Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 10
að þeim, sem fíknir séu í rang- feniginn gróða, verði ágirnd að f jör- lesti og þar fram eftir götunum. Mörg eiztu varðgæzluskipanna eru nú horfin af höfunum. Vest- mannaeyia I>ór strandaði við S’kagaströnd, Mið-Þór sökk við Skotiand, Gamli-Óðinn var seldur til Svíþjó'ðar. En sagníræðingar og fornleifa- fræðingar framtíðarinnar munu samt ekki þurfa að ganga að því gruflandi, hvernig þessi seinni tíma víkingaskip litu út. Landþelg- isgæzlan hefur látið gera af þeim eftirlíkingar. Mátti sjá þær á sýn- ingunni „ísrendingar og hafið“ fyr- ir skemmstu. Þessar cítirlíkingar eru listileg- ustu gripir. Þær eru þetta frá 35 sentimetrum upp í rúman metra á lengd. A þilfari eru björgunar- bátar, þeir minnstu á stærð við eldspýtnastokk, pínulitlar fallbyss- ur og s’kipsklukkur úr kopar, björgunajiiringir á borð við 25- eyring, loftnet úr fínum vír eða tvinna, einangrað með örsmá- um perlum. Landkrabba virðist engu gleymt, ekki lensporti, ekki stigarim, ekki f jöl i þilfarinu. Og auðsjáanlega hefur þurft að nota liprar lengur við vinnuna, því mangt af þessu er of smágert til að hægt sé að festa það með fingur- gómunum. Sá, sem á heiðurinn af þessari fíngerðu smið, er Sigurður Jóns- son, módelsmiður í Landssmiðj- unni. Hann býr suður í Skerjafirði með fconu sinni, Matthildi Matthías dóttur, í húsi, sem glampar af snyrtimennsku. En hann er fædd- ur austur í Landeyjum, í Hall- geirsey, laust eftir aldámót. Hugurinn dróst fljótt að skip- um. Ekki skútunum við sjóndeild- arhringinn. Þær voru of langt í burtu, næstum eins og fjarlæg ský. En Ve^tmannaeyjabátarnir komu með vörur upp að sandin- um. Sigurður sleppti engu tæki- færi til þcss að fá að skreppa í rannsóknaiferðir um borð. Og hann var ekki hár í loftinu, þegar hann fór sjálfur að tálga báta, fyrst eintrjáninga, síðan súðbyrð- inga. Þeir flutu á tjörninni neðan við túnið og sjálfur kaupfélags- stjórinn kom með Ijósmyndavélina sína til að taka mynd af þeim. Sigurður var af hagleiksfóiki kominn. Faðir hans Jón Guðnason, hans með úr og klukkur, sem bilað höfðu. Jónas er nú löngu iátinn, en kistill eftir hann er vel geymdur á heimili Sigurðar í Skerjafirði. Á honum eru útskorn- ar dýramyndir, ljón og hreindýr, hestur og giraffi, hvalur og dúfa, fálki og fiikur. — Þú hefur kannski ekki farið • til sjós? Nei, en hann fór fjórum sinn- um í röð á vetrarvertíð til Vest- mannaeyja sem aðgerðarmaður og netamaður. Að því búnu brá hann sér til Rsykjavíkur að læra smíði. Meistarinn var Árni Jónsson, Nýlendugötu 21, og útskrifaði hann jöfnum höndum húsasmiði sem húsgagnasmiði. Eftir því gat sveinsstykkið ýmist verið skrif- borð eða stofuhurð með karmi. Það sem freistaði Sigurðar var módelsmíði, en Árni var beztur í þeirri grein af öllum smiðum bæj- arins. — Hvað er módelsmíði? Sigurður segir hana standa í sambandi við járnsteypu. Fyrst er smíðaði marga báta og bæinn sinn, /gerður hiutur úr tré, síðan gert auk smærri hluta. Hann batt um beinbrot, eí enginn var læknirinn. Móðir Sigurðar, Elín Magnúsdóttir var hög saumakona, og bróð- ir hennar, Jónas, var listasmiður. Hann var bæklaður, og gat ekki gengið, en Landeyingar komu til sandmót eftir honum og loks er bráðnum rnálmi hellt í sandinn. Þetta er vandaverk, þvi oft eru steyptir vá'ahlutar, sem verða að falla nákvæmlega á sinn stað. Ekiki nóg með það, heldur þenst málmurinn út, þegar hann er Vörður frá Grenivík. Frú MatthHdur saumaði seglin. 538 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.