Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 2
BBÉF TIL BJARGAR Fyrr á ármm þótti ekki annað búmannlegt en að eiga veruleg- ar fyrningar heyja, ef út af bæri um árferði. Bændur, sem bjuggu á jörðum, þar sem slægj- ur voru rýrar og torsóttar, klifu þrítugan hamarinn til þess að fullnægja þessu boðorði bú- mannsins. Þeir kusu heldur að láta hey verða mosagróin í fornum desjum en eiga það á hættu, að þeir yrðu uppi- skroppa, þegar á móti blés. Hinir mestu forsjárbændur, eins og Þorkell á Svaðastöðum, Björn á Marðarnúpi og Eiríkur í Bót, söfnuðu fyrningum svo miklum, að meiri voru en hey- fengur þeirra á meðalsumri. Vegna yfirburða fyrninga sinna gátu Jón Skúlason á Söndum og séra Þorgrímur í Hofteigi og aðrir fleiri hlaupið undir bagga, þegar flesta aðra þraut í hinu versta árferði. Nú er heyskapur orðinn margfaldur á við það, er áður var, og allar heyvinnuaðferðir stórbrotnari, enda fer saman miklu meiri bústofn og meiri fóðurþörf handa hverri skepnu. Samtímis þessu hefur það gerzt, að leitun er orðin á bændum, sem fyrna svo mikil hey, að þau nægi handa svo og svo miklum hluta búfénaðarins næsta vetur, (þótt til séu þeir), enda þyrfti gífuriegt hlöðurými til þess að varðveita þvílíkan varasjóð. Munur er ekki lengur nándarnærri eins mikill á vetr- argjöf eftir tíðarfari og áður var, og menn hafa treyst því, að tiilbúinn áburður tryggði sprett una og mikilvirkar vinnuvélar og súgþurrkun skákuðu óþurrk- umum, þegar við þá væri að etjja. Á síðustu árum hefur þó dul- arfullt kal skotið kjamanum ref fyrir rass, og sýnt er, að tæknin hefur að minnsta kosti ekki enn í fullu tré við votviðr- in, þegar þau eru Ihvað þrálát- ust. Þar á ofan mun nú sannast, að þeir aðflutningar á heyi og fóðurbæti, sem þó eru fram- kvæmanlegar samgangnanna vegna, að vísu ofurdýrir, munu ekki til hröíkkva. Mikil bú- stofnsskerðing er óumflýjanleg, og þó máski sums staðar teflt framar á hlunn um ásetningu en öruggt sé. Fyrir nálega tvö hundruð ár- um reifaði Stefán amtmaður Þórarinsson nýja hugmynd í ritgerð í Lærdómslistafélagsrit- unum: Heyforðabúr. Fram- kvæmd þeirrar hugmyndar hefði verið örðug þá, þótt reynd hefði verið. Nú væri ekki neitt þrekvirki að koma upp hey- forðabúrum, og vafalaust vœri það ódýrari og hagfelldari og þó enn frekar öruggari aðferð en það viðbúnaðarleysi, sem reynt er svo að bæta úr með skyndibjálp, þegar í óefni er komið. Reynslan hefur sýnt, að sanda og mela marga má rækta með skjótum hætti og tiltölulega hóflegum toostnaði, og víða eru Mka víðlendi, myldnir móar, sem fljótt má koma í gagnið. Slík svæði ættu sýslufélög að kaupa, eða ríkið sjólft, ef með þyrfti eða hentara væri, og reisa við þá járngrindahús, sem yrðu heyforðabúr heilla hér- aða. Hér þyrfti auðvitað mikið tii, því að tugþúsundir hest- burða af heyi þarf tii trygging- ar farsælli afkomu, hvernig sem veltist. Þó fer ekki milli mála, að það yrði ríkinu kostn- aðarminna að leggja fram fé í þessu skyni, heldur en sú neyð- arhjálp, er það verður ella að leggja fram, og bændum lands- ins miklu heilladrýgra. í sæmilegu árferði ætti að vera vélakostur og mannafli í sveitunum sjálfum til heyskap- ar á þessum nýlendum, þar eð þá er heyja heima á býlunum yfirleitt aflað á tiltölulega stutt- um tíma. Fyrir þá vinnu fengi hver og einn það kaup, sem tíðkast, og þegar til þyrfti að taka, yrði heyið selt á kostnað- arverði. Þegar heyforðabúrin væru orðin full, væru hinar sameig- inlegu lendur annað tveggja leigðar einstaklingum til slægna, til dæmis hestaeigend- um í kaupstöðum eða látnar liggja í tröð og notaðar til beit- ar. Þannig mætti kannski létta sums staðar að einhverju leyti af heimatúnum manna þeirri áníðslu, er hlýzt af fjárbeit á vorin. Við vitum, að geigvænleg óþurrkasumur koma alltaf ann- að veifið. Svo hefur ætíð verið, og svo mun ávallt verða. Veður- stofan getur svarað því skýlaust, hve tíð slík sumur eru í þessum eða hinum landshlutanum. Þau þurfa þó ékki að valda slíku ttjóni sem nú verður. Vörnum má koma við með skipulagi og fyrirhyggju. Til þess höfum við samtök, alit frá hinum smæstu Framhald á 814 síðu. HEYRT MEÐ OÐRU EY.RANU í Austur-Þýzkalandi er mikil sykurrófnarækt, og að sjálfsögðu eru þá einnig sykurverksmiðjum í þeim héruðum, þar sem rófnaræktin er stunduð. Líkt er á komið með sykurverksmiðj- umar austur-þýzku og síldarverksmiðjumar okkar: V,ið höfum einungis verkefni handa síldarverksmiðjunum tiltölulega stutt- tíma, þegar að landi berst bræðslusíld eða annar fiskur, sem nytjaður er á viðlíka hátt, og þurrkarnir í sykurverksmiðjunum hafa ekki verkefnum að gegna í þágu sykurgerðarinnar nema um uppskeruttmann eða rétt rúmlega það. Þeir eru þó ekki látnir standa ónotaðir alla aðra tíma árs. Austur-Þjóðverjar nota þá líka við hraðþurrkun heys og grænfóðurs af sáð- löndum handa búpeningi á samyrkjubúum sínum. 794 T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.