Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Qupperneq 6
Hliðstætt virðist eiga sér stað í Kötlugjá. Gosið er að vísu byrjað undir jöklinum, en það er ekki fyrr en mótstaðan bilar og hlaup- ið ryðst fram, að gosið nær að brjótast upp úr jöklinum. En óvist er, hvort nokkurt gos kæmi upp úr jöklinum, ef hin stórfelldu Kötluhlaup léttu eklki af því farg- inu. Vatnsflóðið 1955 hefur því ekki nægt, hafi þá verið u-m gos að ræða. Mín skoðun er sú, að fátt eða ekkert maéli gegn iþví, að svo geti verið sem hér e-r sagt, eða öllu heldur að svo hljóti að vera. Kötlu hlaup eru eins og hér hefur verið lýst. Er -hægt að hugsa sér, að þau geti orðið imeð öðrum hætti, en hér hefur verið sett fram tilgáta u-m? Til nánari skýringar á til- gátu þessari virðist nauðsyn að vekja athygli á eftirfarandi um staðsetningu Kötlugjár. í Vatnajökli (eftir Niels Niel- sen í þýðingu Pálma Hannessonar) segir svo: „Katla liggur um 1000 metra yfi-r sæ og 7—9 kílómetra uppi í jöklinum, og haJlar þaðan til suðurs og austurs ofan á Mýr- ' dalssand, - - - .“ Þetta kemur heim við uppdrátt íslands (blaðs.68). En hvorugt er rétt. Væri það hins vegar rétt, þá fengi ekki staðizt framanskráð tilgáta um það, sem gerist í Mýrdals-jökli áður en Kötlu- hlaup hefjast. Þarna niðri í skrið- jöklinum, þar sem Katl-a er sýnd á kortinu, er fráleitt nægileg mót- staða til þess að stífla upp vatn í heilt Köluhlaup. Einhver, sem betur vissi, ben-ti mér á, lík'lega á árunuim 1925— 1931, að Katla væri á rön-gum stað á kor-tinu og vakti ég athygli á því í Frjálsri þjóð 1954 (29. tbl.). Nú hefur Sigurjón Rist einnig vakið athygli á hinni röngu stað- setningu Kötlu á kortinu (Jökull 1967) og telur hann Kötl-u vera, þar sem ketilsigin urðu 1955, en það er um 3 kílómetrum norðar og 4 kílómetrum vestar en kortið sýnir. Þetta er piikilsverð leiðrétt- ing, en þó tel ég hana ekki full- nægjandi. Mitt álit er, að Katla sé allmikíu sunnar og vestar en Sig- urjón segir, en að þar, sem hann telur Kötlu vera, sé ef til vill norð- austurhornið á Kötlugjá. Sigurjón byggir ákvörðun sina m.a. á tveim miðunum frá Vík á Kötlugosinu 1918 og á skýrslu Jóns Ólafssona-r kennara í Vik u-m ferð fjögurra manna að Kötl-ugjá 23. júní 1919. En til eru fleiri imiðanir og frásagnir af ferð- um til Kötlu. Gísli Magnússon í Norður- hjáleigu í Álftaveri segiir í skýrslu um Kötlugosið 1918: „Þó má sjá, hvar gígurinn er, því norða-n í hæstu bungu jökulsins stendur hér gufumökkur, se-m streym- ir upp með miklum hraða.“ Af þessu virðist -mega ráða, að Sigur- jón hafi ætlað Kötlu fullnorðar- lega. Staðsetning hans virðist vera um það bil mitt á milli hnú-ka, Háubungu, að sunnan og Kötlu- kolla að norðan og þó liklega fremur nær Kötlúkdlium (Norður- hnúks úr Álftaveri séð. Sveinn Pálsson læknir segir í lýs ingu á Kötlugosinu 1823, að Kötlu- gjá sé „norður af prestsetrinu Holti.“ Og Jón Sigurðsson fyrrum sýslumaður segir í frásögn -af Kötlu gosinu 1755: „Þann 19. stóð -mökk- urinn í tveim stöðum upp úr jökl- inum, annar í fullt norður frá bæ mínum, Holti í Mýrdal, en hinn í norður af Hafursey.