Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Síða 14
„Vögguvisur, einfaldlega ortar til æruverSugrar ungmeyja, Ingunnar Gunnlaugsdóttur, f sumargjöf af góðu þeli meSdeildar af hennar elskulegu móSursystur, Jórunnl Jónsdóttur1'. Sumarvarma sólin kær soddam aftur lífgað fær, hálfdauð visin grundin grær, grænum skrúða klæðist fríð, góða hrepptu gleðitíð, vortimans þá blíður blær blæs úr heiðríkjunni, iukkan þekka laðist að Ingunni. Kveð eg við þig, kyrtla Lín, komdu með mór, dúfa mín, til unnusta elsku þín, ástin hans er hrein og blíð, góða hrepptu gleðitíð, aldingarðs sú eikin fín oft þig lífga kunni, iukikan þekka laðist að Ingunni. Eflaust hefur unga þig innplantað í sjálfan sjá, leiðandi á lífsins stig, laugandi í skírnar sá, góða hlauztu gleði þá, lukkan þekka laðist. að Ingunni. Vertu því sem lilja ljós. laufguð grein og fríðust rós, foreldranna fremd og hrós. frægðin aukist ár og síð, góða hrepptu gleðitíð, greiða framför gullskorð kjós guðs í þekkingunni, lukkan þekka laðist að Ingunni. Sumar blessað sælgætis sólin þessi réttlætis þér sendi og hressing síyndis, silki unga fögur hlíð, góða hrepptu gleðitíð, óskin pressar innsta sess út af hjartans grunni, iukkan þekka laðist að Ingunni. Njóttu blóma heiðurs há, hljóttu sóma drottni hjá, fljótt sem róma frægðin mó, tflýi burtu mæðustríð, góða hrepptu gleðitíð, væri þér ljómi vizkan 4 með vaxtareflingunni, iukkan þekka laðist að IngunnL Allt sem prýða meyju má, mæli eg um og legg það á, á þér finnist auðgrund hjá, elsku systurdóttir þýð, góða hrepptu gelðitíð, guðs og manna hyili há hljóttu í veröldtmni, luitkan þekka laðist að Ingunni. Allra dyggða ærukranz, allar gáfur skaparans, allt hið bezta af hendi hans hnigi að þér í vöku og blund, góða hrepptu gieðistund, sæld og blessan sjós og lands með siðugum hrín.ga runni, lukkan þekka laðist að Ingunni. Vöggukvæði þetta þigg, þýðust klæða viftin dygg, engin mæðustyrjöld stygg stefnist að þér fyrr né síð, góða hrepptu gleðitíð, á jöfurs hæða brjóstum bygg, blessuð af hans munni, lukkan þekka laðist að Ingunni. Kossi þýðum kysstu mig, kyssi blíður Jesús þig, meyjan fríða merkilig, meðan stendur veröld víð, góða hrepptu gleðitíð, enn þá líður lífsins stig, lifðu í sælunni, ljóminn dýrðar laðist að Ingunni. Ingunn lifi lengi, lengi með orðprísfenginn, fenginn á aldri unga, af ungri sem gamlri tungu, tunga ami enginn, enginn að henni þrengi, þá þrengir að lífið langa, • langvinna dýrð hún fangi. — Hér er ekki verið að telja eftir sér fyrirhöfnina, þetta eru hvorki meira né minna en fjórtán vísur og átta hendingar I hverri, sé viðlagið talið með. — Nei, og þær eru skrifaðaj: á stóra örk, eins og þú sérð, fagur- lega ' ritaðar, með íburðarmiklum stöfum í fyrirsögn. — f efniskaflanum um leikritin sé ég heitið Hildibrandur meðal margra annarra. Hvers konar leik- rit er það? í»etta er fimm þátta leikrit eftir Arnbjörgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Það er samið 1888, en þá var Arnbjörg á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Efn- ið er í stuttu máli á þá leið ,að hjónin á Hólum, Hildibrandur og Valgerður, eiga dóttur, sem Hildur heitir og lendir á vald álfa. En allt fer vel. Jón í Haga bjargar Hildi úr höndum álfanna og geng- 422 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.