Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 7
Mitt álit er, a?S ef lína væri dreg- in sunnanhallt við suðvestur frá þeim stað, sem ketilsigin urðu 1955 fast að Suðurhnúk (Háubungu), þá sé Kötlugjá umhverfis þá línu og austur með Suðurhnúk að norðan. Ennfremur er það mitt álit, að frá ketilsigunum eða skammt það- an halli undirlagi jökulsins til suð- vesturs og að þaðan, úr Kötlugjá, sé gljúfur austur með Suðurhnúk að norðan. Þetta byggist á þvi, að hlaup þau, sem glöggar sagnir eru um, virðast hafa brotizt undan skriðjöklinum að vestan og að meg in magni hafi farið fram vestan Hafurseyjar. Hitt, sem fór aust- an Hafurseyjar, virðist hafa verið minna og komið niður ofan á skrið- jöklinum. Vera má, að Kötlugjá sé allvíð- ur dalur og djúpur og að lands- lag undir jöklinum sé ekki ósvip- að og norðan Eyjafjallajökuls, þar sem Krossá rennur í dal sínum Íiilli Þórsmerkur og Goðalands, nda gæti dalur undir Mýrdals- jökli verið þeim mun dýpri og þrengri til austurs sem Norður- Ihnúkur er hærri og nær Suður- hnúk, en Þórsmörk og Þórsmerk- urrani eru í afstöðunni til Eyja- fjallajökuls. Segja má, að nú sé nóg komið eða meira en það af ósönnuðum og misjafnlega sennilegum tilgát- um. Þó er eitt enn. Ef sú tilgáta er rétt, að „staparnir“ frá Kötlu séu „suður í sjó,“ og ef það er rétt, að til þess að mynda þá, hafi þeir fyrst þurft að hlaðast upp und- ir jökllnum, áður en hlaupin færðu þá úr stað, hvað þá um Sólheima- sand? Hvernig er hann til orðinn? Hvar er í Sólheimajökli nógu mikil mótstaða, til þess að slíkur „stapi“ gæti hlaðizt upp og hlaupið fram? Er það fyrr en austur í Kötlugjá, samanber framanskráða tilgátu mína um hvar hún sé. Ég hef áður haldið því fram, að hlaup úr Sólheimajökli kynnu að vera komin úr Kötlugjá (Firjáls þjóð 1954, 21., 28. og 29. tbl.). Sú tilgáta styðst meðal annars við eft irfarandi úr, frásögn Sveins Páls- sonar af Kötlugosinu 1823: „Af áðurnefndum hájökli (Eyjafjalla- jökli) er auðsjáanlegt, að gil eða dalur gengur undir jöklinum, aust an frá Kötlu til suðvesturs, niður fyrir sunnan fjallið Hvítmögu á Sólheimasandi, úr hverju gili ef- laust komið hafa vatns- og eld- hlaup þau öll, sem í annálum nefnd eru úr Sólheimajökli. Og gegnum þetta gil eða dal, sýnir alþekkt, svört aurrönd eftir eða ofan á jökl- inum, þegar mest er þeyjað á sumrum, að Jökulsá hefur sitt rennsli allt austur úr Kötlu, hvað þá er auðvitað komið hafi nýlega nefnt hlaup og eldgos niðurundan, en ekki úr Sólheimajökli.“ Nefnd tilgáta um, að hlaup nið- ur Sólheimasand væru komin úr Kötlugjá, var líka byggð á þvi, að Markús Loftsson telur gos þeim megin úr jöklinum með Kötlugos- um. Markús sagði meðal annars- „Annað gos 934. Þetta gos er talið með Kötlugosum, en af dti Ara presfcs fróða sést, að það kom fram úr jöklinum fyrir vestan Sól- heima, — „Fjórða gos 1243. Árið 1243 kom eldur upp í Mýrdalsjökli, þeim megin sem Sólheimar standa.“ „Fimmta gos 1263. Kom þá enn eldur úr sama jökli vestan við Sól- heima, —.“ Spurningin gæti verið sú, hvers vegna Kötluhlaup hættu að fara niður vestan megin, ef þau þá gerðu það nokkru sinni. Því til sikýringar gat ég þess til á Frj'álsri þjóð 1954, að skriða hefði fallið í Sóliheimagljúfur og stíflað það austur við Kötlugjá. Var það vegna þess, að ég vissi þá ekki neitt, sem mér þótti sennilegra. Stapakenning Guðmundar Kjart- anssonar virðist mér nú hins vegar hafa í sér fólgna miklum mun trú- legri skýringu eða skýringar. Sam- kvæmt henni nær hraun ekki að verða til, meðan vatn kemst að bergkvikunni, heldur myndast þá fyrst bólstraberg og síðan sandur og vikur. Vera má, að þegar og ef Kötluhlaup fóru niður vestan megin, hafi jökullinn hreinsazt burt, nóg til þess að braun næði að renna og að það sé því hraun en ekki skriða, sem stíflað hafi Sólheimagljúfur. Stapakenningin gerir líka aðra skýringu hugsanlega, en hún er sú, að bólstrabergsgúll hafi hlað- izt upp, en hlaup samfara 'því gosi hafi verið svo lítið, að það hafi ekki náð að skola burt gosefnun-

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.