Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 14
um sér, jafna sig og komast út úr fyrra umhverfi. Við sátum á pallinum fyrir framan húsið mitt og ræddumst við. í>á spyr hann mig einmitt svipaðrar spurningar: Ef til er aðeins einn guð, hvers vegna hafa menn svona ólíkar hug myndir um hann? Ég skal segja þér hverju ég svaraði honum. Ég veit ekki hvort svarið fullnægði honum, né hvort það fulinægir þér. En ég benti honum út fyrir sléttuna og sagði: Fyrir hálfum öðrum mannsaldri voru hér engir hvítir menn. Hér riðu um Indíána- flokkar. Þetta eru sömu slétturn ar, sem bílarnir okkar aka ura. Sjálfsagt hafa hugmyndir Indíán anna um þessa jörð verið allt aðr- ar en hugmyndir okkar. Veruleik inn er með öðrum orðum sá sami, en túlikun kynslóðanna og einstak linganna á honum mismunandi — Þetta gildir líka í vísindun- um — er ekki svo? — Jú, vissulega. Það hefur mér fundizt veila í hugsunarhætti manna og sárnað, að skipti guð fræðingarnir um skoðun á ein- hverju, sem kirkjan hefur haldið fram, þá er sagt: Þarna fór kirkj an enn einu sinni halloka. Ef raun vísindamenn afsanna hins vegar kenningar, sem raunvísindin hafa byggt á, er sagt: Sjáið, enn einn sigur raunvísindanna. Þú skilur, hvað ég á við. Aðstaðan er hin sama. Hugsun mannsins á aldrei að standa í stað og getur aldrei gert það. Einangrun guðfræðinnar stafar af því, að menn hafa vanizt því að ganga ekki út frá neinu sem raunverulegu, nema hægt væri að sanna það raunvísinda ' lega. Nú, þá verðum við að gera okik ur ljóst, hvað við eigum við með vísindalegri hugsun. Vísindaleg hugsun, og þá líka raunvismdaleg, er fyrst og fremst að safna reynslu og draga af henni rökréttar álykt anir. Loks eru gerðar tilraunii til staðfestingar eða afsönnunar, að svo mikLu leyti sem kleift er. Raun vísindamaðurinn byggir á ákveð inni trú, oft án þess að vita af því. Hann verður að byggja á þvi, að lögmál tilverunnar séu söm við sig og tilveran ein heild. Hans starf er fólgið í því að tengja sam- an þræðirvi, að svo miklu leyti, sem hann getur, með sínum aðferð- um. En það er tæplega hægt að segja, að ebkert sé raunveruiegt, nema það sé sannað með þessuim hætti. Það væri svipað að fara með net út í Faxaflóa og segja, að ekkert sé til í sjónum nema það, sem næst með þessari eða hinni möskvastærðinni. — Er trúin ekki ímyndun? — Við skulum taka einfalt dæmi. Ég hef hér hljóðfæri. Ef ég legg nótnahefti á það og spila lag, þá berast hljóðbylgjur að eyrum þínuim. Það er hægt að komast að ýrnsu um þennan verknað með raunvísindaleguim aðferðum. Það er hægt að rannsaka hiljóðfærið, nóturnar og hljóðbylgjurnar og finna hvaða lögmálum þau hlit.a. En þetta er ekki nóg. í greinar gerð um þetta miyndi samt vanta mikilvæg atriði. Músíkalskur mað- ur finnur heildarblæ lagsins. Hann skynjar það sem heild, þótt hann heyri ekki hvern tón, hann fyUir sjálfur í eyðurnar, eins og í mæltu máli. Hann leggur með öðrum orð um eitthvað af sjálfum sér í lag- ið. Hann skynjar einnig eitthvað af hughrifum tónsmiðsins, þegar hann samdi lagið. Þetta verður ekki rannsakað raunvísindalega. Hér grípur örnur skynjun inn í. Hinn trúaði maður, hvort sem