Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Qupperneq 3
Enn geta dýrafræðingar gert uppgötvanir. í þrjátíu ár
trúðu menn því, að fingurdýrið á Madagaskar væri út-
dautt — síðasta dýrið hefði geispað golunni í dýragarði
árið 1933. Eftir væru aðeins myndir af skrítnum apa,
sem svipaðl til refs.
Fá ár eru síðan það vitnaðist, að franskir náttúrufræð-
ingar höfðu fundið fingurdýr á ný árið 1957. Þeir höfðu
meira að segja fengið yfirvöldin á Madagaskar til þess að
friðlýsa skógana, þar sem það hélt sig. Óbyggð eyja var
gerð að þjóðgarði.
Fingurdýrið minnir á silfurref, og
það klifrar í trjám eins og íkorni.
Það sést sjaldan að degi til. Þá sef-
ur það í holum trjástofnum eða
gjótum einhverjum.
Það fer á kreik, þegar skyggir, og
stekkur fimlega grein af greln. Við
og við gefur það frá sér einkenni-
legt hljóð, sem er þvi líkast, að
málmklumpar nuggist saman.
Iðulega hangir fingurdýrið á aftur-
fótunum á trjágrein á meðan það
seilist eftir hnetum og skordýrum
eða hreinsar á sér eyrun með fingr-
unum. Heyrnin er því mikilvæg.
Elkkl er nafnið á þessum hálfapa út (
bláinn. Fingurnlr eru langir, og
neglurnar minna á klær, Þumalfing-
urinn er fattur, og einn fingurinn
er sérlega langur og mjór. Hann er
dýrinu mlkið þarfaþing.
Með þessari sannnefndu löngutöng
heggur dýrið sig í gegn um trjá-
börk, likt og spæfur gera með nef-
inu. Það heyrir, ef skordýr er und-
Ir berkinum, og með fingrinum
langa nær það því úr smugu sinni.
Menn á Madagaskar .bera ótta-
blandna virðingu fyrir fingurdýr-
inu. Þeir hafa hugboð um djöfulinn,
og þegar fingurdýrið lætur til sín
heyra í náttmyrkrinu, ætla þeir
hann kominn á kreik.
rtMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
939