Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 15
ur að eiga hana, enda höfðu þau áður fellt hugi saman. Leikurinn gerist bæði í mannheimum og álf- heimum. Við gleðileg leikslok syngja allir: Foreldrar fríðir, frændur, náungar, borðgestir biíðir brúðar signi par, kátir staupum klingið, kneyfið út laggar til, yðar upp minning yngið, æsku gleðispil, því að hundrað eftir ár yndisstund, sem kætir brár, Iivurki mundar hár né lár, heims veit þessa skil, en mörgum þykja mundi skár við maka að lifa í hundrað ár, við ástalífsins ljósa brár, langar mig þar til, og mörgum þykja mundi skár, mætti hann lifa í hundrað ár, við ástalífsins ljósa brár, • langar mig þar til. Stefán Einarsson hefur það eft- ir Björgu Sigurðardóttur á Há- nefssöðum (í Lbs. 3814,4to), að kvæðið í leikslok sé eftir gamla konu, niðursetning á Hánefsstöð- um, Katrínu Jónsdóttur, eða hún hafi kunnað það. Annars var leik- ritið leikið á Hánefsstaðaeyri 1891, og fór höfundur með tvö hlutverk, Valgerðar húsfreyju og huldu- prests. Arnbjörg varð mannkosta kona. Hún var gift Sigurði Einars- syni frá Sævarenda í Loðmundar- firði, fluttist til Ameríku 1910 og lézt þar 1937. Stefán Einarsson prófessor fjallar um hana í bók- menntasögu sinni, Austfirzk skáld og rithöfundar, Akureyri 1964. Það á Arnbjörg „Hildibrandi" að þakka. Verk eins og þetta stutta leikrit veita ekki litla innsýn í mannlífið þar fyrir austan fyrir hartnær öld. En nú er ekki leng- ur leikið á Hánefsstaðaeyri. Áður en við skiljum, bið ég Grím að finna fyrir mig eina þjóð- sögu til bragðbætis. Fyrir valinu verður: Sagan af Ásgeiri og Ásu. í þeirri tíð sem biskupar voru í Skálholti bjuggu hjón í næsta bæ, og hét bóndinn Ásgeir, en konan Ása, heldur fátæk. Var bóndinn mjög auðtrúa, en konan síður. Biskup hafði ráðsmann, Jón að nafni. Hann var ógnarlega ágjarn, og allt það, sem Ásgeir eignaðist og var nokkuð út i varið, hættl Jón ei fyrr en hann var búlnn að hafa það út, en tímdi ei að láta neitt í staðinn. Það var eitthvert sinn, að Ása segir við mann sinn: „Það er mik- ið að hugsa út í það, að enginn fær neitt í Skálholti, hvað sem honum liggur á, og er það Jóni ráðsmanni að kenna, hann gengur um kirkjuloftið og ber á sér lykl- ana að loftinu og kirkjunni, og fær enginn þar að koma, en þú veizt, að kirkjuloftið er stoppað af fiski, kjöti og smjör og öllu því, sem menn þurfa með, en við getum varla dregið fram lífið fyrir okk- ur og börnin og það, sem hjá okk- ur er, og þar að auki lætur þú hann nanra alla hluti út úr þér og fær þér ekkert í staðinn. Nú skaltu fara og finna Jón, og biðja hann að hjálpa þér um byrði þina af fiski og við henni úr kirkjuloft- inu, og mun lítið á sjá. M átt hest skjóttan, mesta úlfáldagrip og sem hann er alltaf að biðja þig um. Segðu honum, að þú skulir láta hann hafa í staðinn, ef hann gjðri þetta“. „Nei, það er nú frá", segir Ásgeir. „Þetta gjöri ég aldrei, og Skjóna læt ég aldrei, á meðan ég lifi, og hann getur lifað". Þá segir hún: „Lengi hefur þú verið huglaus og ráðlaus, og því