Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 21
herdelldin af annarri sneri baki vlð vígvöilun'uon. Þannig var ástatt, er Emmelína bjóst ttt Rúslandsferðar, hálfgerð- ur sendimaður rikisstjórnarinnar ensku, þeirra erinda að taia kjark í Rússa, þótt ekkert orð kynni hún í rússnesku. En það vildu fleiri komast til Rússlands um þessar mundir, og sumir annarra erinda en Emmelína. Verkamannaflokksþing hafði verið haldið í Leeds, og þar hafði að frumkvæði Georgs Lansburys og með tiistyrk Ramsays MacDon- alds og Fiílippusar Snowdens, síð- ar lávarðar, verið tekin sú ákvörð- un að stofna verkamanna- og her- mannaráð i Englandi að rússne-skri fyrirmynd og hrifsa völdin I Verkamannaflokknum úr höndum Arthurs Hendersons. Nú hafði MacDonald verið falið að fara til - Rússliands til þess að færa sovét- unurni þar fagnaðarkveðju Leeds- þingsins og hvetja til friðargerð- ar. Nú hittist svo á, að þau Emme- Mna og MacDonald ætluðu með sama skipi. Var henni Mtill fögn- uður að íerðafélaganum, og otti þvi ekki það eitt, hve ólíkra erinda þau fóru, heldur bar hún enn til hans þungan hug fyrir þær sak- ir, hve hann hafði verið súffragett- unum óþægur ljár í þúfu fyrr á árum. Það varð henni því sönn ánægja, er hinn gamli guðleysingi, Havelock Wilson, sem þá drottnaði yfir sjómannasamtökunum ensku, gekkst fyrir því, að áhöfnin neit aði að láta úr höfn með þennan tilvonandi forsætisráðherra Breta- veldis á skipsfjöl. Rússlandsför Emmelinu varð ekki nein frægðarför. Henni gazt ekki nema miðlungi vel að Ker- ensikí, en reyndi þó að styðja tii- raunir hans til þess að veita við- nám á vígstöðvunum. Hún sá her- sveitir kvenna, hinar svonefndu dauðasveitir, hefja göngu til víg- stöðvanna En hún sá líka sovétin gerast æ umsvifameiri og athafna- samari. Þegar nóvemberbyltingin dundi yfir, taldi hún þar að verki trylltan, ólæsan múg, sem væri leilksoppur í hendi Þjóþverja. Kriistabel, sem komið haíði til Englands, þegar undir það hillti, að konur íengju kosningarétt, var á sarna máii. í byrjun árs 1918 samþykkti lá varðadeildin ákvæði um kosninga- rétt kvenna. Þrem dö,gum siðar bauð fo’-sætisráðherrann Emme- Mnu til morgunverðar, því að hann langaði til þess að spjalla váð hana um sigurinn. Mánuði síðar undirrit- aði konungur iögin. I sigurviímu þessara vikna höfðu Emmelína og Kristabel breytt hin um gömlu samtökum sínum, eða leifum þeirra, í stjórnmálaflokk kvenna. En stefnumiðin voru ekki til þess fallin að sameina konur. Háværar kröfur voru uppi um það meðal verksmiðjufólks, að það fengi einhverja aðild að stjóm og rekstri verksmiðja, en Emmelína og Kristabel risu öndverðar gegn þvi. Þær réðust meira að segja þráfaldiega á verkalýðshreyfing- una í heild, og það orð komst á, -að hinn nýi kvennaflokkur þeirra væri ekki annað en deild úr íhalds- flokknum, enda ekki óvinsamlega um hann talað í þeim herbúðum. í þessum skærum hraktist EmmeMna æ fjær þeim stefnumið- um, er hún hafði haft, þegar hún hóf kvenfrelsisbaráttu sína. Snemma sumars 1918 fór hún til Bandaríkjanna, og nú var erindi hennar að skora á japönsk hern aðaryfirvöld að hefja innrás í Sov'étríkin. Trú hennar var sú, að þá myndu Þjóðverjar telja sig til- neydda að auka herstyrk sinn á