Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 8
Aðalstræti á fyrri tíð: Reykjavíkurlífið í augum Gaimards og förunauta hans. hefði vaíkið sig. Hafði hann þá haldið á áttstrendri krystaísflösku og sagt: „Skulumi við ei hafa neitt fyrir ferð okkar?“ „Hvað sérð þú til bezta?“ stundi Dúkur og vildi ekki rísa upp. „Það er hérna til,“ svaraði Jón Eyvindsson. „Þú ræður, hvað þú gerir,“ uml aði Dúkur .„En hvar erum við?“ Jón Eyvindsson sagði þá vera hjá Stapakoti. Jón dúkur kvaðst þá hafa látið uppi, að hann vildi fara að Hákoti og taka sér þar gistingu. „Þá höfum við ekkert fyrir ferð- ina,“ sagði Jón Eyvindsson. „Viltu k-oma írneð mér og vita. hvað okk ur áskotnast í Stapakoti?" „Ég þori ei að fylgja þér, því þar er margt manna fyrir, en ég er orðinn lúinn, og hundar kunna að gelta,“ sagði Dúkur. „Vert þú hér kyrr, en heyrir þú mig hljóða, kom þú þá,“ sagði Jón Eyvindsson. Með það fór Jón Eyvindsson og var lengi í burtu. Loks tók Dúki að leiðast biðin, og fór að leita nafna sins. Stumraði hann til bæjar, og urðu þá á vegi hans þrjár kistur á skemmuhlaði, sem til sjávar horfði. Sjálfur var Jón Eyvindsson að bisa við kistu inni í skemmunni. Hann kallaði til Dúks, er hann varð var: „Viltu ei, þinn djöful, taka und- ir endann á henni?“ öúkur lét sem sér hefði orðið skapbi'átt við frýjuorðin, tekið und ir ki'stulo'kið og kippt kistunni út tt stéttina. Hefði hann síðan beðið nafna sinn að lofa sér í burt í guðs nafni, svo að hann vaeri ei viðstadd ur s#lfan stuldinn. Þá spurði Jóa Eyvindsson hann, hvort hann hefði skitið hjartanu. Hljóp Dúfcur við það niður í opna sjóbúð með brennivínsflöskuna, sem Jón £y- vind'sson hafði vakið hann með, og gekk þar um gólf, unz nafni hans kom í dyrnar og spurði: „Er Dúkur enn hræddur?“ Dúkur brosti við og svaraði: „Ert þú kominn?“ Síðan gekk hann út, og fóru þeir þá báðir af stað brott. Jón Eyvinds son sagði honum að bera eitthvað fyrir sig, og þóttist Dúkur ekki hafa skorazt undan þvi. „Skrattinn vorkenni þér,“ sagði Jón Eyvindsson. Þegar Dúkur spurði nafna sinn, hvort hann hefði stolið því úr kist- unum, er hann liafði fengið hon- um, glotti hinn við tönn. „Það skiptir þig engu,“ sagði hann. „Þú þorðir þar efcki að.“ Felldu þeir svo talið. Þeir félagar voru staddir á miðri Strandarheiði, er dagur rann. Bað Dúkur þá skrattann fylgja nafna sínum, fór úr buxum sínum og lét þýfið í þær. Arkaði hann síðan á undan, unz hann ko.m á hraunið fyrir ofan kúagerði. Þar iagði hann af sér baggann og gekk þarf inda sinna. Sagðist hann þá hafa séð tvo menn koma og gengið lengra norður 1 hraunið, en snúið siðan við til þess að leita að pjönk- um sínum, er þeir voru komnir hjá .Hann fann þær þó ekki, og þarna gekk Jón Eyvindsson fram á hann. Sagði Dúkur, að þá hefði Jón Eyvindsson beðið hann að íáta engan vita, að hann ætti þa5, sem í buxunum var. Skildu þeir svo aft ur þarna í hrauninu, og sáust ekki aftur fyrr en eftir nýár. Þá sagði Dúkur, að Jón Eyvindisson hefði skipað sér að senda eftir buxun- um og þýfinu. Þessi saga ber vitni um allfjör- uga frásagnargáfu Jóns dúks, þvi að fulyrða má, að tæpast sé eitt orð satt í sögu hans. Hann var sjálf ur hvatamaður að ráninu, og þ’eir nafnar fóru ferðina beinlinis í þvi skyni að ræna peningum í Stapa koti. Yfii'völdin trúðu honum Hka mátulega vel, og frá þessari sögu varð Jón seinna að falla. Aidrei meðgefck hann þó tii hlítar þátt sinn í þessari hóðulegu ránsfcrð. Hann reyndi alltaf að koma því á Jón Eyvindsson, að hann hefði ver- ið frumfcvöðullinn. En það stoðaði hann lítið. Þeir nafnar voru báðir dæmdir í ævilanga hegningarvist í Kaupimannalhöfn og sefct beggja lögð að jöfnu. Þessi dómur var þó mildaður, Þeir félagar voru noifckur misseri í fangahúsinu í Reykjavík, en síðan var þeian sleppt. Meðan Jóji Ey- vindsson var í haidi, virðist Hlað- gerður, kona hans, hafa tekið sam an við Einar Valdason frá Arnar- hóli, sem átti aldraða konu. Á náð1- ir þeirra leitaði Jón urn skeið, cn engar urðu samvistir þeirra hjóna upp frá þessu. Jón dúkur sneri heiim í Litla Landakot til konu sinnar, Kristm- ar, er hann losnaði úr fangahús- inu. En hún var heilsutæp og varð skammilf. Byggði Jón svo nokkru síðar Dúksifcot, er lengi stóð við Vesturgötu neðarlega. Hélt nafn tootsins lengi við minningu hans, enda fór líka ýmsum sögum aí til tektum hans, fleiri en Stapakots- ráni. En hins er líka skylt að geta, að niðjar Jóns dúks, sem varð mað ur kynsæll, reyndust margir kjarnafólk og góðir þegnar, er ekki stóðu að baki öðrum gegnum Reyfcvíkingum. 800 ftMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.