Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 9
En hirðmeyjarnar hvíuðu, þegar hann henti frá sér hníf og gaffli sem óþarfa tildri. Rússarnir héldu, að hvalslpíðin í lífstykkjum kvenn- anna, sem þeir föðmuðu í dans- inum, væru þeirra eigin bein, og Pétur skildi ekkert í. því, hvað vestrænar konur væru stórbein- óttar. Hvað sem um það var! Þegar Pétur kom heim, grundvallaði hann það Rússaveldi, sem í dag togast á við Bandarikin um heimsyfirnáð. Allir hafa heyrt um, hvernig hann eigin hendi stýfði skegg og kyrtilermar landa sinna. Færri vita, að hann stofnaði fastan her, sem taldi 210.000 manns (þá voru þegnar hans aðeins um 8 milljónir), og kenndi hermönnun- um að syngja lofsöngva um sig og Rússland. Með miskunnarlausri skattpíningu aflaði hann ijár til að greiða mála, kaupa einkennis- búninga og vopn og smíða þús- undir stórra og sniárra skipa, Eystrasaltsflotann. Pétur hafði meiri áhuga á verk- legum framkvæmdum en æðri menntun. Þó stofnaði hann á bana beði fyrsta háskóla Rússa. Fannst mörgum byrjað á öfugum enda, því í landinu voru engir mennta- skólar. Meginhugsjónir Péturs lifa enn og setja svip sinn á rússneska stjórnarliætti. Hann lagði ofur- kapp á að gera Rússland að öfl- ugu ríki, hvað sem það kostaði. Jafnframt barðist hann fyrir iðn- væðingu landsins. En það var við ramman reip að draga. „Til allr- ar óhamingju“, segir í samtíma heimild, „eru varla nema tíu manns, sem vilja hjálpa okkar kæru þjóð fram á við, en milljón- ir toga aftur á bak.“ Einn af þessum tíu var Pétur. Hann leit á sig sem þjóðar sinnar þjón. Frá klukkan fimm á morgn- ana til eitt á nóttunni var hann sívinnandi að framkvæmd nýmæla sem hann taldi þjóðarhagnum til bóta. Nærri vitstola af ákafa reyndi hann að rífa þegna sína upp úr miðaldasvefninum, og datt ekki í hug að spyrja þá, hvort þeir vildu það eða ekki, enda mundu þeir flestir hafa beðið um að fá að lúna áfram. En Pétur þoldi ekkart jaml og múður. Þeir, sem neituðu að læra ný vinnubrögð, voru þúsund- um saman barðir, pyntaðir, nef- skornir, hengdir eða grafnir Iif- Gregory andi. Jafnvel hans eigin sonur lét lífið í átökunum. Og alþýðan í Rússlandi var ekki hamingjusöm um Jians daga. Hún varð að borga kostnaðinn við tuttugu og fimm ára stríð Péturs við Svía, Tirki og Persa. í ör- væntingu hlupust margir undan merkjum og lögðust í stiga- mennsku. Máltæki frá þessum tíma hljóðar svo: „í slíku árferði mundi sjálfur Kristur stela, væru ekki hendur hans bundnar á kross inm.“ En Pétur sigraði. Honum tókst að lyfta grettistakinu. Með því að fá fjölda Evrópu- manea til að setja upp verksmiðj- ur vítt og breitt um Iandið, grafa eftir járni, smíða skip, byggja borg ir, dró hann Rússland út úr hin- um asíska menningahheimi, sem þá hafði um margar aldir verið algerlega staðnaður, og fleytti því út í straumharða menningp fivr- ópu. Hefði hans ekki notið við, Orloff væri Rússland máske enn í tölu þróunarlandanna. Eftir Pétur ríktu Rómanoffar og venzlalið þeirra allar götur fram til 1917. Þetta var fólk, sem lifði við geysilegan munað. Skai’t- gripahirzlurnar í Kreml eru fullar af óhemjudýrum steinum. Hver keisarinn kepptist við að eignast verðmætari kórónu en sá næsti á undan. Jafnvel biblíurnar voru bundnar í gullspjöld. En sá eini Rússavaldur á þessu tvö hundruð ára skeiði, seim komst í hálfkvisti við Pétur mikla, var þýzk prins- essa, sem kom til Pétursborgar árið 1744, hvorki fögur né rí,k. Stúikan frá Stettin. Elzta dóttir Péturs rnikla hafði gifzt hertoganum í Holstein og átt með honurn sonlnn Pétur ÚI- rik. Önnur dóttir Péturs, Elísabet, hafði trúlof'azt prinsi af Holstein- Gottorp, en hann dó nokkrum dög T f M I N N - SUNNUDAGSBLAJÐ 1137

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.