hefur þér orðið. En þó ég sé kven- mannsskepna í pilsi. þá skal ég nú fara og leika svo á .Tón, að hann skal héðan í frá hafa svo mikinn beig af- mér, að hvað sem ég bið hann, mun hann láta mig hafa“. Þá svarar Ásgeir: „Þú ræður þínum gjörðum, en eigi mun ég fara“. Eftir lítinn tíma liðinn fer hún heim í Skálholt og finnur Jón og biður hann að hjálpa sér um dálítið af mat, „þvi að ég hef nú ekkert til handa mér og mínum, og skal ég nú láta þig hafa Skjóna okkar í staðinn, og máttu reiða þig á það“. Jón svarar: „Það var eftir þér að lýsa, þú hefur lengi verið rausn arkona um þína daga, og skal ég í kvöld láta lykilinn standa í kirkjuskránni og loftslykilin-n í loftsskránni, því það verður það eina, sem þú kemst með, að lítið mun á sjá“. „Það held ég“, segir hún. Efti-r það skilja þau, og labbar kerling heim, hróðug í huga. Og um kvöld- ið, þegar Ásgeir ætlar að fara til rekkju, þá segir hún við Ásgeir: „Þú hefur nú annað að gjöra en að fara í sæng þína .Þú verður að koma með mér heim í Skálholt“, og segir honum allt þeirra samtal. Þá svarar Ásgeir: „Éy læt aldrei Skjóna, nei, það er langt frá“. Þá segir Ása: „Láttu mig sjá fyrir hvu-rninn allt fer á endan- um“. Hann svarar: „Jæja, ég læt þig þá ráða“. Eftir það búa þau si-g til ferða með nóg áhöld. Þegar þau koma að kinkjugarðshliðinu, þá segir I Ásgeirr „Þetta er hrópandi synd“. Hún svarar: „Nokkuð svo hróp- andi synd! Éy mun mæla gott fyr- ir munni mér á leiðinni i kirkj- una, og þegar ég fer í loftið. og svo aftur þegar ég fer í burtu, en þú tekur á móti því ég kasta ofan af loftinu", Þá segir Ásgeir: „Þá fer allt bet ur en ég ætlaði“. Hún fer svo og kemur 4 kirkju- . garðshliðið. Þá segir hún: „Jesús gekk inn í grasgarð þann“ og fram vegis, Þá hún kemur að kirkju- hurðin-ni, þá segir hún aítur: „Að læstri hurð kom lausnarinn“ og svo framvegis. Þá hún kemur að ! stiganum, þá segir hún: „Jesús burt frá jörðu vendi“ og svo fram- vegis. Þegar hún lauk upp kirkju- loftinu, þá segir hún: „Opnaðn sjóðinn þinn“ og svo framvegú Með það sama fer hún að ruska ti' i loftinu og kastar ofan til bónda síns, en hann ber út. Meðal ann- ars finnur hún smjörkvartél, og það tekur hún. Svo leitar hún betur og finnur geldsauðarfall og skammrifin með, og það tekur hún hvurju tveggja, og með það fer hún ofan og segir: „Herrann ofan af himnum sté“ og svo framvegis. - Og þegar hún fer frá kirkiudyr- unum, þá segir hún: „Héðan í burt með friði ég fer“ og svo framveg- is. En svo hafði hún ríflega tekið til á kirkjuloftinu, að þau urðu að selflytja heim til sín, og va-r mað- urinn vel sterkur og hún eins að sínu leyti, og dró hvurugt af sér. Þegar þau komu heim og búin að koma þessu fyrir, þá segir Ásgeir: „Þetta var mikil happa- ferð, og verð ég að láta hann hafa Skjóna, þótt mér þyki mikið að 1-áta hann“. Þá segi-r kona hans: „Það er ei víst, að þú þurfir að halda á því, og mun ég sjá ráð við því“. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 423

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.