hann er heiðingi, kristinn eða Múhameðstrúar, skynjar anda tii verunnar í heild, eins og músík alskur maður skynjar anda tón- smiðsins í laginu. — Hvað aðskilur kristna menn frá öðrum? — Þeir eru ekki endilega trú aðri en aðrir, heldur Skynja þeir þetta gegn um orð og athafnir eins ákveðins manns, Jesú frá Nazaret. Allt, sem kirkjan gerir. er til þess að koma áhrifum haus til fólksins. Þar er presturinn aðeins tengiliður, eins og hljóðfæraleikar- inn í dæminu, sem ég nefndi áð an, og þó að margar nótur hafi verið slegnar falskar, hafa þau samt náð til hjartnanna. — Er guðfræðiþekking hagnj’t? — Nú er mikið talað um hag nýtt gildi hluta. Guðfræðiþekking in er hagnýt, því að hún eykur skilninginn. Hún kemur í veg fyr ir fordóma og árekstra, stríð. Það er Hfsins ómögulegt að ski’.ja venjulega heimsatburði án þekk ingar á trúarbrögðum. Tökum á- tökin í Norðurírlandi sem dæmi. Við skitjum ekkert í þeim, nema við höfum einhverja þekkingu á því, sem þar er að gerast og hef- ur gerzt í trúarlegum efnum. Það er nauðsynlegt fyrir nútima mann að geta gert sér grein fyrir þvtí, hvað er sérstætt og hvað sam- eiginlegt í ýmsum trúarbrögðum. Heimurinn er nú dálítið svipaður því, sem var í kringum Miðjarð arhafið á, dögum frumkirkjunnar. Þar bjó saman fjöldi þjóða og þjóðarhrota með mismunandi trú- arbrögð. Við búurn eiginlega í einu plássi. Við þurfum aðeins að skrúfa frá útvarpinu til þess að heyra boðskap frá Múhameðstrú anmönnum austan úr Asiu, ef við á annað borð skiljum málið. — Skiptir nokkru meginim'áli, hvort Jesús hefur verið til? Eru ekki kenningarnar og siðfræðin aðalatriðið? — Það verður að vera verkefni guðfræðinnar og jafnvel hvers ein- staklings að meta gildi hins sagn fræðilega í opinberuninni. Hann verður að gera það upp við sam- vizlku sína. En þá verður hann að hafa þá þebkingu, sem unnt er að veita honum. í Þýzikalandi hafa benningar Rúdólfs Bultmanns, að saga Krists skipti litlu máli, náð miklum vinsældum. Kenningar Bultmanns voru á þá leið, að í Nýja testamentinu sé boðskapur frumkirkjunnar. Það, sem hafi gildi fyrir hvern mann, sé að taka afstöðu til þess boðskapar. Atburð irnir hafi raunverulega ekki gerzt í Gyðingalandi fyrir tvö þúsund ár- um, heldur séu þeir að gerast innra með manninum, þegar hann mætir boðskapnum. Ég get ekki fallizt á þetta. Mér finnst'þetta nefnilega verka öfugt við það, sem Bultmann segir, því að þá er Kristur ekki orðinn neitt annað en goðsögn. Skilurðu hvað ég á við? — Nei. — Við skulum þá gera þetta ein faldara. Ef við gerum ráð fyrir, að saga Krists sé goðsögn, þá er hann elkki persóna nema í goðsögninni. — Skiptir það imáli? — Að sumu leyti skiptir það en,gu máli. Jólasveinninn hefur sína þýðingu fyrir lítil börn, þótt hann sé goðsögn. Hins vegar skipt- ir það meginmiáli, hvort „goðsögn in“ um Krist byggist á sönnum kjarna — vena þess, að t.rúi mað ur því, að saga Krists sé sönn, er það efcki aðeins liðin saga, heldur einnig nútímasaga. Kjarni hinnar upphaflegu upprisu- kenningar er alls ekki sá, að Kristur lifi eftir dauðann, hversu dásamlegt sem það er út 806 itMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.