Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 11
nýbyggður. Kristján Vigfússon frá Varðgjá var þar skólastjóri og Páll Árdal kennari. — Manstu nokkuð eftir vinnu ykkar barnanna? — Saltfiskur var þurrkaður á imalarkambinum yrt á Oddeyri. Þar var oft fiskvinna hjá Snorra Jónssyni kaupmanni .Þegar ég var tíu til ellefu ára vann ég eitt sinn við að skipa upp síldartunnum niðri á Tanga og fékk fimm aura á tímann. Kaupið var fimmtíu aur- ar fyrir tíu stunda vinnu. Við höfðum ekki neina kú, en keyptum mjólk af Júlíusi í Barði. Ég sótti hana alltaf, eftir að ég hafði aldur tiL Mjólkurpotturinn kostaði þá tíu aura. Gatan var tæp og vegurinn vondur upp á Höfð- ann. Stundum var ég hræddur um, að ég mætti kúnum á leiðinni. Við áttum síðar alltaf nokkrar kindur. Eitt sinn áttuin við tíu ær og höf ðum þær í igamla Lundi. — Manstu nokkuð um félagslíf á þessum árum? — Ég var i barnastúkunni Sak- leysinu í þrjú til fjögur ár, þegar ég fór að stálpast, áður en ég fór til sjós. Fundir voru í litla Tempi- arahúsinu á Barðstúni, þar s em samkomuhús bæjarins stendur nú. Þar var mikið líf og fjör, oft var dansað eftir fundi, og þótti okkur krökkunnm þar skemmtilegt. Pét- ur Þorgrímsson úrsmiður spilaði fyrir dansinum á haimóniku og var alltaf fjörugur og skemmtileg- ur. — Manstu eftir séra Matthiasi? — Já, ég man vel eftir honum. Hann gekk oft út á klappirnar utan við Brekkugötuna og spjall- aði þá stundum við okkur börnin. Eitt sinn þegar hann hitti mig úti á klöppunum, skrifaði hann með stafnum sínnm á klappirnar í snjó- inn ýmsa stafi og spurði, hvort ég þekkti þá. Þá var ég farinn að stafa og þekkti stafina, og hrósaði hann mér fyrir. Séra Geir Sæmundsson fermdi mig, því að þá var séra Matthías hættur prestskap. Okkur féll mjög vel við séra Geir. — Og svo fórstu á sjóinn? — Já, ég fór tn sjós, þegar ég var fjórtán ára. Ég var ráðinn á skipið Fönix, sem var aðeins átján smálestir að stærð og eign Magnús- ar Kristjánssonar kaupmanns. Við fiskuðum eingöngu á handfæri. — Manstu ekki eftir ein- hverjum svaðilförum á sjónum? — Ég var á Fönix { þrjú eða fjögur ár. Ég man eítir einu aftaka veðri, sem við lentum í. Þetta veð- ur hófst á laugardag fyrir páska. Við fórum of seint af st.að í íand, öll önnur skip komust inn á ísa- fjörð .Við komum upp á Stigahlið, en skipstjórinn var ekki viss um, hvar við værum staddir, og þorði ekki að halda áfram inn Djúpið. Svo hrakti okkur til hafs. Þá vildi svo illa til, að vélin bilaði. Vél- stjórinn á skipinu var Hannes frá Skógum. Hann bjargaði þessu með því að lóða saihan rör með tíu aura silfurpeningi, en hann hafði lóðbolta og önnur áhöld í skipinu. Eitt sinn í þessum hrakn- ingi hrópaði skipstjóri, að sker væri fram undan. En þetta var þá herskip, sem haldið var upp i vind- inn og braut svona á. Eftir mikla hrakninga náðum við loks inn á Patreksfjörð. Þá var ekki þurr þráður á nokkrurn manni og kojurnar hálffullar af sjó. Skipstjóri á Fönix var Valdi- mar Jóhannsson. — Manstu eftir nokkrum sér- stökum atburði, sem athygli vakti í bænum'? — Já, það var þegar Friðrik Kristjánsson