Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 21
Um nówbilið síðari daginn drukku þeir allmörg staup í krá, og KaM blaðaði lengi í bæklingi, ©r hann var með, á milli þess, að hann dreypti á glasi sínu. Loks stakk hann honum í vasa sinn, stóð upp oig bað Algaut að bíða á með- an hann xæki lítið erindi. Algaut- ur horfði döprum augum á eftir frænda sínum. Hann sá, að hann lagði leið sína að eins konar sölu- tumi, eða þó öliu heldur kistulaga smáhýsi, er skar sig mjög úr öðrum byggingum, bæði vegna byggingar lagsins og dálítið dapurlegrar skreytingar á gaflinum. Manni gat helzt dottið í hug kapella, ekki sízt vegna þess, að stór kross var uppistaða íburðarlausrar skreyt- ingarinnar. Að minnsta kosti hálf- ur klukkutími leið áður en Kalli kom aftur. Næst var það, að Algautur stóð í mannhafi á hafnarbakkanum og veifaði hattgarmi sínum í kveðju- skyni. Dráttarbátarnir voru að draga Gripsholm frá bryggju. Kalii stóð á þiljum uppi, hallaði sér út yfir hástokkinn og blakaði hendi öðru hverju. Hljómsveit skipsins lék sænska þjóðsönginn. Þegar and artaksþögn varð á milli erindanna tveggja, sá Algautur, að Kalli bar báðar hendur eins og lúður upp að munni sér — sá, hvernig glitraði á gullið bak við lúðurinn og heyrði Kalla hrópa svo hátt, að yfirgnæfði skvaldrið á bryggjunni. — Nú getur þú dáið áhyggju- laus, Algautur! Þetta urðu síðustu orðin, sem hann heyrði af vörum Kalla, því að í sömu andrá reið yfir ný flóð- bylgja tóna frá hljómsveitinni. All- ar landfestar höfðu verið leystar, og hið mikla skip seig út á elfuna. Algautur stóð kyrr á bryggjunni og veifaði hatthúfnum sínum sem í leiðslu, unz skipuð var horfið úr augsýn. Allan tímann hafði hann haldið vinstri hendi um innri vas- ann á frakka sínum, þvi að þar lá innsiglað umslag, sem Kalli hafði fengið honum rétt áður en hann steig á skipsfjöl. Þetta um- 6lag geymdi það, sem Kalli ætl- aði að gera Algauti og konu hans til varanlegra hagsbóta. Algautur lét berast með fóiks- straumnum inn í borgina. Orðin, sem Kalli hafði síðast kallað tii hans, ómuðu enn í eyrum hans, og það hafði færzt yfir hann friður og öryggiskennd, sem hann hafði aldrei fyrr þekkt. Og nú skaut upp í huga hans þeim fallega ásetningi að þvo að einhverju leyti af sér þann blett, er á hann hafði fallið, og fleygja gullsvarfinu í stað þess að selja það. Þvi miður brast hann stórmennsku til að gera þetta í blindni. Honum varð það á að fara fyrst til gullsmiðs í Eystri- Hafnarigötu og láta hann virða gull kornin, svo að hann vissi, hverju hann var að varpa frá sér. Gull- smiðurinn lét svarfið á vog og kvað síðan upp þann úrskurð, að verð- mæti þess næmi einni krónu og þrjátíu og fimm aurum. Þá flýtti Algautur sér út á Brunngarðs- bryggju, og þar hvolfdi hann úr látúnsbauknum í síkið. Hann stóð ekki uppi með tvær hendur tómar, þótt hann fórnaði þessu fémæti. Auk umslagsins innsiglaða, hafði KaHi fengið honum þrjá peninga- seðla, þrjátíu krónur, svo að hann kæmist sómasamlega heim — tvö- falt meira en farseðill kostaði. í göturangala einum, þar sem krökkt var af reiðhjólum og hand- vögnum rakst Algautur á litla kaffi stofu, sem ekki var svo ríkmann- leg, að hann hræddist hana: Þar var rokkið inni, vaxdúkurinn á borðunum skellóttur, og á móti honum lagði tóbaksþef og daun af súru öli. Þarna