“ Það síðara, um að mökkurinn hafi verið í norður af Hafursey, fær ekki stað- izt. Það er of nærri austurbrún jökulsin-s, þó gat svo hafa borið við eða þannig sýnzt frá Holti séð. En ef hinn mökkurinn var í hánorður frá Holti, þá hefu-r hann verið um 5—7 kflómetru-m vestar en Sigur- jón setur Kötlu. Af þessu virð- ist auðsætt, að Katla sé ekki einn „eldgígur“ heldur „eldsvæði,“ lík og Askja, þar sem gosið getur á ýmsum stöðum og fleiri en ein- um í senn. St-aðsetning Sigurjóns iRist á Kötliugasiíiu 1918 get-ur því verið í réttri stefnu frá Vík, en líklega heldur of norðarlega ein-s og þegar er sagt. Páll Sveinsson menntaskólakenn ari gekk á Mýrdalsjökul 2. septem- ber 1919. Voru þeir þrír saman. Frásögn af ferðinni var birt í Morg- unblaðinu 24. og 25. október 1919, en hér verður f-arið eftir frásögn- in-ni eins og hún er í bókinni Vest- ur-Skaftafellssýsla og íbúar henn- ar. Þeir félagar fóru upp hjá Sand- felli. Að aflíðandi hádegi voru þeir ko-mnir upp skriðjökulinn og lág- jökulinn að klettabeltum, er fram komu á Norðurhnúk -neðanverðum. „Vorum við komnir upp á háhnúk- inn eftir stundargöngu frá lág- jöklinum.“ „Er þessi jökulhnúkur í landnorður (tæplega hánorður) af hinum, sem er Mýrdalsmegin, • - „A -milli þessara háhnúka mun fj-arlægðin eitthvað á aðra mílu (danska) og er þar nú slakki mikill í j-ökulinn, er -mun álík-a langur á hinn veginn (frá útnorðri til landsuðurs).“ „Héldum við ofan í útnorðu-rbotn slak-kans í nokkurn veginn beina stefn-u milli hnúka.“ Voru þeir eina stund á þeirri leið, „oft á harðastökki." Þaðan héldu þeir í landsuðurbotn slakkans. Voru þeir einnig ein-a stund á þeirri Ieið. Var víðast greiðfært, e-n oft var þó yf-ir sandhrannir og jaka- klung-ur að fara. Skammt þaðan var jöklinum tekið að halla til suð- urs. Þetta er aðeins úrdráttur úr umræddri frásögn. Af honu-m virð- ist þó meg-a allmikið ráða um stærð og staðsetningu Kötlugjár. Jón Austmann prestur á Mýrum í Álftav-eri gekk -með þremur öðr- um á jökulinn upp frá Sandfelli 12. ágúst 1823. E'k-ki er fyllilega Ijóst, hve langt þeir fóru. Mér virðast þó meiri líku-r á, að þeir h-aifi gengið á Norðurhnúk, öðru nafni Kötlukolla, en Si-gurjón Rist telur „Austmannsbungu“ um 8 kílómetra í norðvestur þaðan, samanber mynd í Jökli 1967. Mér virðist þó ósennilegt, að þeir hafi farið svo langt. Bæði er hæðarmun ur samkvæmt myndinni aðeins 69 metrar, svo að ólíklegt er, að til- vinnandi sé að ganga svo langt, 8 kílómetra, til þess að ávinna ekki meiri hæðarmun og auk þess væri þá Kötlugjá miklum mu-n umfangs- meiri, en ég get ímyndað mér. Jón Austmann segir: „Leituðum við upp á hæsta fjallstindinn, norð- an til við gjána, - - -.“ „Þaðan va-r víðsýnt ofan yfir gjána, þannig á sig komna. — Hennar upptök eru í slakkanum norðvestanundir og niður með Mýrdalsjökuls hæsta tindi, hvaðan er mjög svo hátt og þverhnýpt ofan í hana sunnan verða. Stærsta sprunga hennar gengur í fyrstu frá suðvestri til norðausturs, en síðan verður stefna hennar aðallega úr gagnstæðri átt, frá suðaustri til norðausturs (sic) og eins (sic) gljúfrin frá gjánni, sem stefna krókótt gegnum fjall- jökulinn til Hafurseyjarfjalls,- - -.“ Hér virðist vera um tvær prent- eða ritvillur að ræða. Bein stefna frá suðaustri til norðausturs er ekki til. Meiningin virðist vera: Síða-n verður stefna sprungunnar eins og stefna gljúfranna gegnum falljöku-linn, f,rá suðaustri til norð- vest-urs. 12Á 'TÍMINN — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.