Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 3
Sovétmenn og Kínverjar greinir á. Samt var stofnaö
til kínversks ástarævintýris í Moskvu vorið 1966. Sí-sí
frá Lundúnum og An-an í Moskvu eru einu risa-
pöndumnr utan Kínaveldis, og þess vegna var flogiö
með frúna Sí-sí tii Moskvu í von um fjölgun.
Risapandan er eitthvert fágætasta dýr jarðar. Heimkynnl henn-
ar er í ógreiðfæru hálendi Kína við tíbezku landamærin. Um
nætur er hún á ferli í þéttum bambusskógum og ætur nægju
sína af mjúkum, ungum bambussprotum. Á daginn sefur hún
eða lætur að minnsta kosti lítið á sér bera.
Kinverjar sömdu barnabækur
um það leyti, er forfeður okkar
voru víkingar. í meira en þúsund
ára gömlum barnabókum þeirra
eru myndir af risapöndum. Hvít
ir menn „uppgötvuðu" risa-
pönduna fyrsf fyrir 100 árum.
Lítið er vitað um lifnaðarhætti, feril og
þróunarsögu risapöndunnar. Hún lifir
á mjög næringarlitlum bambussprot-
um, og þess vegna veitir henni ekki af
hálfum sólarhringnum til beitar, ef svo
má að orði komast um fæðuöflun henn-
ar.
Fyrsta lifandi risapandan kom til Banda
ríkjanna 1936. Hún vaktl undir eins
mikla athygll. Til þess er að rekja tH-
komu leikbangsanna og vinsælar teíkni-
syrpur, þar sem pandan er aðalsögu-
hetjan.
' O *!■ j
Pandan Sí-sí í Lundúnum er virt
á hér um bil tuttugu milljónir
króna. Á kassann, sem hún var
send í til Moskvu var skrifað:
„Brúðarför til Sovétrikjanna.
I Moskvu varð Sí-sí ástfangin af
rússneskum gæzlumanni. An-an var
latur og sinnulaus biðili. Bæði höfðu
alizf upp meðal manna og virtust telja
sig menn, en ekki pöndur.
1964 ól risapandan afkvæmi í kín-
verskum dýragarði. Englendingar vildu
þá reyna sæðingu við Sí-sí, en Rússar
brugðu á gaman og sögðu, að An-an
myndi þykja sér misboðið.
TÍMI N N — SUNNUDAGSBLAÐ
363