Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 8
/ / '/ / / / / / ■ t / j Óskar Magnússon frá Tungunesi: Krossferð hin nýja ÞaS grúfSi yfir íslenzkri menningu myrkasti vetur, í miðaldafjötra landsprófið hneppti þjóð. En einstöku fullhugar maelfu: Við sjáum hvað sefur, hvort sigrar ei aftur hið norræna víkingablóð! Og þeim varð að trú sinni. Org kom úr alþjóðarkokum, og örmagna lýðurinn fagnaðarboðskapinn las, að krossast hefði og harneskju þrifið að lokum hinn hjartaprúði general Matthías. Það vorar á Fróni — nú hlæja menningarhlíðar víð hetjum, sem steypa landsprófi í óvígða gröf. En ástandið verður þó betra og blessaðra síðar, er börnin fá stúdentsprófið í fermingargjöf. 'tímifi, isvo ég var óbágur á að taka við af honum og vera þá einn um hituna“ Frændgarðurinn og ekki síður auður ættarinnar reyndist Jóni Kennedy drjúgur stuðningur á framaibraut hans, og í janúar 1947 varð hann þingmaður fyrir 11. um dæmi Boston, einmitt þar sem langafi hans, beykirinn, hafði lagt hinn fyrsta grunn að frama ætt- arinnar og veldi. 1962 bauð Jón sig fram til öld- ungadeildarþingmanns og vann, en Henry Cabot Lodge féll fyrir hon- um, réttum )6 árum eftir að Fitz- geraid, móðurafi Jóns, hafði fall- ið fyrir afa Lodges við forseta- kjör. Þannig tókst áð jafna metin miiíTi ættáhna, óg gott betur. f Hvíta húsinu. Svo rann upp dagurinn 9. nóv. 1960, sá mikli sigurdagur ættar- innar, er John Fitzgerald Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna, og rættist þá fánaorð ættarinnar: Einbeitni og heppni geta dugað til hvers sem vera skal. írskir menn, sem komu allslausir til landsins um hundrað árum áður, áttu niú að niðja æðsta váldsmann þessara sameinuðu ríkja. Að baki þessum sigri stóð þá faðir og móðir og fjórar systur og tveir bræður, og hvert þeirra átt sinn þátt i sigri þessa ný- kjörna forseta. Þremur árum síðar var forset- inn liðið l'k, myrtur í Dallas. Þrjú af systkinunum höfðu þá hlotið voveiflegan dauðdaga. Ein af systr- unum fórst í flugslysi yfir Frakk- landi árið 1948, 28 ára gömul. Hún hafði fjórum árum áður gifzt markgreifanum af Hartington, en hann fórst í flugslysi fáum mán- uðum eftir brúðkaupið. Föður Kennedys forseta varð mikið um fréttina um morðið á syni sínum, enda var hann sjúk- ur af slagi, sem hann hafði feng- ið tveimur árum áður, lamaður til hálfs, og hefur verið það síðan. Fóriagatrúarniaðurinn. Við dauða forsetans tók Róbert bróði-r hans að sér forustu ættar- innar. Og nú er hann einnig horf- inn sjónum, að líkindum rétt áð- ur en hann hefði fengið áð stíga inn fyrir þröskuld Hvita hússins sem húsráðandi — ef hann hefði Mfað. Allar þessar rauni-r fjölskyld unnar (Edwa-rd, yngsti bróðirinn sl-app na-umlega með lífið, en slas- aðist víst nættulega, þegar flugvél hans hrapaði) höfðu fengið svo á Róbert, að hann var ætíð viðbú- inn hinu versta. Þegar hann var spurður, hvort þessar skelifingar heifðu nokkuð ha-ggað trú hans, svaraði hann: „Nei, að vísu e-kki, en m-ér er farið að finnast eins og sá sem öll-u ræður hér fyrir ofan, sé f-arinn að sl-á slöku við.“ Nú er baráttu hans lokið. Ein- mitt þegar bezt blés og glaðast logaði á iífskveik þessa manns, slokknaði Ijósið. Jón F. Kennedy á að hafa sagt áður en hann varð forseti: „Ég fór að gefa mig að stjórnmálum vegna þess að Jói dó, og ef eitt- hvað skyldi koma fyrir mig, þá vil ég að Eobby (Robert) taki við, og ef hann deyr, þá Teddy (Eð- varð).“ Styrkur ættarinnar. Ma-rgt í fari Kennedy-fólksins skýrist við að líta aftur í tímann og ath-uga sögu ættarinnar. Sam- heldni hennar er -rík, og þeir setja sér það markmið að vera eða að verða fremstir af öllum. Sigur ein-s þeirra er sigur æt-tarinnar. Kenn-edy-systur tóku vir-kan þátt í kosningabaráttu beggja bræðr- an-na, gengu hús úr húsi og töl- uðu máli þeirra. Móðir þeirra, Rose, iét ekki sitt eftir liggja, ekki sízt í k-osningabaráttu Roberts. Miklum fjárfúlgum af auði ættar- innar var þá til þess varið, og að þessu var fundið. Rose Kennedy svaraði þá: Hvað gerir það til? Höf-um við ekki gnægð fjár? Til hvers eru peningar, ef ekki til þess að nota þáú Þetta sama gera Rocke- fellerarnir. Eru þeir ekki auðug- ir-Mka?“ Hve-nær sem barn fæddist hjá hjónun-um Joseph og Rose Kennedy, var stofnaður milljónar- sjóður handa því. Aldrei skyldi neitt þeirra skorta neitt það, sem fæst fyrir fé. En til bess var æt]^zt á móti, að þau legðu si-g fram. Árið 1962 gat Rose Kennedy sagt með sanni þessi orð: Einn af sonum mínu-m er forseti Bandarí-kjanna, annar er dóms-málaráðherra og yngsti sonur minn er öldungadeild arþingmaður. Hvers get ég f-ram- ar óskað mér?“ Hvers gat hún framar óskað? Nú er-u liðin sex ár s-íðan hún m-ælti þessi orð, og af s-on-um hennar ef nú aðeins einn eftir, hinn yngsti, Edward, 36 ára gam- all. Ha-nn er einnig tekinn-að ge-fa sig að stjórnm-álu-m, og nú spyrj- um við: Mun honum gefast ráð- Framhald á 550. siSu. 536 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.