Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 18
TitilsíSa Steinsbiblíu, sem prentuS var á Hólum 1728. ur, 8 ára, og varð faðir Sigurlinu á Æsustöðum í Eyjafirði, þeirrar miætu konu. Þarna var þá biblían margum- rædda óvefengjanlega komin í leit irnar, eftir að vera búin að ferð- ast til Danmerkur, vera þar í eigu háttsetts manns, sem sendi hana forseta íslands að gjöf og hafnaði, fyrir hans velvilja, í Bessastaða kirkju. En það hefur gefendunum áreiðanlega ekki komið til hugar, að ætti fyrir þessari bók að liggja, en verður að teljast skemmtileg ráðstöfun forsjónarinnar. 7. september 1921 vísiterar séra Geir Sæmundsson vígslubiskup á Akureyri Miklagarðskirkju í síð- asta sinn. Þar er kirkjunni lýst þannig, að „ómessandi sé í henni fyrir súg og kulda á vetrum og yf- irleitt á öllum tímum árs, ef nokk- uð er að veðri“. Hafði sóknarnefndin þá að und- anförnu látið skjal ganga milli sóknarbarnanna til þess að vita, hvort þau vildu láta leggja kirkj una niður, og voru þrír fjórðu hlut ar safnaðarins meðmæltir, að svo yrði gert, og sóknin sameinuð Saurbæjarsókn. Séra Geir telur þá upp eignir kirkjunnar: Altaristöflu, Ijósa- hjálm, ljósastjaka, harmoníum, kirkjuklukkur, kaleik og patínu úr silfri, altarisklæði og dúk, þrjú minningarspjöld f umgerðum, predikunarstól og fleira. f vísitasíu í Saurbæjarkirkju 1924 segir: „Yfirleitt hefur sókn- arnefnd Saurbæjarkirikju veitt við töku öhum munurn úr Miklagarðs kirkju, sem taldir voru upp í vísi- tasíu 7. september 1921“. Predikunarstóllinn var settur í Saurbæjarkirkju. talinn „mikið snotur, í stað þess fornfálega, er var áður þar“. Nú er þá sögu að segja af þessum predikunarstóli, að árið 1959, við endurbyggingu kiikjunnar, var hann fjarlægður og annar settur í hans stað. Sá stóll hafði áður verið Þöngla- bakkakirkju í Þorgeirsfirði og taldi þáverandi fornminjavörður, að stíl hans hœfði Saurbæjar- kirkju betur en hinn fyrrverandi. (Hluti af gamla predikunarstóin um er þó enn í kirkjunni og not- aður sem fótur undir sk'rnar flonti). Ekkert var vitað, hvað orð- ið hefði af altaristöflunni. Var mér bent á að hafa tal af frú Aðal björgu Sigurðardóttur í Reykjavík en hún fæddist sem kunnugt er í Miklagarði, ólst þar upp og dvald- ist þar, þangað til hún fór í Keirn- araskólann. Gerði ég þetta og fékk ágætar upplýsingar, eins og vænta miátti, og fara þær hér á eftir: „Eitt sinn, er ég var stödd í Hveragerði, var mér boðið til kaffi- drykkju af þeim hjónum, Ragnari Ásgeirssyni og konu hans, sem voru búsett þar. Þegar ég kom inn í stofuna í íbúð þeirra, sá ég alt- aristöflu hanga á veggnum, beint é móti mér. Ég stanzaði við og varð starsýnt á töfluna, hún verk aði eitthvað undarlega á mig. Ég varð utan við mig, starði án afláts, og mér fannst einhverjir undarleg- ir straumar liggja frá henni og gagntafca mig alla. Loks gat ég stunið upp: Hvernig stendur á þvi, að þessi altaristafla minnir mig svo mikið á altaristöfluna i Mikla garðskirfcju í Eyjafirði? Ragnar svaraði, að það væri ekfci svo und- arlegt, því að þetta væri einmitt hún. Sagði hann, að hann hefði fengið hana norður á Akureyri, þar sem illa hefði farið um hana, verið geymd með alls konar rusli, og hefði hann bjargað henni frá skemmdum. Ég varð auðvitað undrandi. Ég átti sannarlega ekki von á því, að altaristaflan úr Mikla garðskirkju væri komin suður á land. Ég var fermd fyrir framan þessa 910 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.