Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 7
sonur Þonbjörns Jónssonar á Hirassaihrauni, fann hinn 4. e'ða 5. janúanmánaðar tvennar buxur und ir kletti nærri vegi í Afstapa hrauni. Voru þar í nokkur færi og ýmislegt dót í vösuim. Hvassa- hraunisimenn þóttust vita, að þetía væri það, sem Jón dúkur hafði týnt. Varla fer hjá því, að þeir hafi einnig verið búnir að frétta ránið i Stapatooti, svo að auðvelt hlýtur að hafa verið að leggja þar sam- an fcwo og tvo. En undarlega fijótt hafði Jón dútour spurnir af þessum fundi, svo að Skilaboð hljóta að hafa bor- izt. Á þrettándadagsmorgun var hann þegar kominn á stúfana til þess að fá mann til þess að sækja pjönfeurnar á laun suður að Hvassa hrauni, því að sjálfur vildi hann ekki fara þá ferð. Kom hann í StoáJhioItstoot, þar sem þá bjuggu Halldór tómthúsmaður Þorgríms- eon og Sesselja Jónsdóttir, kona hans. Var í fyJgd með honum Þor- geir nokfeur Magnússon í Stöðla- koti, sem Dúkur hafði áður beðið að fara þessa ferð, en hugðist leysa sig undan henni með því að útvega annan í sinn stað. Þar á undan hafði Dúkur beðið Einar Valdason á Arnaihóli að fara fyr ir sig suður að Hvassahrauni, en ekki orðið ágengt. Þorgeir gerði boð fyrir Halldór, því að úti væri maður, sem vildi hafa tal af honum. Þegar Halldór kom út, bað Dúkur hann þess í áheyrn Þorgeirs að sækja buxurn- ar og færin að Hvassahrauni og láta það etoki fara hátt. Halldór virðist hafa dregizt á þetta, en þó fórst það fyrir, ef tii vill vegna þess, að Sesselju, sem vissi um þessa bón, stóð stuggur af ferð- inni. Var þá fenginn til fjórði mað- ur, Helgi Eyjólfsson. Lét Haildór hann fá skæði til ferðarinnar, en Dúkur hét honum einum ríkisdal, ef hann hefði fram erindi sitt. Þeg ar Helgi ko'm að Hvassahrauni, vildi Þorbjörn bóndi þó ekfei láta pjönkurnar af hendi og sagði þetta mundu ófrjálst vera. Varð Helgi þvi að fara tómhentur heim og verða af kaupi sínu. Þetta þótti Jónunum ekki gott, en samt létu þeir það ekki aftra því, að þeir seldu það af þýfinu, sem til Reykjavíkur hafði komizt. Dúkur seldi Jóni Jónssyni í Gunn- laugshúsi grænan brjóstdúk og baúð Guðnýju nokkurri Jónsdótt- ur færi, en bún sagði undir eins annarri konu, því að allir virðast hafa vitað, hvers konar varnir.g var verið að bjóða. Þórálfur Bjarna son keypti bláa peysu af Jóni Ey- vindssyni' fyrir einn ríkisdal og setti hana strax í pant hjá Jóni kaupmanni Guðmundssyni fyrir sömu fjárhœð, hvað sem dregið hefur hann til þeirra viðskipta. Sesselja í Skáliholtskoti fór á fupd HHaðgerðar og barmaði sér við hana ytfir þvi, að hún Krist- björg litla væri svuntulítil, en Hlaðgerður hét þvi að aðgæta, hvort hún ætti ekki pjötlu í svuntu. Litlu síðar færði Jón Eyvindsson Sesselju blátt klæði í svuntu frá toonu sinni, en sJítou klæði hafði einmitt verið stolið í Stapakoti. Gerðu þá suniir sér að leik að spyrja barnið, bvaðan það heíði fengið þessa svuntu, eú það sagði, að hann Jón sinn Eyvindsson hefði gefið sér hana. Seinna fékk þó Sesselja eftirþanka, því að hún sagði við Hlaðgerði: „Guð fyrirgefi þér, Hlaðgerður, ef svuntupjatlan sú í vetur er ei frjáls.“ En Hlaðgerður svaraði: „Þar er mér að mæta.