Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Page 7
kunni aS hafa skolazt á langri leið, tel ég þó síður en svo ástæðu til að véfengja þær heimildir í aðal- atriðum, enda væri þá sumt, sem samtma heimiHdir greiina, óskilj anlegt með öllu, ef þær frásagnir væru ekki réttar. Til dæmis er í máldaga Þykkvabæjarklausturs frá árinu 1340 tekið fram, að klaustrið eigi: „í Láguey beit hesta á vetrinn“. (Skímir 1947). Af þessu meðal annars virðist ótví- irætt, að gróið land hafi áður ver- ið í Láguey á Mýrdalssandi, þótt ef til vill hafi það eyðzt Sturlu hlaupi árið 1311 og réttindin því einskis nýt eftir, þegar máldaginn 1340 var gerður. Samkvæmt uppdrætti fslands (blað 69, endurskoðað 1935) eru nú um 2500 metrar til sjávar frá Hjörleifshöfða og um 2000 metrar frá Skiphellisnefi. Örugg heimild er um það, að fram að Köglu hlaupinu Í630 var „sjórinn rétt við Skiphellisnefið“ og varla þarf heldur að efa, að sjórinn hafi get- að náð að Hjörleifshöfða fram und ir Sturluhlaup árið 1311, samber það, sem haft er eftir þeim Þórði og Erlendi klausturhöldurum hér á undan. Þessi landauki er þó að- eins það, sem eftir hefur orðið, þrátt fyrir allt, sem sjórinn hefur forotið niður og flutt burt milli hlaupanna. Fá má af framansögðu nokkra hugmyud um jarðefnamagnið, sem eftir varð á Mýrdalssandi og við ströndina í hverju gosi. Óger- legt virðist hins vegar að gizka á, hve miklu hlaupin skoluðu beint á haf út, en óhætt mun að fullyrða, að það jarðefnamagn, sem með þeim hvarf strax meðan hlaupin stóðu, hafi verið mjög mikið. Mér virðist auðsætt, að jarðefna- magnið, sem upp kom hverju gosi, hefði nægt, til þess að mynda allstórt fjall eða „stapa“, ef það hefði fengið að standa og harðna, þar sem það kom upp undir jökl- inum. Það, að Kötlusandur er firá- brugðinn móbergi að útliti til/ gæti stafað af því, að jökulhlaupin hefðu skolað burt lími og öðrum fíngerðari efnum, sbr. til dæm- is fjörusandinn við Surtsey. Hann virðist líkur Kötlusandi. Kétt er að geta þess hór, þótt ef til vill skipti það ekki miklu máli i þessu sambandi, að nokkur hluti jarðefnanna, sem hlaupin bera fram, er efalaust ættaður úr Iberggrunninum undir \jöklinum eða fjöllunum umhverfis hlauprás ina. Til dæmis barst með hlaupinu 1918 að Söndum í Meðallandi steinn, sem vó 134 pund (Suður- land 1958, 10. tölublað). En fram á vestursandinn flutti hlaupið 1918 ekki aðeins steina heldur stór björg. Hliðstætt átti sér stað í fyí’ri Kötluhlaupum. Vatnsflóðin eða hin svonefndu Kötluhlaup þykja mest sérkenn- andi fyrir Kötlu. Til marks um það, hversu stórkostleg þau eru, er eftirfarandi úr frásögnum af Kötlugosinu 1918: „Svæði það, sem hlaupið tók yf- ir, náði frá jökli til sjávar vestan frá Höfðabrekkuafrétti og Múla- kvísl alla Ieið austur á Flöguengj- ar í Skaftártungu og austur í Skurðbæjarmýri í Meðallandi. Hef- ur því hlaupið verið nál. 40 km. á lengd og 15—25 km á breidd“. „En þótt hlaupið færi svo vítt, sem nú er sagt, stóðu ekki upp úr nema hæstu ölduhryggir og hólar. Aðeins á tveim stöðum var dálít- ið svæði Iaust við flóðið. Annar bletturinn var fyrir austan Múla- kvísl, nærri frá Seljafjalli fram að sjó. Hinn bletturinn og sá stærri í skjóli við suðausturhornið á Haf- ursey. Breikkaði það svæði, er sunnar og austar kom á sandinn, og var breiðast milli Lambajökuls og Dýralækjarskers. En þar fyrir firaman tók hlaupið að austan og vestan höndum saman allt sð cjó fram“. Um þann hluta hlaupsins, sem fór um Kúðafljót er þetta sagt meðal annars: „Nálægt kl. 6 kom allt heimilis- fólk frá Söndum og Sandaseli hing að austur á bæina (Koteyjarbæ- ina). Sagði það ofsahlaup — vatn og ís — komið í Kúðafljót. Kom annað hlaupið fyrir norðan Grjót- eyri og annað fyfir sunnan Mýra- mannahöfða (Mýrnahöfða). Varð þetta með svo skjótri svipar* r ekki mátti muna einni mínútu, «? Sandafólkið kæmist undan 'hlaup inu. Jafnhliða veltist ógurlegt vatns- flóð og jökulhrannir austan úr Leirá og Hólmsá, sem fyllti allan Kúðafljótsfarveg“. . „Voðahlaup þetta fór yfir alla hólma í Kúðafljóti, þar sem fjöldi hrossa og sauðfjár var á beit fyrir, og sópaði það því öllu burt. Á alla bakka, hólma og sumsta$- ar á sandeyrar hlóðust jakahrann- ir 2—3 metrar á hæð og þar yf- ir og vatnsfarvegir voru sandi og leðju orpnir á milli“. „Um kvöldið klukkan 5 var Kúðafljót meir en bakkafullt, var yfir að líta sem þakið grásvörtum krapa. Klukkan 8 var flóðið kom- ið heim að bænum Sbrönd, er stendur allmáklu austar fljótinu, var þá dimmt orðið. Klukkan 10 Þykkvlbær ( Álftave/l. LiójCTiynd: Páll Jónsson. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 103

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.