Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 7
Róbert Kennedy teggur rós á leiSi bróSur sins. Nú hvílir hann sjálfur undir rósum. Voru það samtök, sem óttast þjóSfélagsumbætur, er brugg- uðu þeim bræðrum banaráð? Haon fék-k viðurnefnið „göldr- ótti fjármálamaðurinn.“ Hvað seim hann fékkst við, varð honum gróða lind, einnig það, sem hann lagði í kvikmyndaiðju í Holiywood, Ár- ið 1926 fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni frá Boston til New York, og settist þar að. Kreppunni miklu siapp hann úr án þess að tapa n-einu, og segir hel-gisögn svo, að hann hafi heyrt rödd segj-a við sig mán-uði áður en holskeflan reið yfir: Seld-u allt! Hann hlýddi þessari ókunnu rödd og seldi þeg- ar næsta dag allt sem hann gat við si-g losað. En hinir, sem enga hullðsrödd áttu að, fóru flatt. Þrjú ár í London. Faðir og afi Jósefs Kennedy gáf-u sig báðir að stjórnmálum. Það gerði hann ekki. En 1932 studdi hann forsetakosningu Franklins D. Roosevelts með fjárframlögum. Hann lét sér annt um að stuðla að lausn atvinnuleysisvandamáls- i-ns og að koma þjóðmálum á réttan kjöl eftir kreppuna, einn- ig studdi hann stjórnmálastefnu Rooseveilts. Forsetinn g-erði hann að formanni nefndar, sem átti að sjá um, að en-gin lögbrot væru framin í Wall Street. Hann reynd- ist vel í því starfi, var strangur og þó réttsýnn, enda var hann vel heima í því, sem gerðist og gerzt hafði í götu þeirri, en andstæð- ingar Roosevelts litu sumir held- ur smáum augum á „Jobba gamla“ og Hvarf hann firá þessu og til annarrar formennsku. Við lok ársins 1937 var hann skipaðu-r ambassador Bandaríkj- ann-a í Lon-don, og við það var hann til hausts 1940. Ekki var hann sammála Roosevelt um það, sem þá var á döfinni í stjórnmál- um Evrópu, heldur var hann fylgj -andi stefnu öhamberlaines (Miinc- hen-'sáttmálanum) og móti C-hur- chill. Þegar stríðið skall á, lagði hann aldrei annað til málanna en þetta eina: Látið Bandaríkin sitja hjá. Bretland ræður ekki við Þýzkaland og Rússland Það feU- ur. Roose-velt var á annarri skoð- un. Og Bandaríkin fór-u í stríðið, hvað sem gamli maðurinn tautaði og rausaði Af því hlauzt hin fyrsta r-aun þessarar fjölskyldu, sem nú er svo margreynd orðin að -sorgum. Flugmaður ferst. Elztur af barnahópnum, en þau Vðfð wíu, var Jpsef Kennedy yngri, Bann var fædd-ur árið 1915. Hann var dáindi og eftirlæti föður síns, kjörinn arftaki til auðs og valda ættarinnar. Honum var ætlað að lyfta henni hærra en hi-num fyrri ha-fði tekizt. Honum var ætlað að verða forseti Bandaríkjanna. Hann var gáfaður, duglegur og fram- takssamur. Hann gerðist flugmað ur í stríðinu og fórst í einni ferð- inni. Flu-gvél hans, sem hlaðin var 100 kg af TNT. SDra-kk í lofti yfir Þýzkalan-di. Þá átti Jón bróð- ir hans, sem var tveimur áru-m yngri, að taka við, og það gerði hann. Jóseí KennecLy eldr; sa-gði árið 1957: ,Ég get komið Jóa m-ínum til að f-ara að gefa sig að stjór málum. Þegar hann dó, sag^i ég Jóni, að nú yrði hann að taka við, en hann var tregur til þesis, sagðist ekki treysta sér. Og þetta finnst honum enn. En ég sagði að ekki væri neitt undanfæri . . “ Jón Kennedy ha-fði verið í flota Bandaríkjann-a meðan á stríðinu stóð, og staðið sig mætavel, en eftir að því var lo-kið, gerðist hann blaðamaður, og segist hon- um nokkuð öðruvísi frá: „Ekki gátum við bræðurnir keppt hvor við annan um hylli kjósenda sam- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.