Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 13
Dr. Jakob Jónsson í skrifstofu sinni að EngihlíS 9. Ljósmynd: Tíminn-GE, sjálfan mig, hvort það hafi verið fyrirgefanlegt af mér að velja þetta starf og taka jafnframt á mig þá ábyrgð að sjá fyrir fjöl skyMu. — Hafði þetta ekki sína kosti? Gátu prestar ekki sett sig betur í spor sóknarbarna sinna? — Ég held, að prestar hafi ekki búið við þau kjör á þessari öld, að þeir hafi verið hafnir yfir aðra efnalega. Prestar hafa alls ekki haf-t laun nema rétt til að skrimta. Fyrir hönd stéttarinnar !hef ég alltaf fundið til þess, að hún getur etoki viðað að sér nægi lega miklu af fræðibótoutm. Prest- ar þurfa Mtoa að fara utan í náms ferðir. Það er þó alvarlegast, að þeir hafa orðið að taka að sér óskyld störf til þess að framfleyta fjöiistoj’ildunni. Svo ég segi blátt ófrarn af eigin reynslu: Það er í fyllsta máta óeðlilegt, að prestur í Reykjavíto skuli þurfa að vinna uim nætur við endurskoðun reikn- inga háá stórurn fyrirtækjum eða ikenna fulla kennslu í stoólum. Þetta hafa þeir neyðzt til að gera, þangað til það þótti orðið sjálf sagður hlutur. Það veit hiver heil- vita maður, að þetta hlýtur að ganga út yfir eitt af tvennu: Prests- starfið sjálft eða heilsu mannsins. — Er guðfræðiþekking nauð- synleg? — Ég svara þessari spurningu að sjólfsögðu játandi. Ég væri ekki prestur, ef það væri ekki skoðun mín. Það er enginn vafi á því, að guðfræðin einangraðist á tímabili. Ýmsir menntamenn litu svo á, að guðfræðin væri eiginlega ektoi vís indagrein. Þetta er komið undir því, hvernig menn lítá á trúna. Það er auðvitað hægt að kenna guðfræði, án tiliits til trúarinnar. Menn hafa stundum sagt við mig, að það væri miki'll sparnaður fyr ir hásbólann að leggja niður guð fræðideildina. Svo er þó ekki. Þá þyrfti að kenna sömu greinarnar í öðrum deildum, ef hann á að vera vísindaleg stofnun. Mjög þekktur prófessor heldur fyrir lestra við háskóla í París og Sviss. í öðrum háskólanum heyra fyrir lestrarnir undir guðfræði, í hinum undir heimspeki. Þessi maður er Nýjatestamentisfræðingur, og það er vísindalegt verkefni út af fyrir sig, án tillits til trúarlegs áhuga. Þvd annað er ómögulegt en til séu menntaðir menn í þeirri grein — Hivað þá um trúna? — Mér skilst, að samkv^mt marxismanum séu trúarbrögð in eins konar óafvitandi túlkun mannsins á þvi þjóðfélagi, sem hann lifir í. Guðföðurhugmyndin út frá ættföðurnum og svo fram- vegis. Þetta er rétt að vissu manki. Hvorki trú né heimspeki er ó snortin af þjóðfélaginu. Það væri óeðlilegt, þar sem við lifum sem félagsverur og erum börn okkar tíma. En það er mikill munur á því að viðurkenna, að svo sé, og Skýra hins vegar trúarbrögðin út frá þessu sem eins konar þjóðfé- lagslegan vanþroska eða barna skap. Við skulum taka svo til dæm is Freudismann, sem hefur verið ákaflega sterkur í menningu okk- ar. í raun og veru lítur Freuds- isminn á trúna sem allsherjar geð veiklun. Er það þá ekki furðulegt, að yfir níutíu af hundraði eru trú- aðir? Getum við trúað því að þeir séu allir klepptækir? — Eru það ekki ærið mismun andi guðshugmyndir, sem þessir níutíu af hundraði hafa? — Það er svo allt annað mál. Ég var prestur í Wynyard 1 Kan- ada, og eitt sinn sem oftar kom til mín maður heim á prestsetrið Þetta var síðla sumars, og maður inn var blæddur samfestingi, en bar það með sér, að hann var ekki erfiðismaður. Hann sagði mér, að hann hefði verið kvikmyndafram- leiðandi í Hollywood. Hann hafði orðið fyrir áikaflega mikilli sorg, og allt, sem hann átti, varð hon um eiginlega einskis virði. Hann sagði mér, að hann hefði ákveðið að fara í langa ferð í leit að sjálf- r I M I N N SUNNUDAGSBl.AÐ 805

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.