Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 19
si-g fyrir súffragettun-um. Hann gæti látið afskiptalaust, þótt þær syltu í Ih-el, en þá myndu tíu vilja verða píslarvottar fyrir hverja eina, sem dæi. Það væri hugsan- legt að s-enda þær í útlegð, en þær myndu þá aðeins svelta sig á skipinu, e-r ætti að flytja þær í útlegðina. Loks hefði verið rætt um að fá þær úrskurðaðar geð- veikar, en þar strandaði á því, að læknastéttin væri ófáanleg til þess að kv-eða app slíkum úrskurð. — MsKenna lét sér helzt detta í hug það úirræði, að fólk, sem gæfi fé í sjóði þeirra, yrði skyldað til þess að bæta ailt tjón, sem þær yllu. Stjórnarvöldin viðurkenndu þannig opinberlega, að þa-u væru stödd í vanda, er þeir vissu ekki, hvernig ráða ætti fram úr. En fleiri höfð'i orðið þungar áhyggj- ur. Sylvíu Paokhurst stóð stugg- ur af því, ef átökin hörðnuðu enn. Hún hafði fyrir skömmu verið bor in úr fangelsi á sjúkrabörum, ger- samlega máttvana, og nú lét hún bera sig að þinghúsinu, þar sem hún lagðist á þrep nærri gesta- dyrurn neðri deildarinnar og hélt þar áfram hungurverkfallinu. Þeg ar svo var komið, fékk Keir Hardie því ágengt, að Asquith forsætis- ráðherra hét því að ræða við hana að fáu-m dögum liðnum. Hugmynd hennar var að reyna að koma á sáttum. Á þessum viðræðufundi lét As- quith þau óvæntu ummæli falla, að „horfast yrði í augu við það“, ef e-kki spyrnt gegn kosningarétti kvenna, og stíga þá skrefið til fulls. Þessu næst naut hún með- algöngu Georgs Lansburys til þess að ná tali af Leoyd George, sem tjáði sig nú reiðubúinm til þess að neita þátttöku í ríkisstjórn frjáils- lynda flokksins eftir næstu kosn- ingar, ne-ina sú breyting yrði gerð, að konur fengju almennan kosn- ingarétt. Það skilyrði setti hann þó, að súffragetturnar létu þegar niður falla öll spellvirki, því a^ öðrum kos-ti treysti hann sér ekki til þes-s að vinna frjáMynda flokk- inn til þess að fallast á slíka laga- br-eytingu. En nú kom babb í bátinn. Krista bel bárust fregnir af sáttaumleit- unum Sylvíu. Hún brás-t hin versta við og sendi dagblöðum Englands þá tilkynningu, að skæruhernaði yrði ekki aflétt fyrr en konungur hefði undirritað lög um kosninga- rétt kvenna. Emmelina tók sam- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ stundis undir. Það var trú hennar, að stjórnarvöldin væru að gefast upp. Hún skoraði á þau að taka sig fasta einu sinni enn, og varp- aði fram nýju og ögrandi vígorði: „Réttur eða ofbeldi, frelsi eða dauði“. Eigi að siður birti konungur þann boðskap, að hann ætlaði sjálf ur að kalla saman fund tO þess að ræða réttindamál kvenna. Með- al þeirra, sem áttu að sitja þann fund, voru Asquith fo-rsætisráð- herra, Kejr Hardie, og formenn fjögurra kvennasambanda, þeirra á meða-1 Emmelína Pankhurst. XXIII Nú gerðust þau tíðinrii, sem í- skyggilegust höfðu orðið á öldinni: Styrjöldin mikla dundi yfir. Emme- lína hafði borið þungan hug til Þjóðverja frá því hún var ung stúlka í Paris á áttunda tug hinn- ar fyrri aldar. Frakka dáði hún að sama skapi, og meðal þeirra hafði Kristabel átt athvarf hin síðustu ár. Margt togaðist á í huga Emme- línu, er franskar og þýzkar her- sveitir mættu-st á vígvelli á ný, grá- ar fyrir járnum. í blaði súffragettanna, sem kom út í fyrstu