Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 20
un, og fátt var þar gesta nema við. Er þar skemmst af að segja, að við settumst þarna í yinnuklæðum okkar að dýrlegum krásum í hin- um glæsilegu salarkynnum og neyttum matar með beztu lyst. Að því loknu tóku ungmennafélagar staðarins við okkur og fylgdu okk- ur í samkomuhús sitt, sem stóð kippkorn ofan við þorpið. Þar voru sýndir þjóðdansar, og var allt dans fólk klætt þjóðbúningum. Okkur virtist unga fólkið þarna glæsilegt og óþvingað í framgöngu og horfð- um á danssýninguna með óbland- inni ánægju. Þegar þjóðdansasýn- ingunni lauk, hófst almennur dans leikur. Leikið var fyrir dansinum á fiðlu og söng þjóðdansafólkið und- ir af miklu fjöri. Fljótlega eftir að þjóðdönsunum lauk, hurfum við Haukur félagi minn heim í gisti- húsið. Svefnherbergi okkar, og raunar allra, sem þarna gistu, fylgdi sérstakt baðherbergi og for- stofa með tveimur klæðaskápum, en í þeim voru burstar til fata- og skósnyrtingar. Ennfremur voru þar nálar og tvinni af ýmsum lit- um. Sími var einnig í herberginu. Gott var að fá sér bað og skola af sér ryk og svita áður en til hvíldar var gengið. 4. júní: Síminn í herberginu okkar vakti okkur með hringingu af værum svefni um morguninn. Þegar svarað var í símann, var til- kynnt, að nú væri hæfilegt að klæðast og koma til morgunverð- ar, en hann beið okkar í matsaln iwn, rausnarlega framreiddur, svo sem verið hafði kvöldverðurinn daginn áður. Tímann fram að hádegi notuð- um við til þess að skoða umhverfi Geirangurs og kaupa minjagripl í smáverzlun, er þarna var opin, þótt sunnudagur væri. Á leiðinni frá Geirangri ókum við Arnarveginn upp úr firðinum. Þótt sumum yrði svimagjarnt og sigi ef til vill hjarta i brjóstl á þeirri leið, hlutu allir að’ dást að þessu mikla mannvirki, sem þarna hafði verið gert við hinar erfið- ustu aðstæður. Og þrátt fyrir hengifiug, sem viða gein við. er litið var út um bílgluggana. var ljóst, að vegurinn var öruggur. Þegar upp kom úr Geirangurs- firði, lá leið okkar um sveit, sem Eiðsdalur heitir. Er þar komið all- hátt yfir sjó, og var landslag og gróður með líkum svip og gerist heima á íslandi. Skógargróður horfinn að mestu, og ásar og hjall- ar með íslenzkum svip. í húsi ung- mennafélagsins í Eiðsdal var okk- ur búin síðdegisveizla með rjóma- graut og fleira góðgæti. Þegar við stóðum upp frá borðum, var okkur boðið að velja um að fara í veiði- för út á siiungsvatn, er þarna var skammt frá, eða að skoða geita- hjörð, sem var á beit í fjallshlíð hinum me,gin í dalnum Kusu flest ir að ganga á vit geitanna, en nokkrir bjuggust til veiða. Stutt varð i báðum ferðunum. Þegar geiturnar sáu til okkar, kom öll hjörðin þjótandi á móti okkur og sparaði okkur gönguna. Geiturnar mum? hsfr verið um eitt hundrað að tölu Mér virtust geitur þessar smærri en þær íslenzku geitur, sem ég hef séð. Geitur þessar voru að sjálfsögðu aldar til mjólkur- framleiðslu, en mjólkln er not.uð i geitaost, sem mjög er eftirsóttur í veitingahúsum. Norðmenn sögðu okknr að vísu, að enginn ostur mundi vera búinn til úr geita- mjólk eingöngu, og væri sönnu nær. að henni væri hlandað í kúa- mjólk að svo sem tíu hundraðs- hlutum og úr þeirri blöndu væri gerður ostur sá, er gengi undir nafninu geitaostur. Þeir. sem lagt