Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 15
Afgreiðslan í gömlu sundlaugunum. ■ 4 rausnarlegt og hafnaði því i fyrstu. En Björn lagði ekki ár- ar í bát. Brátt skrifaði hann Páli annað bréf og lagði nú fastar að honum en fyr,r að þekkjast boðið, og með þvi að vandamenn Páls voru þess hvetjandi, lét hann til leiðast. Sundfaugin, sem nota át.ti við kenns'luna, var ekki álitleg. Hún var ekki annað en stíflaður far- vegur laugalækjarins, nokkuð víkkaður, tuttugu og tveir faðm- ar á lengd og átta eða níu faðmar á breidd. Efst var þessi laug hrægrunn, en við torfgarð- inn, sem hlaðinn hafði verið á lækjarfarveginn, var dýpra, ná- lega mannhæð. Illa var frá öllu gengið, garðurinn slík hráka- smíði, að hann brast stundum, og vatnið ærið gruggugt, þegar farið var að busla í því, því að á botni var leir og leðja og moldarbakkar allt í kring. Eigi að síður tók Páll ótrauður til starfa. Voru skólapiltar uppi- staðan í hópnum, sem hann kenndi, þeirra á meðal Matthías Þórðarson, síðar fornminjavörð- ur, Jónmundur Halldórsson, Gísli Skúlason og Ólafur Briem, sem allir urðu prestar, og Ein- ar Jónasson, síðar sýslumaður. Fór því svo fram, að Páll kenndi þarna hin næstu sumur, enda fékkst ofurlítill, árlegur styrkur úr landsjóði. Nokkrir reykvískir iðnaðar- menn lærðu þarná að sýnda með skólapiltunum, og stöku sjómaður slóst í hópinn, þótt áhugi þeirr- ar stéttar reyndist minni en ýms ir höfðu gert sér vonir um, svo nauðsynlegt sem sjómönnum sýndist vera að geta fleytt sér. Heimili átti Páll austan fjalls öll þessi ár og dvaldist ekki í Reykjavík nema meðan nám- skeiðin voru, þar til árið 1906, að hann fluttist búferlum suður. Var þó synd að segja, að ráða- menn virtu sundkennsluna mik- ils, og hrakaði lauginni frekar en hitt. Nokkrum árum eftir aldamótin var svo komið, að ekki þótti viðhlítandi að kenna í henni og lá kennsla niðri um hríð. Að vísu samþykkti bæjar- stjórnin árið 1904 að hressa laugina við, en menn flýttu sér ckki úr hófi fram, og varð ekki af framkvæmdum að sinni. Uim þessar mundir var ung- TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ mennafélagshreyfingin að nema hér land og fór eldi um hugi ungs fólfcs, þar sem ekki brast boðbera og forystumenn. Kjarni ungmennafélagshugsjón- arinnar var draumur um þjóð- lega reisn og sterkur og fórn- fús vilji til mannbóta og um- bóta. íþróttirnar voru þeim úr- ræði til þesis að stæla menn og efla sjálfvirðingu þeirra, og sundið jafnframt heilsubrunn- ur og naúðsyn. Lárus Rist hafði verið þessi ár við nám erlendis. Hann hafði kennt sund áður en hann fór utan, og í Danmörku lauk hann sundkennaraprófi. Hann kom heim árið 1906 og settist að á Akureyri, þegar ung mennafélagshreyfingin var að ná þar undirtökum. Sumarið 1907 hóf hann að kenna sund á Akureyri, og 6. ágúst um sum- arið synti hann Eyjafjarðarsund sitt, er frægt varð. Sund þetta synti hann meðfram til þess að færa sjómönnum heim sann- inn um það, hve þeim gæti kom- ið að góðu haldi að kunna sund- tökin. Lagðist Lárus til sunds sjóklæddur frá bryggju á Odd- eyrartanga, afklæddist á sund- inu og synti síðan til lands hin- um megin. Sumarið eftir fékk hann unga pilta, sem voru j?ið nám hjá honum, Kristján Þor- gilsson og bræðurna Jóhann og Arngrímur Ólafssyni, til þess að Líf og fjör í lauginni 135

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.