Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Page 9
„ónei, hann or toara i Þvorfe- ;
gilinu núna, ég sá hann á holtun- ;
um,“ sagði strákur otg lét sér
hvergi bregða við brigzlin.
Jú, það var nú rétt hjá strákn-
um, þarna birtist okkur riddari á
götunni upp úr gilinu.
„Þetta er hún Imba,“ galaði
Odda systir og hoppaði af kæti,
því að Imba prestsins var jafnaldra
hennar og bezta vinkona.
„O-o, þetta getur alveg eins ver-
ið hann Siggi,“ sagði ég og vildi
nú vera spákona líka. „Síðan hún
Imba var klippt eins og strákur í
vor, þá er ómögulegt að þekkja
hausana á þeim að svona langt
til.“
Þetta var alveg satt, því að bæði
voru þau með sólskinsbjart hár,
þótt ekki væru þau systkin.
„Jú, víst er það Imba,“ sagði
Odda. „Heldurðu ég þekki ekki
rauðu peysuna hennar kannski?"
Og það var satt, hvítur kollur,
eldrauð peysa, — og ég varð víst
að láta í minni pokann.
„Og hún er á Skjóna,“ bætti
Odda enn við. „Siggi hefði verið
á Skol gamla.“
„Eigum við þá ekki að hlaupa
á móti henni,“ lagði ég til mál-
anna.
Og við hlupum út fyrir túnið á
móti þessari góðu vinkonu okkar
og heilsuðum henni með miklum
fögnuði. Það var allt of sjaldan,
fannst okkur, að hún kom svona
í sendiferðir síðan Siggi fór að
gefj farið milli bæja. Hún var nú
líká; farin að ganga út, slátturinn
Vícf5 byrjaður og það var kominn
júlTmánuður. Það var masað af
hjartans lyst, og á leiðinni heim
til bæjar spurðum við hana um
erindið. En þá varð hún dálítið
dularfull á svipinn og sagði hálf-
stríðnislega: „Þið eigið að koma í
próf á morgun út eftir til okkar.“
„Við? í próf? Núna?“
Við urðum báðar að upphróp-
unar- og spurningarmerkjum og
létum undrun okkar og forvitni
óspart í ljós. En Imba leiddi okk-
ur í allaíl sannleika um erindi sitt.
Það var einhver málfræðidoktor
á ferðinni, sagði hún, og hann
boðaði tíu til þrettán ára börn
1 lestrarpróf. í dag var hann á
Ströndinni, en á morgun var hans
von að Stað, og þá ætlaði hann
að prófa krakka úr dölunum. Við
áttum að koma klukkan tvö.
Jæja. Það var naumast! Doktor.
tri-Hrrí
„Það er einhver að koma að ut-
ian,“ kallaði Diddi litli bróðir óða-
mála, í því að hann reif upp skelli-
hurðina í krossgöngunum á leið-
inni inn í eldhús til að segja frétt-
irnar.
Við systurnar steðjuðum út til
að gá og geta, hver væri á ferð,
en sáum engan.
„Þú skrökvar", sögðum við, og
litum Óblíðum augum til Didda,,
sem hafði elt okkur út á hlaðið.
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ
105