Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Qupperneq 17
Þórir Friðgeirsson: 2. NoregsferS árií 1961 Dagbókarbrot úr skógræktarför með nýju ivafi 2. júní: Dagurinn heilsaði okk- ur með hlýrri golu, sem greiddi vel úr íslenaka íánanum, er hlakti við hún við hlið norska þjóðfán- ans úti fyrir skólabyggingunni, okkur til heiðurs. Var það svo, hvar sem við komuni og dvöld- umst, að fáni okkar blakti við hún. Þegar okkur varð litið til skógar- hlíðarinnar, þar sem við áttum að vinna, var hún hulin brúnleitri móðu. Vissum við óge'.'la, hverju þetta sætti, en fengum þá skýr- ingu, að þarna væri frjóduft karl- reklanna á furunni að fjúka. Hans Berg, skógarbóndinn, sem við átt- ''m að vinna hjá þennan morgun, g.'kk fyrir flokfenum upp í all- bratta fjallshlíð, sem á köflum var vaxin furu og greni, en sums stað ar birki og einikjarri. Ógreitt var þarna yfirferðar, en bóndi var sýnilega landinu vanur, hljóp við fót eins og kiðlingur, svo við, sem yngri vorum, áttum erfitt með áð fylgja honurn eftir, en hann mun Við l'átum hér staðar numið, þótt margt sé eftir að skoða. Grímur M. Helgason veittí mér þetta blaðaviðtal með því skilyrði, að hér yrði einungis fjallað um störf hans en ekki hann sjálfan persónulega. Það samkomulag vil ég ekki brjóta, þótt vissulega gæti það verið forvitnilegt að heyra, hversu honum fellur meðal hand- ritanna. Það er sannarlega ekki ofmælt, sem á var drepið í upphafi þessa máls, að fyrsta tilfinning, sem leik- maður finnur til, þegar hann stíg- ur inn fyrir þröskuld handrita- deildar Landsbókasafns, er lotn- ing: Drag skó þína af fótum þér — og hafðu lágt! Hitt skyldi þó eng- inn ætla, að þessi staður sé slíkur, að hættulegt sé venjulegu fólki að stíga þangað fæti. Þvert á móti. Hér er einkar gott að koma fyrir þá, sem þreyttir eru af þeim skark- ala og hraða, sem leggjast á eitt hafa verið kominn yfir sjötugt. Berg sagði okkur, að í þessari hlíð hefði hann fyrir fimmtíu árum plantað skógi, en úr þeim skógi hefði hann fyrir ári fellt tré og byggt úr því timbri hús handa dóttur sinni. Víða varð að ryðja burtu birki og einikjarri, svo að hægt væri að planta rauðgreni, er þarna skyldi mynda nytjaskóg í framtíðinfni. Einirinn óx þarna sem tré, en ekki runni, og varð allvíða yfir þrjá metra á hæð. Kaflfi hitaði bóndi handa okkur við lind í skógarrjóðri, útbjó hann þrífót úr trjágreinum og hékk ket- illinn á honum í lióbandi, svo sem gerðist í sumum gömlu, íslenzfeu eldhúsunum. Meðan við sátum þarna á lindarbakkanum og nut- um kaffisins, skauzt lítill froskur undan bakkamum. Benti ég fólk- inu á dýrið, en hlaut óþökk kven- fólksins fyrir, sem sagðist missa alveg lyst á kaffinu. En ég renndi í bollann minin á ný. að slíta kröftum okkar, nútíma- manna. Ég vil ennfremur Ieyfa mér að árétta það, sem fyrr hefur komið fram, að menn ættu ekki að láta það undir höfuð leggjast að senda handritadeildinni skrifuð gögn, sem þeir kunna að luma á, einkum ef þau eru komin til ára sinna. Það þarf enginn að vera við- kvæmur fyrir slíku, vegna þess að mönnurn er í sjálfsvald sett, hversu lengi slík gögn eru innsigl- uð og engum til afnota. Vel má vera, að okkur finnist gömul dag- bókarbrot, sendibréf eða annað slíkt, sem við kunnum að eiga í pokahorninu, sé ekki þess virði að geymast, en við vitum bara ekkert nema sagnfræðingur eða annars konar fræðimaður finni þar einmitt þann hlut, sem hann er að leita að, og geti þannig fyllt í skarð, sem að öðrum kosti stæði autt — löngu eftir að við erum komin undir græna torfu. VS. Þegar við komum heim i skól- ann, hittum við þar fyrir Jóhann Vogt, skipstjóra minn frá þvi kvöldinu áður. Sýndi hann okkur blað með fréttum af ferð Ólafs konungs til íslands og myndum af hátigninni. Ljómaði andlit gamla mannsins af gleði og stolti, þegar hann fekk okkur blaðið. Við leit- uðum hins vegar í blaðinu að frétt- um af því árvissa verkfalli, sem á var að skella, þegar við fórum að heiman. Þær fundust engar, og fengum við engar fréttir af þvl þann tíma, sem við dvöldumst I Noregi. Um kvöldið sáturn við veizlu í skólanum. Til hennar var boðið fólki úr nágrenninu, meðal aiin- arra Quale lénsmanni, sem bauðst til þess að sýna okkur skóglendi sitt morguninn eftir. Á borðum þarna í veizlunni voru meðal ann- ars þjóðréttir Norðmanna: Rjóma- grautur (römmegröd) og „spege- kjött“. Sannast að segja fannst mér dálítið einkennilegt að borða rjómagrautinn með bræddu smjöri út á, og minnti það mig á þá rausnarírami’eiðslu, er ég hafði heyirt um á bæ einum i Þing- eyjarsýslu, þar sem óblönduð saft var höfð út á sveskjugrautinn. En nóg um það: Þetta er siður Norð- manna. „spegekjött" er þannig bú- ið til, að kindakjöt er saltað að hausti, látið hanga úti i hjalli yfir veturinn og síðan borðað hrátt, þegar það hefur hangið nógu lengi. Sögðu Norðmenn otokur, að hæíi- legt væri að byrja að borða „spege* kjötið“ um það bil, sem gaukur- inn byrjaði að gala á vorin. Til skemmtunar þetta kvöld voru ræður, fjöldasöngur, sjón- hverfingar, fiðluleikur og fletra. Lék fiðlungur dillandi danslög og seiddi fram hina ljúfustu og feg* urstu tóna úr hljóðfæri sínu. Leikni hans var furðuleg, þvi að hann lék á fiðluna jafnt aftan við bakið og uppi á höfðinu sem í venjulegri leikstöðu. Sá hinn sami T í M 1 N N — SUNNUÐAGSBLAÐ 425

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.