Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 18
Emmelína Pankhurst tekin höndum vlS konungshölllna I mafmánuSI 1914. brellum og birtist skyndilega á ræðupalli á fundum súffragetta, sem enn voru oft haldnir, þrátt fyrir allar hömlur. En Venjulega var hún handtekin áður en ræð- an var hálfnuð, oft með söguleg um atvikurn. í marzmánuði 1914 tókst henni að strjúka til Skotlands, þar sem hún leyndist á prestsefcri einu, unz henni skaat allt í einu upp í hópi skozkra. lífvarða, vopnuðum kylf- um, á fjolmennum kvennafundi í Glasgow. Baksvið samkomuhúss- ins var raunar eins og dálítið virki. Þangað hafði verið borið margt, sem að vopni gat orðið. og grind- ur reistar framan við það og hleypt á þær rafstraumi. Þegar Emme- lína hafði talað fáar mínútur, rudd ist inn í húsíð fjölmenn lögregla- sveit, sem dró kylfur sínar með gólfi á hlaupunum. Blómakerjum, stóluim, borðfótum og öllu, sem hönd á festi, var varpað að inn- rásarmöntnim, en þeir Jétu það ekki stöðva sig. En þeim brá ó- notalega við, er þeir ætluðu að rífa niður grindurnar framan við pallana. Þeir höfðu ekki búizt við því, að bær væru rafmagnaðar. Af þvi ei skemmst að segja, að þarna varð hinn snarpasti bar- dagi, og beittu báðir aðilar kylf- um sínum, lögreglumennirnir og lífverðir Emmelínu. Allt í einu dró ein súffragettan upp skammbyssu og hleypti af nokkrum skotum. Lögreglan hafði þó sigur sem vænta mátti, og Emmelína var handtekin, eftir að hún hafði ver- ið barin i höfuðið oftar en einu sinni. Éftirköstin urðu lík og endra nær: Óeirðir í Ðristol, brennur í Skofclandi, árás á innanríkisráðu- neytið og herferð gegn frægum listavenkum í söfnum í Lundúnum. Litlu sdðar fannst púður og ann- að sprengiefni í vörzlum konu þeirrar, sem skipuð hafði verið til forystu í Úlster, Dóróþeu Ev- ans, og þegar miál var höfðað gegn henni, var kveikt í mörgum hús- um í Belfast á fáum dögum. Upp úr því reið ný brennualda yfir allt England. Meðal annars brann þá stórt og viðlhafnarmikið bað- gistihús, sem virt var á þrjátíu og fimrn þúsund sterlingspund. Þessi hrina var ekki liðin hjá, er súffragetturnar gerðu hörð-' ustu hríðina að konungjnum. Emmellína hafði skrifað honum langt bréf til þess „að vekja sam- vizibu“ hans, og nú skipaði hún nefnd, sem átti að kveðja dyra í Buckinghamhöll og heimta áheyirft er þó hafði verið neitáð um. Svo fór, að Emmelína komst með lið sitt að hal'laihliðum, áð- ur en hún var handtekin, og mann fjöldinn, sem fylgdi henni, vildi ekki snúa frá. Mörg þúsund lög- regliumenn höfðu verið kallaðir á vettvang, og kom til bardaga, sem að hörku gaf ekkert eftir þeim átökum, er urðu föstudaginn myrka, er svo var kallaður. Nú þóttu súffragetturnar hafa fyllt mæli synda sinna, er þær skirrðU'St ekki við að berjast við lögregliuna við sjálfa konungshöll- ina, og ekki bætti úr skák, að Kristabel, sem fram að þessu hafði verið mjög konungholl, og fleiri súffragettur, tóku að nefna jöfur heldur óvinsamlegum nöfnum og likja honum við sarinn rússneska, afmánina meðal konunga. Stjórnarvöldin gerðu nú síðustu tilraun sína til þess að ganga á milli bols og höfuðs á þelm. Lög- reglan lokaði bækistöðvum þeirra hverri af annarri, og fangelsin fylltust. Sjötíu höfðu verið hand- teknir við konungshöllina og margar urðu fyrir hinu sama næstu daga. Fangarnir sveltu sig og ' voru mataðir nauðugir að venju, í einu fangelsinu af lækn- um og starfsliði geðveikrahælis. Heiftin var mikið á báða bóga, og ríkisstjórninni bárust úr ýms- um áttum þau heilræði, að lofa súffragettunum að svelta sig í hel. Málið var rætt á þingfundum. Inn anríkisráðherrann, McKenna, sagði, að urn þrjá kostd væri áð velja, ef menn vildu ekki beygja 546 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.