Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 6
KENNED YÆTTIN 06 ÖRLÖG HENNAR Patrekur Kennedy hefur maður heitið. Hann var beykir að at- vjnnu og svo fátækur, að hann sér ekki annað ráð vænná en flýja ættland sitt, írland, fyrir nér um bil 100 árum, til þess að 'orða sér og fjölskyldu sinni frá ungurdauða. Öll lifðu þau af sjó- erðina, 8n baráttan fyrir því að á sér og fjölskyldu sinni fyrir brýnustu þörfum, gekk svo nærri honum, að hann andaðist þrítug- ur, en eftir lifðu kona hans og börnin fjögur. Af þremur þeirra fer engin saga, en Patrekur, sem fæddist í jan. 1862. varð mikill myndarmað- ur í sjón og raun. Hann var hár vexti, ljóshærður, bláeygur og prýddur fögru skeggi á íullorðins- árum. Hann var hafnarverkamað- ur í Boston á unga aldri, kom sér alls staðar vel meðal starfsbræðra sinna, hætti fljótlega við verka- mannavinnuna og stofnaði drykkju krá, að óvilja móður sinnar, sem var siðavönd og trúuð, en krá þessi varð síður en svo nokkurt lasta- bæli, heldur varð veitingamaður- inn vinur og veluhnari viðskipta- manna sinna og blómgaðist fyrir- tæki hans jafnt og þétt. Patrekur lét ekki þar við sitja að selja fátækum hafnarverkamönn- um áfenga drykki í einni krá, heldur stofnaði hann margar, varð stórkaupmaður, og seldi einkum sterk vín, stofnaði kolaverzlun og síðan banka og græddi á tá og fingri. Auðvitað voru honum fal- in ýms t.rúnaðarstörf og komst hann til vags og metorða í Bost- on, og í stjórn borgarinnar. Það- an lá leiðin til þingmennsku og fláug hann í gegn og varð öld- ungadeildarþingmaður. En þó að svona greitt gengi fyrir honum að öðtast veraldarlán og upphefð, hélt hann áfram að reynast vel löndum sínum fátækum og um- komutausum, hjálpa þeim eftir megni af forsjá og viti. Jafningi hans meðal landa hans að fögru veraildargengi var aðeins einn í Boston, hét sá maður Jón Fitzgerald og var af álíka útaf- dauðu bergi brotinn sem Kennedy. Þeir voru keppinautar, ekki ein- ungis um upptiefð og gengi, held- ur einnig um vinsældir, og mátti eikki á milli sjá, hvor betur hafði. Kennedy varð öidungadeildarþing maður, Fitzgerald borgarstjóri í Boston. Stóðu þeir hæst allra borg arbúa og þýddi engum að etja kappi við þá. Elzti sonur Patreks, Jósef, fædd- ur 1888, var hinn fyrsti 1 ætt þess- ari, sem naut langskólagöngu, varð stúdent og gekk í Harwardtháskóla í nokkur ár, en ekki er þess get- ið, hvort hann lauk prófi, mun svo ekki hafa verið. En fegurstu stúlku, sem þá var í borginni Boston fékk hann fyrir konu. Hét hún Rósa Fitzgeratd og var dóttir borgarstjórans. * Álitið var, að vin- fengi milli gömlu mannanna, Kennedys, og Fritzgeralds, hafi verið minna undir niðri en á yfir- borði, áður en mæðgirnar tókust. Hjón þessi Iifa enn háöldruð, og er hann nú farinn að heilsu, en bæði hafa þau orðið að sjá á bak fjórum af börnum sínum með vof- eifíegum hætti, og hið fimmta, dóttir, hefur lengi dvatizt á geð- veikraspítala, líklega ólæknandi. Elzti sonurinn, Jósef, sem virt- ist bezt til foringja fallinn af bræðrunum fjórum, var flugmað- ur í síðari heimsstyrjöld, og var flugvél hans skotin niður yfir Þýzkalandi árið 1944, og fórst hann 27 ára gamall. Ein af systr- unum fórst í ftugslysi, og frá af- drifum Jóns og Róberts er ekki þörf að segja. En Jósef Kennedy auðnaðist að ávaxta arf sinn svo vel, að fyrir John F. Kennedy nokkrum árum voru eigur hans taldar nema 200—400 milljónum dotlara, og ekki hafa þær minnk- að síðan. Sonarsonur þess manns, sem ekki biasti við annað en hung- urdauði, ef honum hefði ekki tek- izt áð komast úr landi, er nú einn af auðugustu mönnum. sem uppi eru. Hann var fyrst skipaður af rik- inu eftirlitsmaður með starfsemi banka í Masachusetts og hafði 1500 dollara í árslaun Þetta kom honum að góðu haldi síðar, þegar hann varð forseti banka þess, sem faðir hans stofn- aði: Columbia Trust, og brátt fékk tvö útibú Á árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar hafði hann nána samvinnu við vellauðugan iðju- hötd, Oharles M. Schwab, og gerði áætlanir um skipasmíðar skipa- smíðafélags hans, Betlehem Steel. Hann græddi mitljónir á þessu og varði sumu af því til jarðakaupa á Florida. Þetta seldi hann svo auðkýfingum til að hafa fyrir sum ardvaiarstaði. Þegar stríðinu var lokið, gekk hann á „gróðabragða- námskeið“ í Wall Street og fimm árum síðar, þegar hann mátti kall- ast útlærður í þeirri kænsku, sem af því mátti læra, hóf hann fyrst fjármálaferil sinn svo um munaði. Málfríður Einarsdóttir tók saman 534 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.