Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 14
XXI. Þetta nýmæli var ekki komið til framkvæmda, er málarekstur- inn gegn Emmelínu Pankhurst hófst. Bréf, sem hún hafði skrif- að, og afrit, sem sendimenn lög- reglunnar höfðu gert af ræðum hennar, voru lögð fram í réttin- um því til sönnunar, að hún væri potturinn og pannan í þeim spell- virkjum, sem unnin voru Niður- staðan va^ð sú, að hún var dæmd í þriggja ára fangelsi, Jafnskjótt og fréttist um þenn- an dóm, nófst gífurleg skemmdar- verkaalda. Kveikt var í húsum og sprengjur sprungu, og jafnvel kirkjum og min'nismerkjum var tortímt. Tjónið var metið á hálfa milljón sterlingspunda Á fjölda- fundi, sem súffragettur efndu til, söfnuðust fimmtán þúsund sterl- ingspund f sjóð þeirra. Meðal LOKAÞÁTTUR þeirra, sem þar hvöttu til stuðn- ings við þær, var Georg Lansbury. Sjálf svelti Emmelína sig. Hver dagurinn leið af öðrum, og mátt- ur hennar rénaði smám saman. Að þessu sinni virtist ekki eiga að sleppa henni. Hún var farin að trúa þvi, að hún yrði látin deyja í klefa sínum og sætti sig við það. Hún hlustaði varla á fang- elsisstjórann, er hann kom að morgni tíunda dagsins og sagði henni, að hún yrði látin laus að sinni, en ætti áð koma aftur í fangelsið eftir fimmtán daga. En þegar hann rétti henni skjalið, þar sem þessi fyrirmæli voru skráð neytti hún síðustu kraftanna til þess að rífa það sundur. Seinna hætti hún að rífa þessi skjöl, þvi að hún komst að raun um, að margir vildu kaupa slíka minja- gripi dýr'im dómum. . Um þessar mundir ætlaði rikis- stjórnin að gera gangskör að því að kveða niður áróður súffragett- anna. Hún bannaði útifundi þeirra og aðrar samkomur, gerði húsrann sóknir í bækistöðvum þeirra og gerði blað þeirra upptækt. Þegar Georg Lansbury tók að sér að prenta það í prentsmiðju sinni, var prentsmiðjustjóri hans hand- tekinn og settur í fangelsi. Eftir það hröktust súffragetturnar prentsmiðju úr prentsmiðju með blaðið og útgáfa þess varð nálega að fara fram á laun. Öllum, sem gáfu þeim peninga, var einnig hót- að refsingu. í raun og veru höfðu fundir súffragettanna ekki lengur sama aðdráttarafl og fyr á árum. En þessar tiltektir juku fundar- sóknina að nýju. Konurnar virtu boð og bönn að vettugi, og fólk tók að streyma á fundi þeirra á ný. Hvað eftir annað kom til harðra bardaga á útifundum, og stund- um voru margar konur handtekn- ar, en stundum gekk mannfjöldinn í lið með þeim og kóm þeim und- an, sem lögreglan vildi helzt hremma. í slíkum átökum bar það 542 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.