Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Qupperneq 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Qupperneq 5
Svipmikil andlit í réttinni. 'haft sér til ánægju og ef ttl vill ávinnings nokkrar kinduiv Jafn- vel þó að þáð væri í dálítilli fjar- lægð, mætti hafa þangað ódýrar áætlunarferðir með strætisvögn- um, Gamalt máltæki segir: „Sveltir sauðlaust bú“. Það sannasfc nú kannski ekki á okkar nýríku íteykjavík. Þó er það til athugun- ftr fyrir okkar ágætu borgaryfir- völd, hvort ekki iþurfi að gá að sultarólinni um leið og athafna- frelsi manna í sambandi við heiö- arleg störf og undirstöðuatvinnu- vegi er hneppt í fjötra. Manni kemur margt í hug í þessu sambandi þegar horft er yfir rétt- íirvegginn. Sjálf höfuðborgin á ekki svo mikið sem vísi að dýra- safni. Vœri það ekki strax nokkur búbót í þeim efnum, ef hún ætti eina litla útborg, sem „Fjárborg" nefndist? Eitthvert skemmtileg- asta atriði, sem hægt er að sýna börnum, bæði raunverulega og í imyndum, er einmitt kindur og þá ekki sízt lömbin á vorin. Sú skemmtan, sem væri hægt að veita börnum og jafnvel fullorðnu fólki, með því að lofa þeim að sjá kindur hér í nágrenni borgarinnar yrði aldrei til peninga metin. Það sannar sá mikli fjöldi, sem hér er saman kominn af ungling- um og öðru fólki. Telja má einníg víst, að kindur verði mörgum borg- arbúanum óþekkt fyrirbrigði af eigin sjón, þegar fram líða stund- ir, og aðeins kunnar þeim af imyndum og frásögnum, rétt eins og hreindýr, ísbirnir, sauðnaut eða önnur öræfadýr, það er að segja, þeim mönnum, sem ekki eiga þess kost að dveljast í sveit, og líkurn- ar fara minnkandi til þess að svo verði, þar sem íbúum sveitanna fækkar, en fólkinu í kaupstöðun- um fjölgar. Það hefur heyrzt, að Reykjavík ætti ekkert upprekstrarland og þess vegna ættu Reykvíklngar ekki rétt á að vera með kindur og beita þeim á annarra manna lönd. En hvernig má það vera, að fyrsta bújörðin á íslandi, sjálf landnáms- jörð hins fyrsta landnámsmanns, skuli ekki eiga rétt á heiðunum í kringum sig til jafns við reitings- kot í nágrannasveitunum, sem all- ar eru byggðar út úr landnámi Ingólfs Arnarsonar, hins fyrsta bónda í Reykjavík? Og þó að Revkjavík hafi fyrr á öldum glopr- að úr höndum sér miklu af sínti víðfeðma veldi, hefur hún þó nú á síðustu tímum verið að endur- kaupa jarðir, sem liggja henni næstar, og með þeim hefði hún átt að fá upprekstrarréttinn til viðbótar sínum eigin, er hún að sjálfsögðu hefði alitaf átt að hafa, og myndi það þá nokkuð duga reykvískum fjáreigendum íil handa, þó að þeir fengju að hafa kindur sem vildu. En sé svo, að forráðamenn Reykjavikur hafi látið sér yfirsjást að hirða þann irétt, eru það mikil landrétfcindi, sem Reykjavík hefur tapað úr höndum sér, landréttindi, er gætu gefið þó nokkuð af sér. ef íbúar borgarinnar fengju að nota þau á réttan hátt. Það má líka minna á, að eftir fjögur ár verður 1100 ára afmæli Reykjavíkur og henni ekki alveg vanzalaust að eiga ekki eiua ein- ustu sauðkind nða afira nytja- skepnu, vitandi það að búpening- urinn hefur fleytt þessari þjóð fram um aldaraðir, þó að alit annað hafi brugðizt. Mönnum, sem reikna i hagfræði- legum tölum, finnst það kannski ekki borga sig að vera með bú- rekstur í borgarlandinu, miðað við bújarðir i sveitum landsms. Það er satt, að það kostar mikið erfiði og fyrirhöf.n, en bað er fleira ágóði en islenzkar krónur. Ánægj- an af starfinu verður aldrei met- in til peninga og fjárhagslegur ágóði verður því meiri sam fyrir greiðsla opinberra stjórnarvalda er betri. Það væri viturleg ráðstöf- un af stjórnarvöldum borgarinn- T í M I N N — SUNNUDAGSBLA* 413

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.