Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 16
áttdcanle-g fórn kynni að geta kom ið í veg fyrir langvinnar þjáning- ar margra“. Emmelína lá rúmföst eftir síð- ustu fangelsisvist sína, er jarðar- för Emilíu fór fram. Eigi að síður ætlaði hún að vera við útförina. En varðmennirnir, sem lágu í leyni við hús hennar, handtóku hana jafnskjótt og hún kom út og -fóru með hana í fangelsi. XXII Haustið 1913 sluppu þær Emme lína og Sylvia báðar úr landi. Sylvía fór fyrirlestraferð um Norðurlönd og Þýzkaland og víðar um Evrópu, en Emmelína hélt til Frakklands til fundar við Kristabel og þaðan fcil Bandarikjanna. En nú var hún sett í varðhald á Elisey. Þegar hún hótaði hungurverkfalli, skarst Wilson ðandaríkjaforseti loks i leikinn og leyfði henni landgöngu. Heima á Englandi voru veður öll válynd. Borgarastyrjöld vofði yfir vegna deiínanna um sjálfstjórn íra. Hersveitum hafði þegar verið kom- ið á fót i Úlster og íhaldsblöðin ensku drógu opinskátt taum upp- reismarmanna. Ríkisstjórnin faafði fyrirskipað á ný, að súffnagettur í hungurverkfalli skyldu mataðar nauðugar. Nú urðu mest fyrir þvi ungar stúikur, sem mynduðu meg- inkjarna upphlaupasveitanna. Þeg- ar Sylváa kom heim úr fyrirlestra- ferð sinni, auglýsti hún eftir mönn- um, sem vaniizt höfðu heræfingum, til þess að þjálfa „þjóðarher“ súffragetta. Fyrst af öiu var þó tomið upp sveit, vopnaðri kylf- um, er átti að verja %og vernda Emmelínu, þegar hún kæmi heim frá Ameríku. Það tókst þó ekki. Skipið, sem hún var á, átti að taka land 1 Plymouth. Ríkisstjórnin lét tvö henskip leggjast þar á ytri höfn- ina og banmaði návist allra ann- arra skipi. Bátur var sendur að farþegaskipinu, og upp á það gengu átta menn, sem handtóku Emmelínu umsvifalaust og höfðu hana á brott með sér. Þeir fóru með hana á land á afviiknum stað og fluttu hana síðan í fangelsi 1 Exeter, þar sem hemni var haldið í fjóra daga. Á meðan þessu fór fram var haldin fagnaðarsamkoma, sem henni hafði verið búin í Lund- úmum. Þar söfnuðust fimmtán þús- und sterldngspund. Örfáum dög- um síðar var hún handtekin á ný í Dover. Nálega samtímis þessum handtökum urðu stórbrunar víða um England. Eldur kom upp í timburgeymslum, járnbrautar- stöðvum og mannlausum íbúðar- húsum. Enginn þurfti að efast um, með hvaða atvikum hafði kviknað í þessum húsum, því að oft fund- ust áletraðir miðar, þar sem sagt var berum orðum, að hér hefðu súffragettur verið að hefna méð- íerðarinnar á Emmelínu. Það tók jafnvel að gerast tíðindasamt í kirkjum landsins. í Westminsteir Abbey risu súffragettur upp við guðsþjónustu, er prestur hóf venju legar fyrirbænir sínar, og þuldu í kór: „Vernda þú, drottinn, Emme- línu Pankhurst. Hjálpa þú oss a£ almætti gæzku þinnar til þess að verja hana, og líknaðu þeim af náð þinni, sem við þjáningar búa vegna sarinfæringar sinnar . . .“ Þegar þetta spurðist, varð það brátt alsiða, að súffragetturn- ar færu aö láta að sér kveða við guðsþjónustur. Langtíðast var, að þær hæfu að lesa þessar og því- Iíkar bænir, en stundum gripu þær líka fram í fyrir prestinum í stóln- um, þegar þeim þótti kenai- mennsku hans áfátt, og áttu jafn- vel til að minna hann á, að Krist- ur hefði stundum beitt álíka að- ferðu-m og súffragetturnar: Hann hefði ekki h-eldur horft í það, þótt eignir manna færu forgörðum. En súffragetturnar áttu fleiri erindd í kirkjur landsins en biðja fyrir stallsystrum sínum og skír- skota til athafna Krist-s í muster- inu eða sögu-nnar um svínin, se-m hann lét hlaupa í vatnið Um þetta leyti gerðist það einnig, að þær kvei-ktu í kirkju í Liverpool, og víðar urðu áþekkir atburðir. Ef til vill hafa það verið andsvör þeirra við því, að sumir kirkju- höfðin-gjar landsins fordæmdu starfsaðferðiir þeirra um þessar mundir, þeirra á meðal erkibiskup- inn af Iíantaraborg og Lun-dúna- biskup, sem lét hafa það eftir sér, að dável væri með súffragetturnar farið í fangelsunum. Það offi auðvitað mikilli hneyksl- un og vandlætingu, að þær röslc- uðu æ ofan í æ ró og friði við guðsþjönurtur, stundum svo frek- 544 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.