Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Side 7
vegi. Vörubílsfcjórarnir urðu eftir í Reykjavík, en skyldu koma aust- ur að Jökulsá daginn eftir. Eftir nokkuð ævintýralega ferð náðum við í áfanga í rökkurbyrj- un. Upphaflega var meiningin að tjalda á sandinum, en úa’ varð samt að leita eftir húsaskjóli á Ytri-Skógum og reyndist það auð- fengið. Vildu húsráðendur láta okkur fá stofu til umráða, en við mæltumst til þess að mega nátta okkur í áhaldageymslu, og 'þar gist um við næstu tvær nætur. Rennd- um um kvöldið austur að brúnni og hjuggum þá hnoð úr einum samskeytum, en alís þurftum við að höggva sundur 104 hnoð. Á þriðjudag byrjuðum við svo verk- ið með birtu, og er vörubílarmr komu um klukkan 2, átfcum við að- eins eftir sex hnoð. Hófum þá þeg- ar að hlaða bílana, og var því lok- ið ktukkan 9 um kvöldið. Má skjóta því hér inn í, að okfcur til ráðuneytis um hleðslu bílanna var máður frá Áhaldahúsinu í Reykja vik. Einnig hafði verið um það samið við lögregluna á Selfossi, að hún „tæki út“ útbúnaðinn á bíl- nnum, hvað hún og gerði, og sfcyldu þeir góðu menn ekki við obkur fyrr en undiir Ingólfsfjaili. Klukkan rúml'ega níu á miðviku- dagsmorgunn yfirgáfum við Jökulsá á Sólheimasandi og kom- um til Reykjavíkur klukfcan 3. Gekk sá áfangi framúrsfcarandi vel. Steinunn Hafstað, sá góði Skag firðingur, sem nú annast veitinga- húsarekstur á Selfossi, bauð okfc- ur öllum í hádegismat, auk þess sem við borðuðum fjórir hjá henni á austurleið — og sagði það satt framlag tii brúargerðarinnar. Nú, nú, á fimmtudagsmorgun- inn klukkan 10 var svo farið frá Áhaldahúsi vegagerðarinnar við Grafarvog. Engir örðugleikar reyndust á því að komast yfir Hvít- árbrúna. Dálítil hálka var í Norð- urárdal og á Holtavörðuheiði, en keðjur þurftum við ekki að setja á bílana fyrr en við Staðarskála í Brútafirði. Planka urðum við að setja undir einn bílinn til þess að komast yfir Gljúfurárbrú, en að öðru leyti reyndist það fyrirhafn- arlaust. Á Miðfjarðarhálsi hittuip við Hjálmar lögregluþjón á Blönduósi og ók hann á undan lestinni allt til Varmahlíðar. Þang- að komum við klukkan 9 um kvöld ið. í upph-afi var áformað að fara aðeins með brúna fram á eyrarn- ar hjá Giljum í Vesturdal og láfca þar staðar mumið að sinni. En á suðurleiðinni barst það í tal að freista þess að koma henmi strax á leiðarenda, og þegar við upp- haf heimferðarinnar var ákveðið að istefna að því. Og kJukkan rúm- lega níu á föstudagsmorgunn lögð- um við svo upp í síðasta áfangann. Bættust nú ýmsir í hópinn til þess bæði að fylgjast með síðasta spöl- inn og, — að því er vænta mátti, — þann/torsóttasta, og veita aðstoð, ef með þyrfti. Þa-r á meðal voru Gísli Felixson verkstjóri og Bald- ur, mjólkurbílstjóri þeirra Lýt- inga, sem við mættum á leiðinni. Var hann á leið til Sauðárkróks á mjólkurflutningabifreið sinni, en hljóp þar fyrir borð, setti annan undir stýri og fy-lgdist með okfcur fram eftir. En ekki nóg m-eð það., heldur tók hann með sér dráttar- vél með ámoksturstækjum til þess að auðvelda okkur áð lagfæra veg- inn, ef á þyrfti að halda. Einnig slógust í förina Sigurður Hansen í Djúpadal, Stefán Pedersen ljós- myndari og fleiri. Örðugust brúa varð okkur brúin á Vestari-Jök- ulsá, eins og við mátti búast. Gólf hennar urðum