“ Þegar rannsókn var hafin út af Stapakotsmálinu, fullyrti Hlaðgerð ur, að þessi pjatla hefði verið úr svuntu, sem móðir hennar hafði gefið henni, þegar hún var fjór tán vetra, og kann það auðvitað að hafa verið satt. Þeir Dúkur og Jón Eyvindsson höfðu nú sagt tíu eða tódf mönn- um, að þeir hefðu rænt í Stapa- tooti, eða að minnsta kosti látið þá Skilja það á sér. Það hlaut því að vera komið í almæli, enda gerðust nú þeir smeykir um sig. Jón Ey vindsson skrifaði Jóni í Sogni tvö bréf, væntanlega til þess að biðja hann að láta sem hann hefði aust- ur komið um nýársleytið. En nú fóru yfirvöldin lika að rumska. Jón í Sogni bar á móti, að Jón Ey- vindsson hefði austur toomið. Finne landfógeti yfirheyrði þá fé laga fyrst. Jón Eyvindsson hélt því fram, að hann hefði úti legið all- an tímann, sem hann var að heim- an, og ekki komið til bæja, en vildi með engu móti kannast við það, að hann hefði átt þátt í ráninu í Stapakoti. Aðrar buxur þær, sem fundizt höfðu í Afstapahrauni, gæti hann að vísu átt, en þær hefði hann lánað Dúks-Jóni í Krýsuvík- urferð. Dúkur fór einnig undan í flæmingi og reyndi að víkja sök- um af sér. Heima í Hlíðarhúsum sagði Jón Eyvindsson: „Nú á að fara að hengja mig. Ég var kallaður heim til landfó getans og Jón Jónsson og þar examíneraður um ferð mína, en ég var staffírugur á móti, því aö ég fór austur." Jafnframt sagði hann, að Dúk- ur vildi tooma sér í bölvun. Var því sýnt, að gamanið færi að kárna og vinátta þeirra félaganna að fcólna. Þegar Sigurður Pétursson sý=lu- maður hóf rannsókn í máli þejrra - nafna, Jóns dúks og Jóns Zyvinds- sonar, spann Dútour upp langa lygasögu. Honum sagðist svo frá, að hann hefði ætlað að heimsækja barn sitt, sem hann vissi þó ekki, hvort heídur var í Grindavik eða Krýsuvík, og með því að hann hefði einhvers staðar heyrt, að Jón Eyvindsson ætlaði austur yfir fjall, hefði hann sammælzt við hann. Þeir hefðu síðan orðið sam ferða að Garðaseli, en þeg3r þang- að var komið, hefði Jón tekið upp hiálfspottsflösku af brenmvíni. Þetta kvað Dúkur þá báða hafa drukkið og síðan haldið áfram ferðinni. Lézt hann þá hafa ver- ið svo drutokinn, að hann vissi ógerla, hvert stefnt var. Þegar á daginn leið, dró Jón Eyvindsson enn upp pela. Þá þótt- ist Dúkur hafa orðað það við nafna sinn, hvort etoki myndi ráðlegast að leita til sjávar. Efcki hermdi hann, hvaða svör hann hefði feng- ið við þessu, en um síðir hefðu þeir þó komið á gras og götu og rekizt þar á tóftir. Jón dúkur spurði förunaut sinn, hvert þeir væru komnir, en hann tovaðst meina þetta sel frá Grindavík. Gengu þeir enn lengi, en settust síðan niður. Ánýjaði Dúkur, hvort Jón kannaðist við sig, en hann hélt, að þeir væru við Drykkjar- stein svonefndan. Vildi Dúkur þá vita, hvort skemmra myndi til bæja að austan eða vesfan. Því hefði Jón ekki svarað, en sagt, að efcki myndi langt til Njarðvík ur. Dúkur treysti sér þó etoki t:l þess að ganga lengra, svo að hann bað nafna sinn að lofa sér að leggj- ast fyrir. Við því varð hann eftir ítrekaða bón. Þessu næst þóttist Jón dúkur muna það, að Jón Eyvindsson T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 799

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.