Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Qupperneq 21
Á eftir fylgdu fleiri vandlætingar og heilræði, sem Árný hefði tekið illa upp fyrir öllum nema þessari röggsömu dóttur sinni. Henni var líka mikill léttir að þessu bréfi og ákvað strax að láta í það skína við grannkonurnar, að ástand Stínu væri svo sem engum vesaling að kenna, en gefa þeim svo ekki fleiri upplýsingar — í bráð. Láta bara sem hún væri vel ánægð með þetta, og vera nógu drjúg með sig — þá væri nú ekki víst, að þetta yrði þeim mæðgum til mik- illar hneisu. Árnýju hafði reyndar hingað til legið nokkuð hátt rómur út af laus læti og lausaleikskrógum hjá ná- unganum, en það vill nú stundum verða svo, að það er sitthvað að grína á hlutina með fjarsýnum gleraugum hnýsni og hleypidóma eða finna nána snertingu þessara fyrirbrigða við sitt eigið hjarta. Og Árný fór fljótlega að hlakka til þeirrar stundar, þegar lítið barnabarn yrði lagt í útréttar hend ur hennar. Hún hætti alveg að við- urkenna það fyrir sjálfri sér, að hún hefði í fyrstu litið þetta mál öðrum augum, og svo hafði hún nú líka kærkomið tilefni til þess að vaka yfir Stínu og skyggnast eftir hverju hennar skrefi. Kristín tók þessu sjálf með mestu résemi — enda vönust því að varpa öllum áhyggjum á herðar móður sinni. Hún var vel hraust og bætti held- ur holdin — auk þess sem þykktin gerðj hana nú æ þunglamalegri. Árnýju reiknaðist svo til, áð barnið myndi fæðast fyrri partinn í ágúst, og enginn efaði reiknings- list hennar þegar líða tók á vorið og Stína vagaði um „plássið" og virtist litlu fyrirferðarmeiri á lengd en breidd. Raddir heyrðust jafnvel um það, að stúlkan hlyti að ganga með tvíbura. En Árný taldi það staðleysu og sagðist sjálf hafa verið svipuð þessu á vöxt, er hún gekk með fyrsta barnið — cnda „sætu dj'engir alltaf meira framan á“, og sennilega væri þetta stærðarstrákur. Og Árný þurrkaði tár úr auga sér, þar sem hún stóð úti á götu í samræðum við eina kunningjakonuna. „Þú mátt trúa þvi, blessuð mln“, sagði hún, „að ég hlakka nú til, ef þetta verður drengur. Þá látum við hann heita Garðar, eftir elsku fallega drengn- um, sem ég missti. Ég veit, að barn ið hennar Stínu minnar gerir nafn inu aldrei skömm. Svo vel mun það kynjað hjá henni — í föðurætt ina“, bætti hún við um leið og íbyggið bros læddist fram á varir hennar. Og hún fiýtti sér að kveðja, áður en grannkonan gæti notað tækifærið til þesis að spyrja einhvers. Ekki taldi Árný þörf á því að Stína færi aftur til læknis eða hefði tal af ljósmóðurinni, fyrr en á henni þyrfti að halda, sagði, að slíkt hefði ekki tíðkazt í sínu ung- dæmi og þó oftast allt farið vel — enda þyrfti ekki nema að líta á manneskjuna til þess að sjá, að allt væri i lagi! Samt fór þó Árnýju að verða órótt, þegar ágústmánuði lauk, svo, að ekki fjölgaði hjá Stinu. En hún taldi það þó minnkaadi tungli og straum að kenna og sagðist alltaf hafa vitað það, að þessum fornu fræðum skeikaði ekki, þótt yngri kynslóðin nefndi það flest bábilj- ur, sem afar þeirra og ömmur i ótal ættliði hefðu margsannað. Svo leið fyrsta og önnur vika septem- bermánaðar — og nokkuð fram á þá þriðju, að engin breyting varð á hjá Stínu. En þá var það eina nóttina, að Árný brá blundi við það, að Stína fékk uppköst. Hún flýtti sér til aðstoðar og kvað nú mál til komið að