Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 10
því að móðir, sem kæmi með barn sitt í vinnuna, væri tafarlsi'jst rek in. Ríka fólkið vill ekki vita af þess um skitugu gríslingum í námunda við sig. Og þó að feðurnir séu at vinnulausir, þá er ek'ki á vísan að róa, þar sem þeir kunna að vera að leita sér vinnu. En þeir geta líka verið ölvaðir, og ekkert er lik legra en þeir rangli burt, þegar tií lengdar lætur, reyni að forða sér úr þessu víti. En þeir eiga ekki neinar útgöngudyr, heildur drafna aðeins niður í eymd sinni á ein hverjum nýjum stað. Meðal þess, sem líknarfélagið Emaus leitast við að gera, er að hjálpa sjú'kuim og koma upp dag heimili barna. Það fær hjálp frá öðrum löndum, og meðal þeirra, sem starfa á vegum þess, eru sænskar stúlkur. Sænsk stúlka, Anna Karin Karlsson, læknanemi frá Solna, skrifaði dagbók eina viku meðal þessa fólks. Hún var á þessa leið: Sunnudagur. Sunnudagur í Ghorrillos, fimmtán stiga hiti, mik illl raki í lofti. Holóttar sandgötur mora af krökkum m.eð hor í nef inu. Fuliir karlar sofa undir kofa veggjunum milli hunda og sorp hauga. Alls staðar liggja hunds hræ, þvi að nú er verið að útrýma flökkuhundum. Hér er yfirleitt mergð af hundum, mögrum og sjúkum, því að það er eina úrræði fólks að láta grimima hunda verja eigur sínar. Öllu er stolið: Matar leifum, fjalastúfum og tuskudrusl um. Yfir þvotti, sem hengdur er til þerris, verður að standa. Skilji maður eftir reiðhjól, verður mað ur að fara á sölutorgið til að fá það aftur. En þar verður að kaupa hvern tein og hverja skrúfu fyrir sig. Á torginu ægir öllu saman á sunnudögum. Þar er sterkur þef ur af kryddi og reykelsi, og þar er súpan soðin á hlóðum. Slöngu fjemjara.r sélja töfraHiyif, litlar kerlingar sápu, og eru sjálfar svo skítugar, að það er ekki litarmun- ur á þeim og jörðinni. Og svo eru seld hænsni, tómatar, grammófón plötur og bambusflautur. Ég skipti um bleyju á barni, sem við sitjum uppi með. Móðirin er í sjúkraíbúsi, komin á annan imánúð og hefur fengið blæðingar. því að hún reyndi að eyða fóstr inu. Fjögur bövn, sem hún á, eru ein síns liðs 1 litlu fjalaskýli hér uppi í sandlbrekkunvri. Fá þau nokkurn mat \ dag? Það voru ekki til neinar bleyjnr á krakkann, en ég leitaði uppi tóman poka, nota hann — kornpoka frá Bandaríkj unurn (Alianza para el Progreso). Kornið var sent hungruðu fólki að gjöf fyrir fáum árum. Eitthvað af því komst til skila, en annað seidu starfsmenn stjórnarinnar á svört um markaði. Pokunum var hlaðið saman á torginu í Cuzcó, og þá hópuðust þar að hungraðir Indíán ar. Þeirn fjölgaði stöðugt, og sein ast kom upp ókyrrð, svo að her- mennirnir fengu tækifæri til þess að skjóta á þá. Barnið er með niðurgang, og svo er það orma veikt. Mánudagur. Fæðingarheimiíi í Lima. Sæki konuna, blæðingin að mestu hætt. Henni hefur ekki tek izt að tortíma fóstrinu. Þarna er salur, fimmtíu rúm, og í flestum rúmunum eru tvær til þrjár kon ur. Um það bil hundrað börn fæðasf hvern sólarhring á beddum í göngunum. Þegar bonan hefur fætt, er hún látin staulast inn í salinn, þar sem hún fær að leggj ast í eitthvert rúmanna hjá staH systur, er sætt hefur söm með ferð. Engin lyf eru til, varla sára bindi, en þegar læknirinn gengur í gegn, útbýtir