Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Page 17
lega, að til ryskinga leiddi. Stöku prestur lét sig þó hafa það að segja amen á sínu horni, þegar súffragetturnar höfðu lokið þulu sinni. En flestir gerðust nokkuð dökkir í framan, er þeir komust ekki að með sína bænagerð. Og hireint enginn mun hafa lagt bless- un sína yfir það, er kirkja hans var brennd eða predikunarstóllinn sprengdur: loft upp. Nú var líka það nýmæli á döf- inni að súffragetturnar ættu að snúa sér beint til konungsins. Rök- semdafærsla Emmelínu var á þessa leið: Við konur njótum ekki at- kvæðisréttar, og þess vegna eigum við -enga nlutdeild í þjóðþinginu. Okkar máli er ekki heldur talað í lávarðadeildinni. Við eigum að- eins konung eins og aðrir, sem Bretaveldi byggja. Við erum réttlausar eins og,karlar voru á dögum hins óskoraða einveldis, og þess vegna er rökrétt, að við biðj- um um réttlæti við fótskör hásæt- isins eins og þeir gerðu þá. Þessa kenningu boðaði hún næstu mán- uði, umkringd lífverði þeim, sem stofnaður hafði verið að vernda hana, á milli þess, sem hún gisti fangelsin. Auðvitað var ekki látið sitja við orðin ein. En konungshöllin var súffragettunum lokuð, og ítrekað- ar tilraunir þeirra til þess að koma bænaskrá á framfæri mis- hreppnuðust. Loks varð þó ham- ingjan þeim svo hlíðholl, að þær gátu að minnsta kosti látið kon- ung heyra raust sína. Kvöld eitt sóttu konungshjónin leiksýningu í einhverju helata leikhúsi Lundúna. Emmelína var í fangelsi, er þetta gerðist, tn þrem súfíragettum tókst að fá stúku gegnt konungs- stúkunni. á loft gjallarhorn og ávarpaði kon- ung og lýsti pyndingum þeim, sem súffragettur sættu í fangelsum landsins. Þetta olli auðvitáð ógur- 'legu uppþoti, og brátt voru súffra- getturnar dregnar brott. En jafn- skjótt tóku aðrar, er sátu ofar á svölum, að varpa bæklingum og spjöldum niður í salinn. Það var ekki fyrr en eftir þrjá stundar- fjórðunga, að leiksýning gat haf- izt að nýju. Mitt í allri þessari athafnasemi var nú enn einu sinni farið að gæta sundurþykkju í röðum súffra gettanna. Sylvía Pankhurst hafði nauðug viljuig orðið að hafa for- ystu.na, þegar móðir hennar var í fangeisi, og það brýndi sjálfs- traust hennar og sjálfstæðan vilja. Hún hafði líka að baki sér sam- tök sín í Austur-Lundúnum, er voru henni trygg og trú, en skip- uð fólki, sem mjög var af öðru sauðahúsi en þær konur, sem mest kvað að 1 höfuðstöðvum súffra- getta. Kristabel, sem var stjórn- málaleiðtoginn, hafði illan bifur á samtökum systur sinnar, sem hún kallaði félag verkákvenna og verksmiðjustúlkna og þótti ekki hlýða gefnum fyrirmælum jafn Skilyrðislaust og vera bar. Hún stefndi því systur sinni til París- ar til þess að standa fyrir máli sínu. Þær mæðgur, Emmelína og Syl- vía, komust báðar til Parísar í byrj- un árs 1914. Emmelína vildi miðla mólum, en Kristabel, sem heimt- aði uppgjör og uppgjöf, bar hana ofuirliðd. Sylvíu og félagi hennar var bægt úr röðum hinna sönnu súffragetta, og þegar heim kom, lýsti Sylvía félag sitt óháð sam- tök, sem seinna kölluðust Kven- frelsissamband verkalýðsins, og sitofnaði nýtt blað við þess hæfi, Bryndreka kvenþjóðarinar. Þetta hafði það ekki í för með sér, að Silvía drægi sig í hlé í kvenrétt- indamálum, heldur bar hitt á milli, að hún vildi hafa frjálsar hendur um bandalag við hina róttækari stjórnmálamenn. Emmelína var nú jafnan urnset- in lögreglumönnum og mátti reyndar kalla, að hún væri í stofu- fangelsi. Hún flutti oft ræður af svölum húsa þeirra, sem hún dvaldist i, enda löngum marg- menni á götunni fyrir framan. En stundum komst hún á brott með ■ Svlpmyndir frá Lundúnum: Konurnar liggja eins og hráviði á götunni eftir eitt áhlaupið. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 545

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.