vikunni eftir að Frakk- ar og Englendingar sögðu Þjóð- verjum stríð á h-endur, var þó enn haldið fram hinni sömu stefnu og áður. í næsfcu viku kom það ekki út, og grunaði marga, að togstreita væri um það, hversu bregð- ast skyldi við ófriðnum. Örfáum dögum síðar voni allar súffragett- ur í fangelsu-m Bretland-s látnar la-usar án nokkurs skilyrðis, og sömu dagana sendi Emmelína dag- blöðunum tilkynningu þes-s efnis, að baráttu samtaka þeirra væri lokið. Með þessari tilkynningu urðu straumhvörf í lífi hinnair miklu valkyrju. Straumur tímans hafði að vísu þegar borið hana langt frá mörgum réttlætismálum, sem fylltu hana heilögum móði framan af ævinni, en eftir þe-tta fjarlægð- ist hún æskuhugsjónir flestar enn fr-ekar en orðið var og þeim mun meira sem hún varð eldri. Fyrst eftir þessa tilkynnin-gu hafði hún hljótt um sig og steig ekki á ræðupall að nýju fyrr en í septembermánuði. Þá var erindi hennar þangað að hvetja til sem m-estrar hervæðinga-r. Með þvi ge-kk hún í berhögg við eitt meg- inboðorð súffragettanna: Svo her- skáar sem þær voru, höfðu þær jafnan fordæm-t vígaferli og Emme lfna stranglega bannað að kveikja í húsum, þar sem fólk var i-nni, eða sprengia þau í loft upp. En hún lét ekki sitja við þes-sa einu ræðu. Hú.i varð einn hinn ákaf asti talsmaður síaukins vígbúnað- ar og fylkti nú liði með Norfchcliffe láv-arði og Lloyd George til misk unnarlausrar atlögu við Asquith forsætisráðherra, sem að lokum hrökklaðist frá völdum. Kristabel var enginn eftirbátur móður sinn- ar i þessu efni Blað þeirra mæðgna kvað brátt upp úr með það að , þúsund sinn- um ríkari ^kylda“ væri að berjast við her Vilhjálms Þýzkalandskeis- ara en gegn þeim,. se-m andsnún- ir væru kosningarétti kvenna. Svo la-ngt gekk blað þeirra í misk- unnarlausum árásum á seinagang- inn við hervæðinguna, að lögregla og hernaðaryfirvöld skárust hvað eftir annað í leikinn, og stundum voru heilar siður auðar í því, er það kom út, eins og ve-rið hafði, þegar yfirvöldin voru harðleiknust við súffraget-turnar. Marg-t kven-na, sem forystu hafði í félagsmálum, stóð á öndverðum meiði við bær Emmelínu og Krist- abel. Enn lifði í þeim vonarglæð- um, að með afskiptum kvenna af stjórnmálum yrðu þau þáttaskil í -sögu mannkyns, að vopnin yrðu kvödd og triðaröld rynm upp Þær konur, sém trúar voru þessari hug- sjón', horfðu með hryllingi á þann hildarleik, sem rtú var háður á meg inlandi Fvrópu, og mikilfeng- leg hugmynd festi rætu-r í mör-g- um löndum: Mæður. eiginkonur, systur og unnustur gátu bjargað 1-ifi ástvina sinna og hlíft löndum og þjóðum við hræðilegu böli, ef þær tóku höndum saman yfir 1-andamæri og víglínur og settu manndrápurunum, valdsmönnum og herformgjum, stólinn fyrir dyrn ar. Ekkert stríð var unnt að heyja, ef konur heim-s skipuðu hersveit- unum einum rómi að kasta frá sér vopnum og snúa heim Lausnar- orðið var „hin heilaga uppreisn kvenna móti styrjöldum“. Skörulega-st boðaði sænski rit- höfundurinn Ellen Key þessa stór- fenglegu hugsjón, end-a flestum kon-um máls-njallari, og hugmynd- in hlaut verulegt fylgi í mörgum löndum einni-g í sjálfum styrjaldar- löndunum, er mest áttu í húfi. Hér á landi gerðist Inga Lára Lár- SA7

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.