hvanf. Hann var þekktur ágætismaður, lengi starf andi í stúkunni ísafold, en fór svo úr henni og drafck svo nokkuð á síðari árum. Hann var þá orðinn bankastjóri í íslandsbanka. Sjóð- þurrð varð í bankanum, og átti að taka Friðrik til yfirheyrslu. En þá hvarf hann. Bæjarfógeti lét leita að honum um allan bæ, en hann fannst ekki. Hann var fluttur með leynd í skip úti á Gásum og fór til útlanda. Síðar fréttist, að hann hefði verið geymdur hjá Júlíusi í Barði meðan hans var leitað. — Manstu nokkuð um íþrótta- æfingar Jóhannesar glímukappa? — Þegar Jóhannes kom frá Noregi, stofnaði hann glímufélag með okkur strákunum á Oddeyri Það hlaut nafnið Sveinninn. í fé- laginu voru um þrjátíu strákar, og var Steindór Hjaltalín formaður þess. Æfingar voru í Lundargötu, mig minnir helzt hjá Gunnari skátaforingja. í innbænuim var annað glímu- félag, sem hét Mjölnir. Einn af beztu glímumönnum þess var Har- aldur Guðnason, fóstursonur Ottós Túliníusar. Félögin kepptu opin- berlega í samkomuhúsinu, og voru þær samkomur fjölsóttar og þóttu góð skemmtun. Samdráttur var með þeim Jó- hannesi og Karólínu, dóttur Guð- laugs bæjarfógeta. En Guðlaugur vildi ekki gefa samþykki sitt til ráðahagsins. Það var ekki fyrr en Jóhannes varð glímukóngur og vann íslandsbeltið, að Guðlaugur gaf samiþykki sitt. Má því segja, að það hafi verið tvöfaldur sigur fyrir Jóhannes. Morguninn eftir opinberuðu þau trúlofun sína. — Manstu nokkuð um föður Jó hannesar? Jóhannes ber honum ekki góða sögu í ævisögp sinni. — Jósep ökumaður var harður og óvæginn, bæði við menn og hesta sína .En hann átti nokkra hesta og ók vörum um bæinn. — Manstu ebki neitt eftir Guð- mundi Hannessyni lækni frá þess- um árum? — Jú. Ég man eftir einu atviki. Eitt sinn fór ég til hans suður á brekbu til að láta draga úr mér tönn. Ég mun þá hafa verið um ellefu ára aldur. Hann dró tönn ina og dáðist að því, hve ég stóð mig vel. Á eftir rétti hann mér 25 aura og sagði, að ég ætti að eiga peninginn fyrir það, hve ég hefði verið harður. Þá var ekki farið að deyfa. — En þú vannst í brauðgerð í nokkur ár. Geturðu nofckuð sagt mér frá því? — Já, þegar ég var ungur, vann ég í nokkur ár í brauðgerð hjá Jakobi Hafstein. Hann var undar- legur karl. Hann var tregur til að greiða fólki sínu í peningum. Eitt sinn bað ég hann um fimm krón- ur. Á borðinu fyrir framan hann var tveggja krónu silfurpeningur. Hann ýtti við honum, svo að hann féll niður á teppið á gólfinu. Ég tók hann upp og rétti honum. „Missti ég hann?“ spurði hann. Ég svaraði því játandi. Ég álít, að þetta hafi verið prófraun. Hann hafi lagt þessa gildru fyrir mig til að vita, hvort ég myndi ekki revna að hnupla peningnum. f þetta skipti fékk ég fimm krónur, en venjulega fékk ég aðeins helim- inginn af þvi, sem ég bað um. Síðar vann ég í nokkur ár í brauðgerð Kristjáns Jónssonar. H-ann var strangheiðarlegur og stóð allt, sem hann lofaði, eins og stafur á bók. Og alltaf gaf hann starfisfólki sínu jólagjafir. Eiríkur Sigurðsson. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 419

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.