Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Blaðsíða 9
f svona húsakynnum býr nær milljón manna í höfuðborg eins Suður-Ameríku- ríkisins, Perú. ÚR DAGBÓK FRÁ PERÚ: Bylting í miðborginni - eymd í úthverfunnm Tæpast eru þ-jóðir í vonlausari úlfakreppu nokkurs staðar i heim inum heldur en í Suður-Ameríku. og Mið-Aimeríku. Útlent og innlent auðvald er þar í bandalagi um að mergsjúga fólk ið, og hversu margar byitingar, sem gerðar eru, kemur aðe-r.s einn hershöfðinginn í anuars stað. Hungrið, eymdina og fáfræðina láta þeir sér allir í léttu rúmi ligigja, ef þeir telja hana ekki bein línis forsendiu þess skelfilega skipu lags, er veitir þeim völd og gróða. Ekki vantar það, að samtök ým- is konar séu að reyna að lina þján ingar þessa fólks. En sú liðveizla hverfur sem dropi í hafsjó þjón inganna. Þeirra sér ekki stað á meðan ekki er vegið að sjálfri und irrótinni. Og láti sér einhver detta það í hug, fer vél í gang, innan lands og utan, til þess að kveða hann í kútinn og ráða niðuriögum hans. í Lirna, höfuðborginni í Perú, eru samtök, sem nefnast Emaus. Þau safna tuskum, sem seldar eru til hagnaðar fyrir liknarstarísemi í úthverfum borgarinnar, þar sem nær ein milljón manna býr í bast skýlum, trékössum og kofum, sem gerðir eru úr blikki úr bensín- dunkum. Þetta eru mest Tndíánar, sem ekki hafa rúmazt lengur á há sléttunum í Andesfj'öllunum, rétt- laust fólk og ólæst, og kavlmenn flestir atvinnulausir meginhluta ársins. Fyrir fjögur hundruð árum tókst Spánverjum að leggja ínka- ríkið í rústir, og arftakar innrás- arhersins hafa í bandalagi við auð hringa og nokkra Ijósustu kyn blendinganna sölisað undir sig ailt bezta landið. Þar eru þeir Indíán- ar, sem að komast, látnir vinna daglangt, gegn þvi að fá í staðinn til eigin afnota smábletti hátt uppi í fjallahlíðum, þar sem oft getur ekki annað vaxið en kartöflur. Þeir, sem utan veltu verða, og þeir, sem láta sig dreyma um, að ein'hvers staðar geti lífið veitt þeim eitthvað meira en kauplaust strit og nauman skamimt af ka,'töflum, halda til Lima eða annarra stór borga. Þegar þetta vesalings fólk er komið niður á votviðrasama ströndina, kaupir það sér fáeinar bastmottur, og einhverja nóttina tyllir það þeim upp í trassi við lög og reglur meðal sinna lika í útjaðri borgarinnar. Þannig hafa bastskýla- og blikk brúsahverfin í Lima koniið til, eig inlega að miklu seinustu fimmtán árin. Um seinan uppgötvar þetta fjallafóik, að það hefur farið úr öskunni í eldinn. Það kann ekki nein störf, sem gerir það gja.d gengt í borginni, það er ó’æst og það getur ekki bætt úr vankunn- áttu sinni, þótt það vildi. Þar að auki er lítið um iðnað í Lima, og borg og ríki hafa ekki m’k l um svif, því að þarna er eldóradó einkagróðans, og þá, sem bet- ur hafa komið ár sinni fynr borð, varðar ekki um aðra en þá, sem þeir geta grætt á. Þess vegna hafa fjörutíu til fimimtíu þúsund að- komumenn gerzt götusalar, og ó- tölulegur grúi reynir að berja of an af fyrir sér við að bursta skó og selja blöð. En það er ekk: gróða vegur að selja banana og plast poka á götunum, sízt þegar hundr að sinnum fleiri hafa þann starfa en nokkur skynsemd er í. Konur geta frekar fengið vir.nu en karlmenn. Þær eru tugþúsund um saman vinnukonur í hverfum efnafólksins. En samkeponin er hörð, og þær verða að hneigja s'g af nægri auðmýkt, hlaupa eft ir öllum duttlungum húsbænd anna, þola æðrulaust skammir og barsmíðar og láta sér nægia þóku un, sem ekkj getur heitið annað en sýndarkaup. Þær þvo og fægja og hlaupa hveifanna á mi’li, þær rogast mieð byiðar og stjana við heimtufrek börn. Og þær hafa aldrei heyrt leyfisdaga netnda, það an af síður alþýðutryggingar. Venjulega veröa þær að ganga nokikra kílómetra til vinnu og úr henni, því að þær hafa efcki aura aflögu, svo að þær konust eitt hvað af leiðinni með strætisvagni. Börn sín verða þær að loka inni í kofunum liðlmgan daginn, jafn vel tjóðra þau þar, svo að þau týnist ekfc1 eði, fari sér a-5 voða, r f IVl I N N SUNNUDAGSBI.Af) 801

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.