Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Side 2
BREF TIL BJARGAR Allir landsmenn greiða skatta og skyldur, tolia og hvers konar gjöld önnur, í sameígin- lega sjóði. Sumir hafa að vísu lag á að skjóta sér undan því að greiða jafnmikið og þeir ættu að gera. Það kann taJs- vert að fara eftir stéttum, hvað takast má í því efni, án þess að upp komist, en eftir landshlst- um fer þar varia. Fjiármunum þekn, sem sam- an eru dregnir með þessum hætti, ráðstafar ríkið aftur, eða ríkisstofnanir, til margvíslegra hluta eins og lög gera ráð fyr- ir. Verulegur hluti þeirra fer tl þess að halda uppi stjórn- kerfinu, launa embættismenn og starfslið þeirra, kosta rekst- ur sam.ei'ginlegra stofnana og sjá þeim fyrir húsnæði, bifreið- um og öðru slíku. Peningarnir voru dregnir saman af landínu öllu. En nú bregður svo við, að það ait þeim, er varið er til þess, sem nú var nefnt, fer að langmestu leyti á einn stað, höfuðborgar- svæðið. Þar eru svo að segja aflar stjómarskrifstofur, hverju nafni sem nefnast, og yfir- stjórn allra þátta sameiginlegra landsmália, hvort sem það eru fjármál, menntamál, viðskipta- mél, kirkjumál, heilibrigðismáJ, rafmagnsimál, vegamál, vitamél, iðnaðarmál, Jandbúnaðarmál, út vegsmél eða eitthvað annað. Þar eru höfuðstöðvar allra banka landsins með vaxandi íhlutun um málefni Jánastofn- ana annars staðar á landinu. Þar eru allir hinir æðri skólar, nerna tveir menntaskólar, og enginn getur orðið kennari, hjúkrunarikona, Jjósmóðir né tæknifræðingur, án þess að stunda nám sitt þar, hvað þá Jokið háskólaprófi. Fjölmargar iðngreinar verða aðeins lærðar þar og svo er um fjöldamargt annað. Þar eru einnig öll hin umtalsverðu söfn með því starfs Jiði, sem þeim er ætlað. Þar eru ÖU helztu sjúkrahúsin og hælin. Sjónvarp og hljóðvarp notar þar að nær öUu Jeyti af- notagjöld af landinu öUu, og fé, sem dregið er saman með sölu happdrættismiða, er svo að segja einvörðungu varið til fram kvæmda þar. Öll landssambönd þótt óhóð séu ríkisvaldinu, hafa þar einnig miðstöðvar sínar og nota aflafé sitt þar. Sömu sögu er að segja um meginþætti verzlunarinnar. Stundum heyrist um það rætt, að Faxaflóasvæðið beri byrðar vegna annarra lands- hluta. Ég ætla það sé hið mesta ranghermi. Upptalningin hér að framan er harla lausleg, en hún mun þó nægja til þess að gefa nokkra innsýn í það, að stöð- ugt streymir offjár utan af landinu eftir lögskipuðum Ieið- um, svo að tvísýnt er, á hvorn veginn baggamunurinn er, ef dærnið væri reibnað til niður- stöðu. En því miður er sagan ekki öll sögð. Þegar landið allt er búið að leggja fram fé í stjóm- kenfið og skólakerfið, og fjöl- mörg önnur kerfi, án þess að fá til bafca nema tiltölulega lít- ið, fórna stórir landshlutar fólki sínu þúsundum saman. Það fylg ir peningunum eftir, sogast að stjórnsýsiunni og þeim atvinnu möguJeikum, sem í krimg um hana dafna, og verður að sæfcja skólana, þar sem þeir eru. í beinu framhaldi af þessi gerist það svo, að þessir sömu lands- hlutar fá ek'ki þá embættis- menn og starfsmenn, sem þeim eru þó ætlaðir. Það fólk, sem átti að Skipa þessar stöður, hef- ur orðið að stunda nám árum saman, viðs fjarri uppruna sín- um og við alJt önnur sfcilyrði en bjóðast á Austfjörðum eða Vestfjörðum. Rætur þess hafa verið slitnar. Skipulagið hefur það í för með sér, ofan á ann- að, að læknar, bennarar, prest- ar, hjúkrunarkonur og jafnvel Framhald á 958. siSu. ★★ HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU StofnaSur hefur veríS I Grænlandi nýr stjórnmálaflokkur, Súkaq, sem þýðlr mænlás. ASeins var fyrir einn stjórnmála- flokkur I landinu. Forystumenn hins nýja flokks segja sem svo: Grænlendingar eru nú fjörutíu þúsund, og mannfjötgunin or svo ör, aS eftir tuttugu ár vera þeir áttatíu þúsund. VerSi ifkki betur búiS I haginn um atvinnu, mun fjöldi fólks neyS- ast Hl þess aS leita ( önnur lönd. MarkmiS hins nýja flokks er aS vekja traust Grænlendinga á sjálfum sér, kenna þeim aS líta á sjálfa sig sem jafnoka annarra og efla meS þelm mefnaS og áræSi til þess aS ganga fram fyrir skjöldu og búa sér framtí?. Danir stunda mjög laxveiðar í sjó í Eystrasalti og við Græn- land. SiSast liðið sumar fékk danskt fiskiskip fvö þúsund laxa í einni lögn við Grænland. Verðmæti þess afla var á aðra milljón króna. Fáeinir fiskimenn á Borgundarhólmi fengu f sumar nýja gerS laxneta fná Japan og öfluðu svo tnikið í þau, að meS ólikindum þótti. Nú hafa fiskimenn á Borgundar- hóbni einnig hug á að reyna hákarlaveiðar við Nýfundaland. 938 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.