Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Síða 22
Það gerðist fyrir norðan land
Franhard af 65. síðo.
Ekki mun það hafa verið nein
nýjung, þátt strandreikningar yrði
allháir og fyrirgreiðsla við skip-
reika útlendinga talsvert dýrseld.
Amtmenn voru því á verði, þegar
þeir fengu þess konar skilagreinir
til samþykktar og áritunar. Amt-
manninum á Akureyri, Júlíusi Hav
steen, þótti hér no*kkuð djúpt tek-
ið í árinni, en lækkaði samt ekki
neinn reikning til muna. Þó urðu
athugasemdir hans margar. í mörg
um reikninganna voru skekkjur,
dagar ekki rétt taldir og rangt lagt
saman eða margfaldað, þótt ekki
væri það alltaf kröfuhafa í hag. Og
fleira var athugvert. Mun þð hafa
verið talsvert verk að komast botns
í þessum reikningum, enda napur
tónninn í bréfi því, sem amtmað-
urinn skrifaði sýslumanninum
að loknu uppgjöri. Þar sagði hann
meðal annars:
„í dönsku útleggingunni á
fimmtánda fylgiskjali, reikningum
læknisins, eru orðin „viðgerð á fót-
um þriggja sjúklinga lögð út á
þessa leið: „Reparation af tre Pati-
enters Klæder", og hefði ég búizt
við, að þér eigi settuð nafn yðar
undir slíka útleggingu. Að endingu
býst ég við, að þér, að svo miklu
leyti, sem unnt er, látið yður um-
hugað um, að daglaun þeirra
manna, sem hafðir eru til sendi-
ferða og annarra vika í tilefni af
ströndum, og líkum tilfellum og
hér er um að ræða, keyri eigi úr
hófi fram“.
Kostnaður sá, sem hlauzt af
Mackintosh, varð aftur á móti
furðulega lítill. Læknirinn á Siglu-
firði lét sér nægja fáar krónur fyr-
ir ómak sitt, og læknishjálp og ná-
lega tveggja mánaða lega í sjúkra
húsinu á Akureyri kostaði ekki
nema rúmar hundrað og sjötíu
krónur. Hvergi sést, að Jóhann
Guhnlaugsson og skipshöfn hans
né eigendur Storms hafi sett neitt
upp fyrir að bjarga manninum og
sigla með hann til hafnar. Hefur
þó án efa verið logð í sölurnar
veruleg aflavon. Þessu hefur verið
veitt eftirtekt erlendis, er til loka
uppgjörs kom þar. Árið 1885 bár-
ust Jóhanni kveðjur og þakkarbréf
frá Englandsstjórn og fylgdi þar
með sjónauki forkunnargóður,
sem enska stjórnin gaf honum, og
sjö hundruð krónur í peningum,
sem skiptl skyldi milli þeirra
manna, er á Stormi v>oru, þegar
Mackintosh fannst.
(Helztu heimildir: Þinga- og
dómabók, bréfasafn og strand-
skjöl Þingeyjarsýslu, bréfabók
Norður-Múlasýslu, bréfabók og
skipskráningarbók Eyjafjarðar-
sýslu, bréfabók og bréfadagbók
Norður- og austuramtsins, bréfa
dagbók landshöfðingjadæmis-
ins, Norðanfari, Þjóðólfur, Fjall-
konan, ísafold, Hákarlamenn og
hákarlalegur eftir Theódór Frið-
riksson, Annáll 19. aldar, prests
þjónustubók Presthóla, sóknaap-
manntal Sauðaness.)
HéSan og þaðan
Eins og frelsarinn.
Sigurður Gissurarson hét piltur,
sem heimilismaður var á Kirkjubæ
í Hróarstungu hjá séra Árna Þor-
steinssyni og Björgu Pétursdóttur.
Hafði hann meðií annars þann
starfa að mala korn. Matvist var
heldur naum í Kirkjubæ, og bætti
Sigurður sér það upp á þann hátt,
að hann skaut undan ofurlitlu af
mjölinu, en lét koma lúkufylli af
fínni ösku í staðinn Nú komst
upp hrekkur Sigurðar, og hugðist
prestur setja honum allþungar
skriftir. Þá mælti Sigtirður:
„Ég veit þér verðfff vægur og
miskunnsamur eins og frelsarinníí.
Baðstofulíf.
Gísli hét maður Brandsson,
kynjaður af Laxárdal i Húnavatns
sýslu. Eitt sinn var hann um vetr
artíma á Eiðsstöðum í Blöndu
dal og fékkst við að smíða hagld
ir. Þar var og kona, sem hét Guð
rún Sigurðardóttir, strangtrúuð,
og hafði Gísli oft þrefað við hana
um sanngildi ritningannnar.
Nú gekk Gísli þar að, er Guð
rún sat, skorðaði sig á gólfinu fyr
ir íraman hana og spurði:
„Þú trúir víst enn á ruglið I
biiblíunni?"
Guðrún brást svo við, að hún
hallaði sér aftur á bak á rúminu,
sparn fæti í bringu Gísla og sagði:
„Vík frá mér, andskoti“.
$
r J ^
I'I O 6 L I
t__J) r 6 u r «i t* *
k Tr u m p •) h u /i
Y X * * N I XX.C á
K K i f h " í A J
fXV } H£L l
» f <i n i rXN t o m i y,
' i *. > > * p * I H N
* r k a *X/l * a *
K c HfflhXöMtfíVf/X
f- • M /^N H I' H 2> X* X*
; n a V' fi u e fi a s r t n
r I týt °
I 5 X1 ' ' T
n i t ijjgs r o f.u ey.i
C N / H f/ I bíM'n
^XíúlíIlMi
X/ fj * n
H * D R L
ro
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