennd við, hrökkluðust upp í sveit. Ennfrem- ur var almennt auraleysi og fáir gátu keypt sér húsgögn. Ég fékk atvinnu við konungshúsið á Þing- völlum, og ég smíðaði á Hjálms- stöðum, annars var lítið að gera. Loks réði ég mig upp að Suð- ur-Réykjum til Stefáns B. Jóns- s&nar. Þar hitti ég unga stúlku með mikið glóbjart hár. Það fór eins og gerist og gengur. ég varð T I M I N N - SUNNUDAGSBLAD 114 í

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.