Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 22
Hólmavílitolirepp að sérstakri kirkjusóírn, með prestsetri í þorp- inu ef sv'o mætti verða. Var þess og skammt að þíða, þvi að með lögum frá alþingi 4. febr. 1952 var nafni prestakallsins-breytt í Hólma víkurprestakall, með prestsetri á Hólmavík. Sjóður Hólmavíkurkirju mun þá enn hafa verið ónógur til bygging- arframkvæmda, er eigi hófust að marki fyrr en vorið 1957, en voru þó svo langt komnar rúmum ára- tug síðar, að kirkjan var vigð á uppstigningardag 23. maí 1968, af biskupnum yfir íslandi, herra Sig- urbirni Einarssyni. Kirkjan, sem byggð er úr steinsteypu, rís hátt yfir staðinn og er að þeirra dómi, er séð hafa, eitt fegursta og stíl- hreinasta guðshús í sjávarþorpum þessa lands. Þótt eigi snerti þetta mál bein- linis má benda á það, að síðast lið- in hundrað ár eða vel það, hefur sú stefna verið uppi með þjóðinni að fækka prestum og færa presta- köllin saman. Með gerbreyttum þjóðfélagsháttum varð sú stað- reynd æ augljósari, að launakjör presta urðu að vera svipuð og ann- arra opinberra starfsmanna, með sambærilega menntun. f lítils meg- andi þjóðfélagi kom þá að sjálf- sögðu einkum til greina, að stækka prestaköllin og fá þannig hverjum presti víðari verkahring og meira sáigæzlustarf en iyrr á timum, þegar prestsetur voru nálega í hverri og annari hverri sveit, en prestar höfðu meginframfæri sitt af búskap. Liggur öllum í augum uppi, að þegar sömu fúlgu er skipt á milli færri manna en áður, verð- ur hlutur hvers rifari en fyrr. Enda mun nú svo komið, að all- viða þjónar einn prestur, þar sem tveir og jafnvel þrír þjónuðu áð- ur. Á seinni árum hafa bættar sam- göngur gert slíka þróun mögulega, en hún var lítt hugsanleg fyrir einni öld eða svo. f þvi sambandi má þess minnast, að fyrrum þjón- aði Staðarprestur i Steingrímsfirði einungis tveimur kirkjum, en nú þjónar HólmavikuTprestur fjórum og raunar fimm, þegar kapellan á Drangsnesi, sem er vígt guðshús, er talin með. Auk þess hefur Hólma víkurprestur löngum haft með höndum þjónustu alla í Árnes- prestakalli, sem er nyrzt 1 sýsl- unni, en þar hafa ekki setið prest- ar til langframa síðan árið 1944. J. Hj. Frá Hafnarárum mínum Flutt af 418. síSu. (Perðir heiman og heim reikn- aðar með. Aldrei var þá farið heim um jólin). Tekjur á Hafnarárunum 1929— 1936. a: 1200. króna styrkurinn ís- lenzki, það er 100 krónur á mán- uði fjögur fyrstu námsárin, 4800 krónur alls. b: Styrkir úr hinni dönsku deild sáttmálasjóðs, alls 2750 krónur, c: Rannsóknarstyrkir úr menn- ingarsjóði alls 2400 fcrónur. d: Ríkisstyrkur til náms í plöntusjúkdómafræði, alls 1600 krónur. e: Peningar frá foreldrum mín- um 1596 ferónur. f: Vinna og plöntusala í Dan- mörfcu 137,00 krónur. Samtals: 13.319,00. Ennfremur frítt húsnæði á veg- 'um Dansk-íslenzka-félagsins, náms árin 1932 og 1934. Það jafngildir alls 600 krónum og dró veriuega úr útgjöldum. Fyrir styrkina úr menningarsjóði ferðaðist ég til náttúrufræðirannsókna á íslandi á sumrin. Bkki geta þessir reikningar dæmzt sem meðaltal, er sýni hag íslenzkra Hafnarstúdenta fyrir fjörutíu árum. Aðeins fjórir á ári fengu 1200 króna styrkinn, og frítt húsnæði hjá Dansk-íslenzka félag- inu hlutu aðeins tveir á ári. Að vísu fengu þeir, sem ekki höfðu tólf hundruð króna styrkinn, hærri styrki úr sáttmálasjóði (Forbunds- fond) og fyrr á námstímanum. Ég fókk þar tvö til fjögur hundruð krónur, en þeir þrjú til sjö hundr- uð brónur, líklega fjögur til sex hundruð krónur til jafnaðar, að mig minnir. Jafnan var veitt í des- ember og stundum aftur í maí — í seinna skiptið kannski öllu frem- ur listamönnum og fræðagrúskur- Lausn 17. krossgátu um. Þannig bar til einu sinni, að stúdent fékk maí-tilfcynningu um styrk óvænt, en við eftirgrennslan kom í ljós, að styrkurinn var ætl- aður söngvara, alnafna hans. Einn íslenzkur stúdent hafði fasta at vinnu þrjá tima á dag í skrifstofu konungsritara, og var kallaður þriðji maður frá kóngi (Gunnar Björnsson). Fram að 1918 höfðu íslenzkir stúdentar forgang að vist á Garði (Regensen), og gerði það þeim fært að stunda nám í Danmörfcu fyrr á tímurn. En siðan var sáttmálasjóð- ur lengi helzta hjálparhella-n. Á árunum 1930—1936 mun verka- .mannakaup í Reykjavík hafa verið um 1,36 á tímann. Mun ekki fjarri Íagi að áætla, að þurft hafi 180 til 200 vinnustundir til að standa straum af mánaðarkostnaði íslenzks stúdents í Höfn á þeim ár- um. Hvernig eru hlutföllin nú? 12. júlí 1936 fluttis-t ég alfarinn heim til fslands, og var sú för jafnframt brúðkaupsferð. Þá ferð- aðist ég á fyrsta farrými í fyrsta skipti á ævinni. Skipið var Ðronn- ing Alexandrine. Við hjónin dvöld umst dálítinn tíma í Reykjavík, og var ég að svipast um eftir atvinnu. Héldum síðan til Akureyrar og heim til foreldra minna á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd. Kom heim peningalaus, en jafnframt skuldlaus eftir sjö ára nám í Danmörku. •» VE KC V £ *• OP ít C *> T BV Cr&B gl e, £ «a o fs a o r> b s a D * ST »i tfjse ^»1 B*fl »««««£ n -úK&a, »3? m ® e « ss K U C 1 y, W JL U> J? # j; a w * n to ,n ú J? b íiiUTofl y ® a s?Sjí « $ O K £ & Bliiaii KVJD ij J« 'öRaí n to i R <n s «jw« Ntor O v « S L-,i fl x tJ-«P P} FC 430 T i U 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.