Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 20
Emmelína Pankhurst á leið til þinghúss Breta. usdóttir umsvifamest þeirra kvenna, er þessi boSskapur hreif. Sylvíu Pankhurst gazt ekki að hervæðingarákefð móður sinnar og systur. Einn af fylgifiskum ófrið arins var mikil dýrtíð og mikil spákaupmennsika og gróði iðju hölda, og hvort tveggja bitnaði á almenningf. Sylvía einbeitti 'sam- tökum sínum fyrst í stað að hjálp- arstarfsemi í Austur-Lundúnum: Kom upp stöðvum, þar sem mæðr- um og börnum var hjúkrað og hjálpað, mjótkurgjafastöðvum, mat sölustöðum, þar sem allt var selt á kostnaðarverði, og ráðlegginga- stöðvum, þar sem eiginkonur her manna gátu leitað liðsinnis, en hratt einnig af stað kröfugöngum til þess að knýja borgaryfirvöldin til afskipta af málum þeirra, sem bjuggu við sult og seyru Vorið J 915 var það skipulag komið á Mðarsamtök kvenna, að hollenzkar kvenfrelsiskonur boð- uðu til friðarþings kvenna i Hag, ásamt hinum fræga, enska friðar sinna, Emiliu Hobhouse. Millicent Fawcett, sem stjórnaði enn þeim kvenréttindasamtökum Eng- lendinga, er hægast höfðu farið í sakirnar, hafnaði þátttöku, en sum- ar þær konur, sem næstar gengu henni að metorðum, sögðu skilið við hana svo að þær gætu lagt friðarmálunum lið. Sylvía Pank- hurst tók boðinu fegins hendi og hafði til þess eindregin stuðning samtaka sinna, og yngri systir henn arf Adela, sem komin var til Ástralíu og stóð þar fram- arlega í sérstökum stjórnmála- flokki kvenna, sem barðist gegn styrjaldarþátttöku, var auðvitað sama sinnis. Emmelína Pankhurst endurvakti samtök sín til þess að berjast gegn friðarhjali kynsystra sinna, og Svlvíu skrifaði hún þetta stuttorða bréf: „Ég skammast mín, þegar 'óg heyri, hvað þið Adela hafizt að.“ Seinna l'ordæmdi hún þær báð- ar opinberlega. Friðarþing kvenna skipaði sér- staka friðarnefndir, sem heimsóttu all'a þjóðhöfðingja og rííkisstjórnir í Norðurálfu. Þrátt fyrir allar striðsæsingar, fengu þær aUs stað ar einhverja áheyrn, og á Norð- urlöndum var þeim tekið með við- höfn. Eigi að síður voru sum- ar þær konur, sem ákafast höfðu flutt friðarboðskapinn, í fangels- um, svo sem Klara Zetkin, for- maður jafnaðarfélags þýzkra kvenna. Og þegar forsætisráðherr- ar og utanrikismálaráðherrar stríðs Iandanna liöfðu rætt kurteis'lega við sendinefndina, sneru þeir sér aftur að þvi, sem þeim var hug- leiknara: Að herða sókn og vörn á vdgvöllunum. XXIV. Þegar Lloyd George hófst til valda, komst skriður á réttinda mál kvenna, enda var þá mót- spyrnan gegn þvi, að konur fengju kosningarétt að mestu leyti brost- in. Jafnvel Asquith hafði lagt nið- ur vopnin. Gömlu súffragetturnar voru nú kallaðar á viðræðu- fundi í embættisbústað forsætisráð herrans í Downingstræti, þar sem þær höfðu svo marga rúðuna brot- ið fyrr á árum. Samningar tókust um lausn, sem þótti viðhlítandi, og tiHögurnar voru samþykktar á þingi með. yfirgnæfandi meirihluta vorið 1917. Sömu dagana voru sex steriingspund veitt til þess að rífa niður grindurnar, sem staðið höfðu í áttatíu ár fyrir áheyrendastúku kvenna á þingpöilunum. Kjör- gengi hlut’i konur þó ekki að svo komnu, og ekki fengu þær atkvæð- isrétt fyrr en þær voru orðnar þrí tugar. Tillaga um, að tuttugu og eins árs aldur nægði, fékk aðeins tuttugu og fimm atkvæði í þing- inu. Þar að auki var kosningarétt- urinn ekki veittur öreigum, og leigjendur, vinnukonur og heima- sætur voru enn utan gátta. Þegar þessum áfanga var náð, hafði bylting verið gerð í Rúss- landi. Emmelína hafði lengi ævi haft mikla samúð með rússnesk- um bylfingarmönnum og enda kynnzt sumum þeirra. í löndum Bandamanna var því yfirleitt fagn- að, er keiSaranum hafði verið steypt af stóli í marzmánuði um veturinn, enda var því treyst ög trúað, að Rússar myndu færast í aukana á vígstöðvunum, er keisar- anum hafði verið rutt úr vegi. En annað hljóð kom í strokkinn, þeg ar verkamannaráðin, sem heimt- uðu frið, efldust stöðugt og hver 548 f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.