Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 3
ifftMV m&ff* Þegar vorir heyrast ýms kynjahljóð í skógum Norðurlanda. Þaðan berast meðal annars tíð högg. Þar eru spætur að verki að höggva sig inn í trjástofna. Svartspætan heggur 44 högg á þrem sekúndum og tekur fimm eða sex hundr- uð lotur á dag. Ekki ber samt á, að hún fái höfuðverk. Svartspætan þrífst bezt í hávöxnum skógi. Hún gerir sér hreiður inni í stofnum aspa og eika, oft mjög rúmgott. Iðulega er hreiðrið metri á dýpt. Venjulega gerir hún sér nýtt hreiður á hverju ári, og jafnaðariega er hún mánaðar- tíma að því. Henni yex ekki í augum þó að þetta sé nokkuð fyrirhafnarsamt. Hún byrjar á því að höggva sundur börkinn með hvössu nefinu og styð ur sig á meðan með stélfjöðrunum, því að vinnuaðstaða er frekar örðug fyrst í stað. Þegar inn í trjástofninn kemur, verð ur hún að höggva niður fyrir sig. Við og við sópar hún 'burt spónun- um, sem hún fleygar úr viðnum og geta verið aillangir. Að lokum stendur hún þarna á . höfði, snýr sér í sífellu í hring og heggur allt hvað af tekur. í þessari stöðu gefur hún líka ungum sínum, þegar að því kemur. Stundum gerist hún líka nokkuð aðgangsfrek við simastaura. Þá er hún að leita að lirfum, sem hafast við í trénu. Maurar eru annars helzta fæða hennar, jafnvel allt að n/u tíundu hlutum. Einkum er það maurategund, sem hefst við í trjárótum og gömlum grenitrjám, sem hún fíkist eftir. Finni hún slíkt maurabú, heggur hún holu t tréð og sleikir síðan maurana upp með rakri tungu sinni. Engin hætta er á, að fuglinn lasnist í höfði af þessu öllu. Milli nefs og höfuðbeina eru eins konar högg- deyfar. Eigi að síður getur hann orðið eins og dálitið þreyttur, ef . hann heggur of lengi. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 123

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.