Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 4
Mjög er imi þaö rætt á þess- um tíma, öld hraðans og tækiíær- anna, að kirkja og kirkjumál falli i skuggann og gleymist mörgum manndnum. Eflaust mun nokkuð vera til í þessu. En mér finnst, sé skyggnzt inn í huga fólks, að þar ríki meiri alvara og áhugi um kirikjumál og trúmál en sýn-ast kann við iyrstu at-hugun. Kemur það fram á ýmsurn tímamótum, þegar vanda ber að höndum og fagrar mmningar, se-m aflflestir ei-ga einhvens staðar í hugarfylgsn- um sinum, brjótast fram. Og eftir því sem minningin er manni hjart- fólignari, fóstruð við hlið góðra foreldra, afa og ömmu við kirkju- rækni og nandleið-slu góðs prests á bernsk’i- og æskuárum, þeirn mun betur ráðist athafnir fólks á fullorði-ns- og elliárum. Sli-kar minningar virðist mér oft hafa stýrt athófnum burtfluttra manna úr Sæbóli'sókn á Ingjalds-sandi við Önundarfjörð á undanförnum ár- um. Þessa hefur eigi verið getjð fyrr. En þe&s skal getið s-em gert er, þótt seint sé í þessu tilviki. Hæst ber þar Sandmenn, sem áður voru nefndir, og gjöf þá, er þeir gáf-u ljóskross á stafn Sæbólskirkju, þe-gar hundrað og tvö ár voru lið- in frá fæðingu séra Sigtryg-gs Guð laugssonar, prófasts á Núpi í Dýra- firði. Vildu þeir á þann hátt votta fátnum vini, fræðara og kennara þaktolæti sitt með því að láta Ijó-s skína frá þeirri kirkju, sem hann þjónaði í þrjátíu og þrjú ár. En h-ann fór nfu hundruð sinnum yf- ir háa heiöi til þess að sinna stoyldu starfi í þágu kirkju og kristin- dóm-s í Sæbófssókn. Mér finnst, sem öðrum, er dag- le-ga sjá ljósið frá kirkjunni, þegar di-mma tekur, að þar birtist ylur frá lífinu sjálfu og bendi í s-enn til himi-ns, hafs og heiða. Sjó- menn hafa oft getið þess, hvaða öryggisk-ennd það veki m-eð þei-m, er þeir sjá ljósið á kirkjustafnin- um í gegn um hríð og myrkur. En hún stendur skam-mt frá sjáv- arbakkanum á Sæbóli. Táknrænt er það, sem einn for- maður á FJateyri sagði mér. Hann var á landl-eið í di-mmviðri og sá allt í einu Ijós, sem hann þekkti, að var kirkjuljósið. Sú sýn kom í veg fyrir, að sigfd væri áfram sama stefna, er lá að boðum og grynningum. Er honum æ síðan í huga innifeg þökk. Minniisstæð verður okk-ur heima- mönnum kirkjuathöfnin, er sendi- nefnd gefenda afhenti gjöfina með svolátandi ávarpi: „Við undirrituð, sem vorum sóknarbörn í len-gri eða skemmri t-íma, séra Sigtryggs Guð'laugsison- ar prófasts í Sæbóls-sókn á In-gj- aldsisandi árin 1905—1938, viljum minnast hans með þvá að afhenda Sæbólskirkju að gjöf meðfylgjandi ljóskross á kirkju-na. Við óskum þess, að þetta Ijós verði tendrað í fyrsta sinn við guðsþjónu-stu í Sæból-skirkju á 102. afmælisdegi frá fæðingu hans, þann 27. september 1964, og megi æ síðan minna á það Ijós trúar, vonar og kærlei-ka, sem séra Sig- tryggur vildi tendra í hjörtum samferðamanna sinna.“ Fyrrverandi prestur safnaðarins séra Eiríkur J. Eiríksson, kom frá Þingvöl-lum o-g messaði í tilefni dagsins. Einnig var þar frú Hjalt- lína Guðjónsdóttir, ek-kja séra Sig- trygg-s, og tveir pre-star úr náfæg- um prestaköllum, ásamt mörgum elztu mörnum, sem áður voru í söfnuðinu-m. Saga Sæbó-lskirkju er nokkuð sérstæð. Iíún fauk í hvassviðri 1924, en var endurbyggð árið 1929. Kirkjan fauk í heilu lagi af grunninum og brotnaði, er hún kom niður, og fór mi-kil-l hluti brotanna á sjó út. Sérkennilegast við þetta atvik var þó, að altaris- gripir fundust heilir að me-stu, þar á m-eðal kaleikur, oblátudisk- ur og iltariskertastjakar. Tveir ljósaihjál-mar voru í kirkjunni, ann ar úr gleri, og eyði-lagðist sá a-1- veg, en hinn úr koparblönd-u með ártalinu 1649 og fjórt-án útlendum nöfnum áletruðum. Engin áreiðanl-eg sögn er til um þessa menn, sem gáfu Ijósahjálm- inn, en trúle-gt þykir, að útlendir sjómenn, sem bjargazt hafi úr -sjáv arhá-ska, hafi gefið hann í þakk- lætisiskyni. Ljósahjófmurinn brotnaði og dældaðist illa í óveðrinu, en prýð- ir þó kirkjuna nýju enn og mun gera framvegis. Frábært hagleiks- afrek þót'i viðgerðin á hjál-minum, en þar voru að verki Marzef-íus Bernharðsson og Þorbjör-n úri á ísafirði. Settu þeir brotin saman o.g smíðuðu suma smærri hluta hans að nýju. 532 TfMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.