gat hann gert sig heimakominn. Hann fékk sér kaffi bolla, og hér opnaði hann umslagið góða, nötrandi af eftirvæntingu. í því reyndist vera geysistórt skjal, fjórbrotið. Algautur var maður lítt bóklærður, og það tók hann lang- an tíma að skoða plaggið og gera sér grein fyrir útliti þess. Pappír- inn var bláleitur og í honum skrítnar æðar, sem minntu á pen- ingaseðla — þetta var skjal, sem hlaut að vekja lotningu, hvar sem það bar yrir augu manna. Og ekki minnkaði lotningin, þegar Al- gautur fór að ýna í það: „Kr. 1100.00 — ellefu hundruð krónur 00/100“, stóð þar, og síðan nafn og heimilisfang Algauts, skráð fall- egum prentstöfum með svörtu bleki, ofan til í löngu, prentuðu lesmáli. En yfir öllu þessu var stór, svart'ur kross, sem sjaldan glæðir fagra framtíðardrauma. Því fylgdi aftur á móti öryggiskennd, að skjal ið var tölusett og tölurnar frekar tvær en ein. Öll horn þess voru prýdd einhverju, sem Hktist log- andi kyndli — eða kannski var það hátt glas, sem öl freyddi upp úr. Það gat verið hvort heldur maður vildi. Nú réðist Algautur í að lesa skjalið. En svo brá við, að honum varð þeim mun órórra, sem hann komst lengra niður á síðuna. Hann fékk hjartslátt, og loks sortnaði honum fyrir augum. Honum duld- ist ekki lengur, að þetta mikilfeng- lega skjal snerist allt um dauða og tort'ímingu — þar var ekki stafur um neins konar ellihjálp. í örvænt- ingu sinni leitaði Algautur á náð- ir lögregluþjóns, sem hneppt hafði frá sér einkennisjakkanum og kveikt sér í sígarettu við borð úti við gluggiann. Lögregluþjónninn hafnaði bjórglasi, sem hann bauð honum, en var þó svo vingjarnleg- ur að lesa plaggið og segja Algauti, hvað það eiginlega var, sem hann hafði handa á milli. Á daginn kom, að þetta var skírteini frá Bálfarar- félaginu í Gautaborg, er skuldbatt sig til þess, að meðteknum ellefu hundruðum krónum, er þegar höfðu verið greiddar, að brenna lík Algauts skósmiðs í brennu til ösku, þegar dauðinn hefði miskunn að sig yfir hann, og bera allan kostnað, sem því fylgdi. Allt var þetta mjög skilmerkilegt og kostn- aðarliðirnir nákvæmlega tilgreind- ir. Einfaldast var að orða þetta svo, að Bálfararfélagið héti því að koma Algauti frítt um borð í Gauta borg. En það mátti enginn annar vera en Algautur sjálfur, er naut þessa fríðinda, og blátt bann lagt við framsali skírteinisins. Algautur seig allur saman, þeg- ar honum varð ljóst, hvers eðlis skilnaðargjöf Kalla var. Skósmið- urinn húkti þarna á stólnum, mál- laus og heyrnarlaus, og starði líf- vana augum út í bláinn, þegar lög- regluþjónninn hafði lokið máli sínu. Hann svaraði ekki einu orði, þegar hann var spurður, hvort hann hefði skilið það, sem honurn var sagt, og loks brast lögregluþjóninn þolinmæði. Hann stóð upp og gekk út. Algautur sat svo lengi þar sem liann var kominn, að frammistöðustúlkan sá sér ekki annað fært en krefja hann um borg un fyrir kaffið. Þegar hann ramb- aði burt úr kaffistofunni, hélt hann enn á bálfararskírteininu í hend- inni. Hann rölti af stað án þess að hirða um, hvert hann hélt, og eftir nokkrar klukkustundir var hann kominn út í sveit. Tilviljunin var honum svo hliðholl, að hann stefndi í rétta átt, og um kvöldið vaknaði hann upp af leiðslunni í T I M I N N — SUXNUDAGSBLAÐ 117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.