Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 18
EIVHJLÍA P1ERING: Mörg kru mistökin g-ju urn eyrarnar, þegar áin rninnkaði, og tíndu saman molana. 7oru þeir hafðir til hitunar á vet- urna, en surtarbrandur var tal- inn hafa hitagildi á við kol. Margs konar bergtegundir eru inni í árbotnrnum. Ber þar eins og víðar á Vestfjörðum mjög á grágrýti, sem inniheldur mikið af járni. Þar eru líka þykk blá- grýtislög og kvars og sumstaðar eru þar gabbrógangar rneð mjög dökkum ólívini í. Hef ég fundið marga fallega smásteina meðfrarn ánni. Minna sumir á gull, húðað kvarsi. Einnig grefur áin líparít einhvers staðar úr farvegi sínum og flytur heim á eyrarnar. Höfð- um við börnin mjög mikla ánægju af því að tína þessa ljósu líparít- steina í leikjabú okkar. Eins og víðar á Vestfjörðum er í Lamba- dal mikið um holufyllingar í grá- grýtnu. Er það græn, mjúik berg- tegund, og verða molarnir allt að sentimetra í þvermál. Það notuð- um við til þess að skrifa með á harða hluti. Fyrir innan Þverá að sunnan- verðu heitir Tungur. Þar er all- stórt brokengi. Þegar grasleysis- sumur komu, eins og 1919, var þetta engi slegið og heyið sett í galta og síðan dregið á sleða um veturinn. Þar er allþykkt mólag, og sýnir það ljóslega, að þar hefur skógur vaxið til forna, þvi að mikill fauskur er í móunum. í þessar tungur voru fráfærulömb- in rekin eftir fráfærur. Upp af tungunum er lág hlíð og ketímr þar fyrir ofan svolítið dalverpi, sem Vélinsdalur heitir. Þar uxu þroskamikil fjallagrös, og var far- ið þangað á grasafjall á sumrin. Var hægt að fá fullan mjölpoka á dag. Grösin voru höfð í slátrið á haustin og rúgbrauðin, sem venju- lega voru bökuð undir potti i hlóð- um. Þótti það ágæt brauð. Svarshamarshlíð er við miðjan dalinn að norðanverðu. Þar hafði verið talsverður skógur, en nú eru aðeins smárunnar eftir hér og þar. Þarna var gert til kola í gamla daga, og eyddi það skóginum að mestu. Þarna er gott sauðaland. Nafn sitt dregur hlíðin af dökk- um hamri í miðri hlíðinni, er heit- ir Svarthamar. Við hlíðarræturn- ar eru þrír mjög stórir steinar, sem Kaplasteinar heita. Urðu margir varir við huldufólk í þess- um steinum, heyrðu strokkhljóð og söng. Nafnið á steinunum þarf „Láttu þér nú ekki verða kalt, Stína mín, og mundu að skila kveðju til þeirra Ásu og Bjössa og biðja hana Maríu að skrifa mér. Og pantaðu svo í tíma farið til baka, svo að. . .“ Endirinn á setningunni drukn- aði í vinduskrölti og alls konar hávaða, þegar skipið losaði land festar og tók að mjakast frá bryggjunni. Sú, sem hafði kallað þetta af móðurlegri umhyggju og mynd- ugleik, var feitlagin, roskin kona, sem stóð fremst á bryggjunni í Skálavík, þreif nú upp snjóhvítan vasaklút og veifaði ákaft, þegar skipið fjarlægðist. Kristín dóttir hennar stóð ásamt fjölda annarra farþega úti við borðstokkinn á Keili og veifaði á rnóti, en svar hennar gat Árný móðir hennar ekki greint fyrir hávaðanum. Henni lá svo lágt rómurinn, henni Stínu. Hún hafði ekki heldur þjálfað raddstyrkinn í hávaðaþræt- um við hana móður sína, því Árný hafði haft gott lag á þvi að innræta dóttur sinni, að það væru orð og vilji hennar — móðurinnar sem gildi hefðu í samskiptum þeirra — annað ekki. Og það var nú með hálfum huga að hún hafði sleppt Stínu undan verndarvæng sínum og látið hana fara eina til Reykjavíkur til þess að annast heimilið fyrir systur sína, svo að hún gæti komizt í ekki að skýra. Heiman til við Svarthamarshlíðina var selið í gamla daga. Þar er fallegt tún- stæði og rakt engi þar fyrir neðan, niður að ánni. Sunnan til við ána, á móti selinu, er dálítil holtssnös, sem Hreggnasi heitir og önnur holtsbunga fyrir ofan, nefnd Sjónarhóll. Þaðan sér vítt yfir dal- inn. Allir, sem koma inn í dalinn, hrífast af hinu fjölbreytilega lands- lagi. Þar má sjá háa klettahamra, skógi vaxnar hlíðar og rennislétt- ar eyrar, þar sem áin liðast i ótal bugðum. siglingu ' með manni sínum, sem var heildsali. Sú dóttir Árnýjar hét Jóhanna, og var nógu lík móður sinni til þess að vilja heldur stjórna öðrum, en láta aðra stjórna sér. Brauzt hún þvi ung að aldri burtu frá foreldrahúsum og var nú orðin virðuleg frú í Reykja- vík og vel metin — að eigin áliti. Árný var líka æðihreykin af henni og hafði ekki getað neitað henni um þá bón hennar að lána henni Kristínu mánaðartíma, þótt sannarlega hefði hún miklar á- hyggjur af því að sleppa „barninu“ svona einu síns liðs til Reykjavíkur. Kristín, „barnið“, var nú reyndar orðin fullra 22 ára gömul, en hún var yngst af þremur börnum, sem Árný hafði eignazt — fyrst hafði hún átti son, er hún missti ungan — og þetta mátti heita í fyrsta skipti, sem hún sleppti henni frá augum sér því að í hennar aug- um var Kristín — og mundi ávallt verða — ósjálfstætt barn, s«m vart væri hægt að heimta af, að sæi fótum sínum forráð. Það var því æði mikill áhyggju- svipur á skvapfeitu andliti Árnýj- ar, þar sem hún vagaði upp í þorpið og skaut augunum í skjálg eftir skipinu, sem jók skriðinn út af víkinni. En víst hefði henni þó liðið enn þá verr, ef hana hefði grunað, hvað af þessari „reisu“ barnsins hlytist. En Keilir beitti stefninu móti blágráum báruöldunum og fjar- lægðist Skálavík fljótt, hún hlýddi auðsveip æfðum handtökum sjó- mannanna og lét sig litlu skipta hið kalda klapp Ránardætra á kinnunginn. Á skipsfjöl er fólk fljótt að kynnast, þar á það svo margt sam- eiginlegtf og samvera farþeganna er svo stutt, að göllunum í skap- gerð einstaklingsins vinnst ekkiv tími til þess að koma að ráði £ ljós. í flestra huga ríkir ein- hver eftirvænting út af eigin er- indum eða ákvörðunarstað, og ýms- ir eru þarna öðrum háðir vegna sjóveiki, ef veðrið er vont, vegna þrengsla, eða af öðrum ástæðum. í! 46 T í M » N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.