við að hækka um tæpt fet. Við því vorurn við bún- -ir, svo að það tafði okkur ekki verulega. í svonefndu Klifi í Vest- urdalnum var vegurinn of nijór á kafla og varð að sprengja þar nið- ur dálítið klapparnef, en því verki var lokið af öðrum, þegar okkur bar þar að. Dálítið snúningsamt reyndist að finna götuna frammi á fjöllunum, eftir að auðum vegi sleppti, en Finnbogi á Þorsteins- stöðum, sem auðvifcað var þarna kominn, bjargaði því við. Klukkan rúmlega níu um kvöldið komum við svo í áfangastað við Vestari- Bug, og að klukkutíma liðnum höfðum við losað bílana og búið um farangurinn undir veturinn. Var förinni þar með í rauninni lok- ið. — Ég hef heyrt að á stöku manni, Ingólfur, að þeir furða sig á, að þú skulir vera að brjótast í þessu, og reikna þér það jafnvel til einhvers konar sérvizku. — Það get ég ósköp vel skilið, og það er efcki nema von. En hvað e'r sérvizba og hvað ekki? Ég býst við, að öll séum við meira og minna sérvitur, sem svo er kallað, ef grannt er að gáð. Ástæðan til þess, að ég hvatti nú til þessa brú- arfJutnings er nú samt fyrst og fremst sú, að ég vildi sýna það 1 venki, að mér væri það mikil al- vara með að fá þessu máii, þessari umbót, sem ég vil kalla, hrundið í framkvæmd, að ég vldi eitthvað á mig leggja til þess að fá það gert. Hið sama býst ég við að segja megi um ofckur alla, sem í leið- angrinum áttum einhvern þátt. Svo má það vef vera sémzka, en vegna þessa eiginleika okkar er þá brúin líka komin sunnan af Sól- heimasandi og fram að Vestari- Bug. — Hver er svo helzti ávinning- urinn við þessa brúargerð, Ingólf- ur? — Nágrannasýslur okkar Skag- firðinga til beggja handa eru nú búnar í heilan áratug að vera í beinu sambandi við fjallvegi milli landsfjórðunga. Húnvetningar hafa Kjalveg upp úr Blöndudal, Eyfirðingar og Þingeyingar kom- ast á Sprengisandsleið upp úr Eyja firði og Bárðardal. Við Skagfirð- ingar höfum hingað til ekkert gert til þess að öðlast sömu aðstöðu, nema hvað Finnbogi á Þorsteins- stöðum og félagar hans hafa geng- izit fyrir því, að ruddur var vegur upp úr Vesturdalnum, og er það framtak stór þakkarvert. En þá vantaði brúna á Jökulsá til þess, að þeir, sem komast vilja austur á Sprengisandsveg, geti það. Hafa ýmsiir, sem fjallaleiðir fara og fjöllum unna, orðið að snúa von- sviknir frá þeim fararfcálma. Brú- in opnar Skagfirðingum þessa leið, og er þá hægt að fara hvort held- ur sem er niður í Rangárvallasýslu eða Vestur-Skaftafellssýslu, austuir um Nýjadal, Dyngjufjöll og Öskju, niður í Eyjafjörð, Bárðardal og svo framvegis. Fyrir Eyfirðinga og Þingeyinga og fleiri opnar brúin öræfaleiðina vestur Kjöl, og þannig mætti halda áfram að rekja. Benda má á, áð fyrir Reyk- víkinga til dæmis skapast mögu- léikair til tveggja daga ferðar norð ur Sprengisand, vestur heiðarnar norðan jökla og suður Kjöl eða öfugt. Ef slys ber að höndum þarna uppi aúðveldar opnun þess- arar leiðar mjög alia aðstoð úr byggð, og ailt bendir til þess, að vegur upp úr Vesturdal sé snjó- léttari en aðiir, sem um er að velja upp á öræfin norðan verðu frá. Geta mætti sér til, að þessi samgöngubót auðveldaði ýmsar vis indarannsóknir á öræfunum, svo T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 55

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.