austurvígstöðvunum. Fáum vikum síðar sendu Bandamenn sjálfir her inn í landið í þvi skyni að steypa sovétstjórninni og leiddu með því gagnslausar hörmungar yfir hina aðþren,gdu, rússnesku þjóð og sáðu þeim fræjum haturs og tortryggni, er margt iLt spratt af. Enskar konur höfðu varila fyrr fengið kosningarétt en þeim var líka veitt kjörgengi, og svo var skrítilega á málum haldið, að um hríð máttu þær bjóða sig fram níu árum áður en þær höfðu komizt á kosningaalduir. Kjörgengið var sem sé miðað við tuttugu og eins árs aldur. Lögin um Ajörgengi kvenna voru staðíest fáum dögum fyrir kosningarnar í árslotk 1918. Það var draumur EmmeMnu, að Krist- abel, dóttir hennar, yrði fyrsta konan, sem kæmist inn fyrir helg vé Bretaþings. Hún var boðin fram i nafni kvennaiflokksins. Llloyd George, „maðurinn, sem .hafði unnið striðið,“ taldi sig haf- inn yfir atta flokka og birti bréf, þar sem hann skoraði á menn að kjósa þá írambjóðendur, sem hann vænti, að styddu samsteypustjórn sína, EmmeMna fór þess á leit við hann, að hann teldi Kristabel með- al þeirra. Til þess þóttist hún haía unnið á styrjaldarárunum. Honum stóð stuggur af þvi að hafa Kri'St- abel í Mði sinu, og það var með hangaridi hendi, að hann mælti með henni. Kristabel féll eins og aðrar konur, sem í framboði voru — nema Markievicz greifafrú í DyfMnni, sem írski þjóðernisflokk- urinn tefldi fram. En hún kom aldrei í þingsaMna, því áð það var _stefna írskra þjóðernissinna að láta sæti M'n þar standa auð. Það var ekki aðeins, að Krist- bel fétti: Iívennflokkurinn hvarf Mk úr sögunni. Kristabel gaf stjórnmál upp á bátinn, og Emme Mna var í öngum sínum, er sú von brást, að konurnar, sem hún hafði fært svo miklar fórnir, veittu henni brautargenji að launum. Fleira ergði hana. Hún hafði tekið fjögur börn í fóstur á styrjaldar- árunum, en nú var fjárhagur henn- ar svo erfiður, að hún varð að sleppa hendinni af þrem þe\rra. Kristabet, sem löngum hafði haft mjög míktt áhrif á móður sína, tók nú að ala með sér svo furðu- legar hugmyndir, að móðir henn- ar gat ekki lengur verið samstiga við hana: Eins konar Nóaflóð, sem þvœgi burtu gróm jarðar. Emmelína hafðist um hríð við í Kanada, en þoldi ekki vetrarhörk- urnar þar til langframa og sneri heim árið 1925. Nokkrar hinnar gömlu súffragetta héldu tryggð við hana og fögnuðu heimkomu henn- air. Margar þeirra liöfðu nú geng- ið íhaldsflokknum á hönd. Þær fengu svo til stillt, að hún féllst á að vera í framboði á vegum hans. Henni var ánafnað kjördæmi í Austur-Lnndúnum, þar sem engar líkur voru tii, að frambjóðandi í- haldsflokksins gæti sigrað. Mörg- um þótti furðulegt og öðrum dap- urlegt, að hún skyldi stíga þetta spor. En nú átti hún skammt óMfað. Hún dó 14 júní 1928 og var jarð- sett í Brompton-kirkjugarði. Við gröf hennar hittust á ný margar þær konur, sem um skeið höfðu Mtt átt samleið, en forðum daga þoldu saman súrt og sætt. Tveim árum siðar afhjúpaði Stanley Bald- win forsætiisráðherra Hkneski hennair, og í andlitsmyndasafni Bretlands hangir af hennd mynd, sem ein af hinum herskáu súffra- gettum, Georgina Brackenibury málaði. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 549

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.