Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 7
X*ó var holan svo þröng að reiðing- urinn sat eftir á holubörmunum. HáMum mánu'ði seinna var þessi hola orðin að víðri og grunnri dæld. Aldrei varð slys, þegar Björn Pálsson var með yfir jökulinn, en litlu munaði þó einu sinni, að tap- aðist hestur. Björn hefur sagt þannig frá því í handriti: „Þó lá við, *að illa fseiú einu sinni, þegar ég var með. Ég fór þá austur yfir jökul (eins og oft- ast, þegar ferðamenn komu eftir að síminn var lagður) eftir dönisk- um manni og manni úr Reykja- vík, sem flutti hann kringum land- ið á fimm hestum, sem hann út- vegaði til ferðarinnar. Okkur gekk vel yfir jökulinn, þar til við vorum nærri komnir yfir hann, en farið var niður af honum rótt aust- an við Röndina. Þá þurfti að fara yfir sprungu, nokkuð breiða, sem vatn rann eftir. Á einum stað lá mjó jökulbrú eða haft yfir hana. Ég teymdi tvo hesta þarna yfir, sinn í hvoru lagi. Fylgdarmaður- inn kom með einn ótilkvaddur, en teymdi hann svo klaufalega, að hann lenti með annan afturfótinn til hliðar við haftið og með það sama ofan í gjána, sem var þó til lukku ekki dýpri en svo, að hann gat staðið í fæturna og náði vatnið honum nærri því í herða- topp, en það var langt til hest- hæð af gjárbrúnni niður að hest- inum. Hesturinn var með klyfsöðul, og voru koffort á honum. Ég hjó svo barminn á gjánni og bjó til góðar tröppur í hann og gat náð koffortunum. Síðan setti ég bönd, sem þeir voru með, í klyfsöðul- bogana. Gátum við svo snúið hest- inum við og komið honum til að rísa upp að framan, svo að hann náði upp í tröppuna. Með því að toga í böndin og beizlið, tókst að ná honum upp úr, og hrósuðum við happi að geta það. Mér gekk slysalaust að teyma hina hestana yfir.“ Jökullinn var mjög mislangur. Stundum var hægt að fara eftir þrepi, sem myndaðist, þar sem áin bullaði upp undan jöklinum, og var þetta þrep nefnt undirvarp. Var yfirleitt fárra mínútna löng ganga yfir undirvarpið, en ekki var það alltaf girnilegur vegur, því að við aðra hlið reis jöfcull- inn, oftast þverbrattur, en við hina bullaði áin upp eins og tröll- aukinn hvei', svo 'xð ýtrustu gætni þurfti að hafa, þogar farið var Iþarna um. Má í því sambandi vísa tl frásagna Stefáns Þorvaldsson- ar 1 Söguþáttum landpóstanna, I bindi Ms. 142, og Hannesar á Núpisstað á bls. 152 í sömu bók. Ef ekki var hægt að komast á undirvarpi, þótti mjög gott, ef jökulferðin tók ekki nema hálf- tíma, en að jafnaði mun hún ekki hafa staðið skemur en klukku- stund. Að vetrinum var yfirleitt hægt að fara ána, enda var jök- ullinn þá harðari en að sumrinu og verri yfirferðar. m. Nú er Jökulsá og umhverfi hennar breytt frá bvi, sem kem- ur fram í því, er her hefur verið sagt. Áin kemur nú úr um fimm fer- kílómetra stóru lóni, og er mikill hluti þess nœrri hundrað metrar að dýpt. Jökulbrúnin er því far- in að nálgast þann stað, sem hún var á, þegar Eggert og Bjarni fóru um Breiðamerkursand, en frásögn þeirra tekur af öll tví- mæli um það, að þá var ekkert lón framan við jökulinn á þessu svæði. En þessi breyting gerðist auð- vitað smátt og smátt og máttu auðvitað kallast þáttaskil í sam- göngum yfir Jökulsá, þegar vega- málastjóri sendi bát á hana (eystri ál hennar) árið 1932 og réð Þor- stein Guðmundsson bónda á Reyni vöilum ferjumann. Árið 1938 var komið svo mik- ið lón við vestri ál Jökulsár, sem þá var orðinn allmiklu njeiri en hinn állinn, að ekki var hægt að komast þar yfir á jökli. Vegamála- stjóri sendi þá einnig bát á þann ál, og ferjaði Björn yfir hann. Snemma i júlí 1944 hafði jök- ullinn minnkað svo mikið, að hægt var að róa meðfram honum milli álanna, hvarf eystri állinn að mestu nokkru seinna, en lón- aði þó oft fram í farveginn, þeg- ar hátt var í ánni. IV. Það hefur löngum komið í hlut Rv'ískerjamanna að finna úrræði, þegar aðstæður breyttust, annað hvort vegna breytinga á Jökulsá, eða flutningatækni, en það hefði ekki reynzt framkvæmanlegt, ef ekki hefði notið við velvilja og skilnings vegamálaistjórnarinnar, sem alltaf hefur brugðizt vel við með útvegun tækja. Skal að lok- um sagt frá því, hvernig það at- vikaðist, að fenginn var bátur úr trefjaplasti árið 1957, en hann var notaður eftir það, unz brúar- gerðin hófst. Árið 1956 var ferjubáturinn á Jökulsá orðinn mjög af sér geng- inn, og var því brýn nauðsyn að fá annan bát. Lag þeirra báta, sem fengizt höfðu, var ekki alls kost- ar gott, og var því niðurstaða ferjumanns, að bezt myndi að smíða hann heima. Var nú vega- málastjóra skrifað um þetta, en hann bað um kostnaðaráætlun, sem honum var þegar send i sím- sfceyti. Svo leið og beið. Um haustið var haldin í Bret- landi stór sýning á útgerðarvör- um, og fóru þangað nokkrir ís- lendingar, og var Ásgrímur Hall- dórsson, kaupfélagsstjóri á Höfn, einn þeirra. Meðal þess, sem hann sá á þessari sýningu, voru bátar úr trefjaplasti, sem þá var nýlega farið að framleiða. Lýsing hans á þessum bátum vakti áhuga minn á að fá slíkan bát á Jökulsá. Um veturinn átti ég erindi til Reykjavíkur og fékk þá að vita, að vegamálastjóri hafði sent svar- skeyti um hæl, þar sem hann sam- þykkti kostnaðaráætlunina, en það skeyti kom aldrei til skila, sem var raunar einstafct liapp, því að þá hefði srníði bátsins ver- ið hafin, þegar ég frétti um þessa nýju báta. Þetta er lífca eina símiskeytið, sem ég veit til, að hafi misfarizt. Ég sagði nú vegamálastjóra frá þessum nýju bátum, og að ég hefði hug á, að slíkur bátur yrði feng- inn á Jökulsá. Vegamálastjóri tók þessu vel, en hvorugur okkar vissi þó, hvert skyldi snúa sér, til þess að a-fla sér frekari vitneskju um þá. Eftir að hafa talað við Ásgiim Halldórsson, sem gaf greinargóð svör, sneri ég mér til Landssam- bands í-slenzkra útgerðarmanna og fékk þar þær upplýsingar, að tveir bátar úr þessu efni hefðu verið pantaðir handa Slysavarnar- félagi íslands, og væru þessir bátar einmitt nýkomnir. Fór ég svo, ásamt manni frá vegamála- skrifstofunni, til þess að skoða þá, og var síðan ákveðið að panta bát úr tref japlasti á Jökulsá. Þe-ssi bátur kom svo á Jökulsá 20. ágúst 1957. T f M I N N - SUNNUDAGSBLAfi 1135

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.