hann lyfseðlum. Hafi sænguikonurnar þrek og pen inga til þess, geta þær farið í lyfja búð og keypt það, sem hann telur þær þurfa. Við göngum langa leið að við- bomustað strætisvagnsins, og mér sýnist viðbúið, að hún hnigi niður á hverri stundu. En við verðum að bomast þetta með sem- allra. ódýr ustum hætti, því að annars yrði hún ekki mönnuim sinnandi næstu daga vegna kostnaðarins. Og nú verður hún að fara í vistina, dag langa þvotta í Barrancó, mánaðar launin þúsund krónur — hafi það þá ekki þegar tekið einhverja aðra í hennar stað. Faðir síðasta barns ins lá söfiandi í fjalaskýlinu, hafði rrsynt að verða sér úti um vinnu, en alls staðar fengið afsvar. Það þýðir ekki að spyrja um vinnu handa öðrum en konum, sem taka til, þvo þvotta, vinna húsverk. Og saimkeppnin þar er hörð. Herþota flýgur með ógurlegum drunum lágt yfir kofaþyrpingarn ar, börnin gráta og gamlar konur heykija sig niður. Karlarnir tyggja án þess að Hta upp, græn kóka slefan velur út úr þeim. Stjórnin í Perú hefur keypt fimmtán her þotur í Frakklandi, og það eru lit myndir í blöðunum á hverjum degi. Ég skipti orðum við her menn, sem stóðu á götuhorni. Þeir töluðu um ógnanir Ekvadormanna og svo hafði Chile lagt undir sig saltpétursauðnirnar árið 1884. En enginn minntist á uppreisn fjalla bændanna fyrir fjórum árum — yfir þá var hellt bensínhlaups- sprengjum. Sjónarvottar voru full trúar lands frelsisins í norðri — sérfróðir menn um meðhöndlun á skæruliðum — grænkollar. Þriðjudagur. Tuttugu sjúkiing ar komnir að leita hjálpar. Ung- börn með niðurgang og lungna bólgu í blautum og skítugurn lepp um. Sandur í hverri tusfcu. Ný fætt barn, átta merkur að þyngd, er með blöðrur um allan kropp- inn. Penisillínsprauta. Dós af nið ursoðinni mjólk. En hún er dýr, og hin börnin sjö fá lífclega ekki mikinn mat í bráð. Karlinn með kýlin, sem við sendum í sjúkrahús, er kominn aftur með lyfseðil, skrif aðan á snifsi, sem rifið hefur ver ið af dagblaði. Ég leitaði og íann eitthvað svipað í lyfjaskápnum frá Karitas í Bandaríkjunum. En þar var aHt á tvist og bast — allt i einum graut, þúsund ólík lyf. Þann ig eru flutníngarnir hingað, þeir bunna ekki að meðhöndla annað en fiskimjöl. Fimmtíu og fimm soi- ur eru í peningakassanum, níutiu brónur, og nægir fyrir lyfjum handa þrettán ára stúlku, sem er nýbúin að fá berkla. Lögin segja reyndar, að hún eigi að fá læknis hijálp ókeypis. Hún er hjá foreldr- um sínum og systkinum, og hún deilir ábreiðu með tveim öðrum. Tv'ö lítil börn eru með gulu, bæði föl og tekin. Þau fá fjörefni frá Svíþjóð (það má tyggja þetta, og bragðið er líkt og af karameil um). Fólk hefur brennt sig til óbóta, og við rífum sundur rúmhs til þess að binda um sárin, Þetta er móðir með tvö börn — olíuvél valt í kofa hennar, þær eru alltaí látn- ar standa á gólfinu. Og svo er barn, sem fengið hef ur heilahristing. Telpan er búin að velta svo oft fram úr. Þar hefur fimrn manns ekki nema eitt rúm. Kannski hefur líka einhver barið hana svona hrottalega. Hugis uðirnir í Evrópu ímynda sér bylt- inguna, þegar þrengingar eru orðn ar úþolandi — kannski verður það bylting fólks með skaddaðan heila, og forystan í höndum þeirra, sem 802 TtlDINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.