Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 8
ingólfur Davíösson, magister: Frá Hafnarárum mínum Danmörk er um flest ólík ís- landi, jafnvel grjótið er annað. Undirstaða Danmerkur er kalk- steinn og krít, upprunalega líí- ræns eðlis, mynduð í sæ, en ís- land er skapað af jarðeldum. Á ísöld lá jökuljaðar lengi eftir endi- löngu Jótlandi, og féllu ár til vest- urs frá honum, kolmórauðar af sandi og leir. Er land þar viða imjög sendið. En mikili leir er á eyjunum og Austur-Jótlandi. Svo eru hnullungar og stórir steinar úr granít á strjálingi víðast hvar, en ekki í föstu bergi. Hversu má það vera? Jú, þann efnivið hafa háfjöllin fornu í Noregi og Sví- þjóð lagt til í grárri forneskju. Er talið, að granítsteinarnir hafi bor- izt á is yfir til Danmerkur á jökul- tima. Hér og hvar er tinna í jörð. Þetta er gráleit, hörð steintegund, skyld kvarzi. Oft eru tinnumolarn- iir fremur sléttir og mjúkir átöku, gerólíkir hinni hvassbrýndu, ís- lenzku hrafntinnu, se-m er allt annars eðlis. Hrein tinna finnst ekki á íslandi. Tinnan var notuð til að slá eld með stáli og tundri (eldtinna), en mest var hún hag- nýtt í vopn og verkfæri steinaldar- manna. Fundizt hafa tinnunámur og tinnuvehkstæði, þar sem ægir saman tinnumolum og hálf- og fullsmíðuðum 'verkfærum og vopnum, til dæmis tinnuöxum, tinnuhnífum og svo framvegis. Erfitt hefur verið að kijúfa tinn- una, laga og fægja með frum- stæðum tré- og tinnuverkfærum, en tilraunir í seinni tíð hafa sann- að, að þetta er vel fært, ef réttum aðferðum er beitt. Það voru sann- arlega til góðir iðnaðarmenn í fornöld, engu síður en nú. Á ferðalaginu rann æ betur upp fyrir mér, hve geysióiik Danmörk er íslandi og þjóðirnar ólíkar, enda dregur hver dám af sínu landi. í Danmörku er allt grænt á sumrin, hvert sem litið er, flat- SÍÐARI HLUTI lendi og öldótt land á víxl með tjörnum og vötnum hér og hvar, en skóglendi víða á hæðum. 15— 35 metra há trén uppi á hæðun- um bæta mjög upp fjallaleysið í augum okkar íslendinga. Hvar- vetna sjást græn beitilönd, og kornið bylgjast fagurlega í gol- unni. Heita má, að skógarlundir skýli sérhverjum bæ og býli, og segja má, að hægt sé að seilast í epli og fleiri ávexti út um giugg- ann. Hvarvetna sjást kýr á beit, flestar rauðar á Fjóni og Sjálandi, en rnargar skjöldóttar á Jót’.andi. Kindur sjást óvíða — helzt varð ég var við þær á strandlengjum á Vestur-Jótlandi. Hestar voru þá enn margir í Danmörku, en fer nú óðum fækkandi eins og annars staðar. Allt var fullt af hundum í borgunum til mikilla óþrifa. Kon- ur leiða smáhunda í bandi og bregða þeim inn undir kápuna, ef kalt er, eða vefja þá teppum. Til eru líka stórir og grimmir varð- hundar og lögreglubuindar, sem af- brotamenn óttast mjög. Þú getur líka gægzt inn í hundagrafreit, vel hirtan: „Hér hvílir minn kæri Jakob“, stendur á einum legstein- inum. 26. ágúst hélt ég hress og kátur til Hafnar. Tveggja mánaða sumar- dvöl og ferðalag kostaði aðeins um hundrað danskar krónur, aðallega fargjöld. f Höfn hitti ég fljótt landa mína á „Austurstræti Kaup- mannahafnar“, Strikinu, sem teng- ir saman Ráðhúsplássið og Kóngs- ins Nýjatorg. Raunar stendur þeita nafn — Ströget — hvergi, heldur allt önnur nöfn: Vimmelskaftið, Austurgata og önnur fleiri. Höfn er ekki öll, þar sem hún er séð. „Fögur er hún Höfn gegnum hugmyndanna gler“, kvað Matthías Jochumsson. Framhliðar húsa eru víða glæsilegar, en þægindi inni eru víða rniklu minni en í Reykja- ví'k, einkum í gamla borgarhlutan- um, enda eru þar flestar bygging- ar aldagamlar, hlaðnar snoturlega úr gulum eða rauðum múrsteini. Þú getur skoðað húsin, þar sem Jón Sigurðsson, Fjölnismenn og fleiri frægir fslendingar bjuggu á fyrri öldum. Kaupmannahöfn er stórborg, milljónaborg, og þar er margt forvitnilegt að sjá, til dæmis þjóð- minjasafn Dana, listasafn ríkisins, Þorvaldsenssafnið, Glyptótekið, vopnasafnið, ráðhúsið, kirkjurnar, ýrnsar hallir, háskólann og deild- ir hans, dýragarðinn, grasagarðinn, Tívolí og svo framvegis. Sumir hlaupa fyrst á knæpurn- ar, en þær eru furðusvipaðar í öll- um stórborgum og heldur ömur- legar flestar. Le|gur víða ölstækj- una út á götu. A árunum 1929— 1936 kostaði kassi af öli (50 flösk- ur, gamli Carlsberg eða Túborg) 13,50—14,00 krónur, ef glerinu var skilað aftur, það er 27—29 aura flasfcan. Á ódýrum veitingastöðum kostaði flaskan 50—75 aura. Hálf- flaska af Madeira kostaði 2,50, hálfflaska af Álaborgar-áfcavlti 3,75, en heilflaska 5,25. Pakki af sígarettum (25 stykki), kostaði eina krónu og sama verð var á tiu smávindlum (Cerutter). Höfn verður ekki grandskoðuð á stuA.im tíma — átta nundruð ára gömul l org. Fólk'.ð fannst mér alúðlegt og iétt yfir því. Danskir námsfélagar komu mér barnalega fyrir sjónir í fyrstu, enda flestir yngri en ég, fullir af leik og skringilegum tiltektum, gerðu óspart grín hver að öðrum. En þetta reyndust góðir félagar og al- vara ,nóg undir niðri, og jafniðn- ari voru þeir við námið en íslend- ingar á þeim árurn. Þótt einkenni- legt kunni að virðast, eru talaðar ýmsar mállýzkur í Kaupmanna- höfn, til dæmis er, eða var, Vestur- brúardanska talsvert frábrugð- in málinu á Norðurbrú og svo fram vegis. Meiri er þó munurinn úti á landi, og gekk mér erfiðlega að skilja Vestur-Jótana fyrst j stað. Nú jafnar útvarpið og sjónvarpið þetta allt og þurrkar út málíýzkurnar. Námskostnaður í Höfn 1929—1936. Ég hélt jafnan reikninga öll mín Hafnarár, og er forvitnilegt að bera saman verðlag og kostnað þá og nú. Gengi peninga var þá þannig: 1929—1932: 123 krónur íslenzkar móti 100 krónumi dönsk- um. Árin 1932—1939 var jafn- gengi, en það breyttist árið 1939 í 126:100. Það þætti gott nú á dög- um, þegar hlutföllin munu nálægt 12:1. Á árunum 1929—1933 kostuðu 416 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.