höfðu á djúpið til veiða, sneru brátt til lands með öngla sína á fremur óvirðulegum stað. í Stórdal komum við að áliðnu kvöldi eftir að hafa farið á ferju yfir mjóan fjörð, sem ég kann ekki að nefna, en síðan ekið ail- langan veg í bíl. Á móti okkur tóku tveir ungir bændur, Ottó Storheim, formaður ungmennafé- lags sveitarinnar, og Árni Kleif- stad, foranaður skógræktarfélags þeirra Stórdæla, báðir hinir prýði- legustu ménn. Okkur karimönnun- um var fenginn svefnstaður í sveit- arstjórnarsalnum ;i_ efri hæð í ný- byggðu steinhúsi. Á neðri hæðinni var banki héraðsins, og mátti því segja, að við legðumst þarna á gull ið. Kvenfólkinu var fengin vist hjá hjónum, sem bjuggu í þvottahúsi þorpsins, og sögðum við því, að þær hefðu -gát í vasken“. En sem betur fór reyndist það ekki sann- mæli. Mat fengum við mikinn og góðan í veitingahúsi staðarins, fremur var það smátt í sniðum, en hét þó Grand Caffe. 5. júní: Unnum að plöntun i Stórdal. Ottó Storheim og Árni Kleifstad stjórnuðu ferð og vinnu. Landið, sem plantað var í, var all- vaxið birki, sem fellt var miskunn- arlaust með vélsög. Bar sögunar- maður vélina á bakinu og virtist okkur verk hans harla erfitt. Jarð- vegur var þarna meiri en við höfð- um áður plantað í undanfarna daga, og var gróðursett með pál- um, en ekki hökum. Þegar vinnu lauk, sem ekki stóð nema í röskar þrjár klukkustundir, voru okkur sý.ndir selkofar inni í dalnum. Á ieiðinni þangað þurftum við að fara yfir Stórelfi, sem fellur til sævar í fjarðarbotni'num, örstutt frá þorp Inu. Áin er vatnsmikil og straum- hörð, enda fellur hún um brat.t- lendi. Brúin, sem við fórum á yflr ána, var merkilegt mannvirki og ekki fær nema gangandi mönn- um. Áin var þarna breiðari en svo, að nógu löng tré til að leggja yfir hana bakka á niilii, væru iiltæk. Var þá það ráð tekitS, að ofan á ibrúarstólpana beggja megin árinn- »r voru lagðir trjábolir, sem náðu nokkurn spöl út yfir ána, og bor- ið firn af stórgrýti á þá endana, sem hvíldu á brúarstólpunum. Síð- an, er búið var þannig að stytta hafið yfir ána, voru yfir það lögð brúartrén, Víst mun þessi brú hafa verið orðin gömul. Næfrar höfðu verið lagðar ofan á trén und- ir palli til þess að verja þau fúa. Það tóku þeir fram við okkur, Árni og Ottó, að ekki mættum við hlaupa yfir brúna — treystu henni auðsjáanlega ekki til að þola mikinn hristing eða sveiflur. Viðvörun þeirra tókum við að sjálf sögðu til greina og gengum brúna hægt og rólega, eins og við værum að feta upp að altari til áð met- taka sakramenti. Fýsti víst engan að falla í kaststreng elfurinnar, enda hverjum bani búinn, er slíkt hefði hent. Selin, sem okkur voru sýnd, heita Langsetrane. Stóðu þarna margir selkofar allþétt. Niðurnídd- ir voru þeir, enda fyrir löngu hætt að nota þá. Gáfu þó allglögga hug- mynd um, hvernig þar mundi hafa verið að búa. Og þrátt fyrir forn leik þeirra, sveif þó í hugum okk- ar talsverð seljarómantík. Þennan dag var okkur sýndur gamall bóndabær þarna í dalnum, hét sá Jössvold og var fornt stór- býli. Á veðraða framhlið timbur- hússins voru festar upp tvær bjarn dýrshauskúpur, sem -sigurtákn frá þeim liðnu dögum, er skógarbirn- ir gerðu sig heimakomna í byggð- inni. Á torfþaki bæjarins greru 428 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.