Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Síða 3
■<* V ,1U <A« K í+Sií rtS5fiiii|"i /A'J'AVl rtt.Vhf. í þjóðsögum, sem gengið hafa meðal sjómanna i útlönd- um, er oft getið draugaskipa. Fræ0ast þeirra hefur orð- ið Hollendingurinn fljúgandi, sem sigldi mannlaus um höfin, ár og síð og alla tíð. Risavaxið skrímsli hafði dregið alla mennina niður í djúpið sagði sagan. Hverju leyna hafdjúpin? Áttu gömlu sögurnar um skrimslinl ekki við nertt að styðjast? Fyrir nokkrum árum fundu mennj á rannsóknarskipi tröllaukið dýr út á Atlantshafi. Firna stór smokkfiskur með þrjátíu metra langa arma bylti sér í sjávar- skorpunnl. Mörg undarleg kvikindi eru í sjón- um. Þar er til dæmis þessl kyndugi mathákur, sem eltir síldartorfur og troðfyllir sig, svo að hann líkist poka. í fljótu bragði sýnist þessi fiskur helzt á þrem næsta löngum fótum. En þetta eru bara uggar. Á þeim sveiflar hann sér í boga niðri á tvö þúsund metra dýpi. Á fimm hundruð mefra dýpi er lítill og skrítinn flskur, silfuruxinn. Hann er allur raflýstur og slær birtu í kringum sig, hvar sem hann fer. Viðsjálsgripir bregða upp tálbeitu til þeess að ginna til sín bráð. Svo er farið marhnútstegund einni, sem lifir á miklu dýpi. 'Hann er skæður forvitnum smáfiskum. Stundum er sagt, að einhver sé með augun út úr sér. Niðri í djúpum döl- um hafsins leynist mjósleginn fisk- ur, sem á seiði með augu á löngum stiklum. Annar úthafsfiskur er furðulega kjaft- víður. Hausinn á honum er eins og haganlega gerð töng, sem unnt er að glenna svo sundur, að undrum sætir. TfMINN - SUNNUDAGSBLAfi 17

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.