klæða sig og undirbúa það, sem þyrfti, þvi að enginn vafi léki á því, að nú væri stundin komin. Stína sagðist ekki vera viss um það, því að hún fyndi hvergi til, og þessi uppköst gætu nú kannski stafað af því, að hún hefði borðað heldur mikið af nýja kjötinu í gærkvéldi. „0, sussu nei, barn“ sagði Ár- ný og brá nú fyrir sig gamla gælu- nafninu, „þetta er léttasóttin, láttu mig þekkja það. Svona byrjar hún einmitt, þegar bezt gengur — alveg var það svona, þegar ég átti hana Jóhönnu mína, og þá var ég nú fljót . . . “ Árný þagnaði i bili, af því að Stína tók að kúgast á ný, en þegar því linnti hélt hún áfram: „Uppköst af kjötáti! Sér er nú hver vitleysan, Stína mín, — og svo var nú þetta svo sem ekkert, sem þú borðaðir — einir tveir eða þrír spaðbitar, ég dreg það ekki lengur að senda eftir henni Margréti ljósmóður“. Að stuttri stundu liðinni stóð Margrét í dyrunum með tösku sína í hendinni og skipaði Árnýju að hita vatn — mikið vatn. Margrét ljósmóðir var alltaf virðuleg og valdsmannleg í fasi, enda var hún vinsæl í starfi og vön því að láta hlýða sér. Hún hafði þá nýlega átt fjörutíu ára starfsafmæli, og henni hafði ávallt farnazt vel, svo að allir báru fyllsta traust til hennar. — En nokkuð þótti Ár- nýju hún orðfá í þetta sinn. Er hún hafði lokið sínum undirbún- ingi og athugað sængurkonuna, mátti sjá, að hún var mjög hugsi. Árný vappaði í kringum hana með miklu fumi og vildi margt vita — hvernig þetta gengi og hvenær barnið mundi fæðast. Lengi fyrst svaraði Margrét fáu, unz hún anz- aði, og það nokkuð þurrlega, að Árnýju myndi óhætt að anda ró- lega, engin merki sæi hún þess að stúlkan hefði tekið léttasótt, enn sem komið væri, og skyldu þær nú allar leggja sig og bíða átekta til morguns. Að morgni var Kristín orðin jafn hress og hún átti vanda til, og tók þá Margrét ljósmóðir saman áhöld sín og sagðist ekkert hafa hér að gera, en gat þess, að ekki myndi saka, þótt stúlkan léti lækninn líta á sig. Síðan kvaddi hún og fór. Eftir sátu þær mæðgurnar illa vonsviknar og virtist nú biðin ætla að verða ærið löng. Það stytti þeim þó stundir þennan daginn, að bréf barst frá Jóhönnu ásamt nokkurri peningaupphæð, sem hún kvaðst hafa haft út úr Brandi upp í væntanlegan fæðingarkostnað. Hún sagðist reyndar vera alveg hissa á móður sinni að láta ekkert frá sér heyra, því að nú hlyti barn- ið þó að vera löngu fætt, og ekki gæti hún verið að gera þeim það til gamans, skrafskjóðunum í Skála vík, að hringja og ræða þetta mál í síma. En vonandi hefðu þær þó fengið bréfið, sem hún skrifaði, eft ir að hún átti fyrst tal við Brand um þetta, svo að þær vissu, að hann hefði þó meðgengið. Annars gæti hún nú sagt þeim það í frétt- um, að þetta víxlspor Brands hefði haft fleira í för með sér, þvi að konan væri bara farin frá honum og suður á Nes til foreldra smna og væri alveg ákveðin í þ\ó að heimta skilnað. Brandur sæi víst heilmikil eftir henni og væri far- inn að „hella í sig“ til muna, og sér hefði heyrzt Óli hafa áhyggjur út af hnnum — Óli hefði jafnvel verið svo ósvífinn að hreyta til sín dylgjum um kjafthátt og kvcnna- slúður — eins og það væri ein- hver uppspuni úr sér, að Stína væri ólétt eftir Brand! „Jæja, tím- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB 1149

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.