Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 16
Sigrlður Guðmundsdóttir Schiöth: STEINSBIBLÍAN í BESSAST AÐAKIRKJU Haustið 1968, í nóvember vorum við hjónin, ásamt Önnu Snorradótt- ur. frænku minni, á leið úr Revkja vlk til Bessastaða á Álftanesi. Er indi okkar var að ganga úr skugga um, að Steinsbiblía sú, sem við vissurn af að var í kirkjunni þar, væri sú hin sama bók, sem talið var, að verið hefði í eigu Mikla- garðskirkju í Eyjafirði. En sú' feirkja var lögð niður kringum 1920. 1921 var síðast visiterað þar. Nú verðum við að bregða okk- ur aftur í tímann um stund. Þeg- ar ég var ung stúlka í húsi tengda foreldra minna á Akureyri, heyrði ég talað um biblíu, sem tengda- faðir minn, Axel Schiöth, hafði keypt á uppboði inni í Eyjafirði fyrir lágt yerð. Þótti þetta hinn mesti kjörgripur, og mundi mað urinn minn, að hann hafði séð nafnið Kröyer skrifað einhvers staðar á hana, einnig Mikli-Garður. Löngu síðar var mér sagt, að tengdafaðir minn hefði sent biblí- una að gjöf til frænda síns í Dan mörku, sem var prestur og hét Ni- els Gottschalk Hansen. Maðurinn minn og systikini hans voru óánægð yfir þessu, en fengu ekki að gert. Nú liðu mörg ár. Danski prest- urinn varð þingmaður með tíman- um og mikils metinn. Þá var það eitt sinn, að ég sé smágrein i Morgunblaðinu, þar sem skýrt var frá því, að danskur þingmaður hafi sent forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni íslenzka biblíu. Kom okkur þá til hugar, að þarna væri umrædd bðk komin aftur til lands- ins, og það var erindi okkar þenn- an dag til Bessastaða að ganga úr skugga um, að svo væri. Við renndum í hlað á forseta- setrinu um þrjúleytið og gengum þegar í kirkjuna, en leyfis til þess höfðum við aflað okkur símlaiðis Bessastaðakirkja er mikiíl og forn bygging, og eru þar margir sérlega merkilegir og fagrir mun- ir, sem hér verður ekki lýst nán- ar. Sáum við þar bók mikla, sem iá uppslegin á borði, hægra meg in altaris. Þetta var Steinsbiblia í brúnu, lúðu skinnbandi, auðsjáan- lega mjög vönduðu í uppbafi, með þrykktum rósastreng með- fram brúnum á spjöldunum, þrykkt á Hólum árið 1728 En hvergi sáum við á titilblaði neina áritun, er sannað fengi okkur mál Við vorum að því komin að gefa upp alla von, þegar var sem hvísl- að væri að mér, að ég skyldi leita aftast í bókinni. Og viti menn. Þar sáum við máða skrift, sem þó var hægt að lesa við vandlega athug- un. Þar stóð: „Þessi biblía er undirrituðum presti til Mikla- Garðs og Hóla, Jörgen Kröyer, gef in af hjónunum í Æsus'taðagerð um, Sigurði Steffánssyni og Rósu Grímsdóttur, vitnar, Kröyer. Dat- um: 24. dag maímánaðar 1849“. Undarlegt uppátæki af Kröyer presti, að skrifa þetta aftast 1 bók ina, en ekki fremst, eins og vana- lega er gert, þar sem þetta var hin veglegasta gjöf og hjónunum í Æsustaðagerði til mikils sóma. Jörgen Kröyer prestur, sem hér er getið, var tengdasonur séra Hallgríms prófasts Thorlacíusar í Miklagarði, kvæntur Sesselju dótt ur hans. Árið 1850 búa þau hjón í Hlíðarhaga, og var hann þá sóknarprestur til Miklagarðs og Hóla. Hann var danskur i föður- ætt. í manntali Eyjafjarðarsýslu 1860 búa enn þá í Æsustaðagerði Sigurður Stefánsson og kona hans, Rósa Grimsdóttir, með börnum sínuim, Sigurrós, Vilhelmínu Krist jönu, Elinrós, Grími, Jóhönnu Frið riku og Sigtryggi, sem var yngst- 808 TÍM INN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.