Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 9
LyðHáskóllnn ( Ollerup. (f tíðasta blaði varð sá rugl- ingur, að mynd af tllrauna- stöðinni t Lyngby var sögð sýna þennan skóla). (þrjátíu miðdeglsmatarseðlar á mat- i$tofu stúdenta í Norðurgötu 10, rétt hjá háskólanum og Árnasafni, tuttugu og sjö krónur, lækkuðu i átján krónur 1934, en hækkuðu aftur í tuttugu og eina krónu 1935. Unnt var að fá fátæklega máltíð á „Króki“ og í „Glaumbæ'1 á fimm- tíu aura, eða sextíu aura með kaffi. Svipað var verðið í „eldhúsi borgarinnar“ (Folkekökkenet) í Akselsborg, og stóðu þar jafnan fltvinnuleysingjar og verkamenn 1 löngum biðröðum. Þessi eina mál- tíð var aðalmáltíð eða undivstöðu- máltíð æðimargra. Stundum fékk ég mér morgun- hressingu og hádegismat i Beyers- pensionati á H.C. Örstedsvegi og greiddi fj’örutíu krónur á mánuði. Mallaði eitthvað heima til viðbót- ar og var fæðiskostnaður oft 40— 50 torónur á mánuði til jafnaðar, en í desember sextíu torónur. Her- jbergi venjulega þrjátíu krónur á mánuði. Fatnaður: Tvisvar keypti ég föt í Höfn, saumuð eftir máli og var verðið 135 krónur. Skór kostuðu 10—15 torónur, skyrtur lum finim krónur, en sérlega vand- aðar á tíu til tólf krón-ur. Vinnu- skyrtur var hægt að fá á tvær til þrjár fcrónur, vinnuföt á sex krón- iur, nærföt á -fjórar til fimm krón- ur, sokka á eina til tvær krónur, en þunna, lélega sumarsokka á tuttugu og fimm aura. Einu sinni fceypti ég í einu skó, stoyrtu og bindi fyrir þrjátíu og tvær krón- ur og þótti mikið. Flestir gengu oneð stúdentshúfuna og slitu henni upp til agna. „Hún er gott vöru- rneifci á manninum", sagði Pálmi Hannesson. Við endurnýjuðum margir húfuna árið 1932 og kost- aði sú nýja fjórtán krónur, og var nýja húfan með stjörnu í krossins stað. Algengt var að láta gera við föt, staga í þa-u, snúa við fcrögum og svo framvegis. Menn gátu verið þokkalega til fara samt esm áður. Ég minntist áðan á ölið: Ölkassinn á fjórtán torónur virðist ekki dýr nú. En fyrir fjör-utíu árum jafn- gilti verð hans húsaleigu í hálfan mánuð eða miðdegismat í þrjár vikur. Öldrykkja var og er mikil í Danmörku. Þá var ölinu ekið um borgina 1 vögnum, sem gríðarstór- ir -hestar gen-gu fyrir. Hátt uppi sat etoillinn með sína mifclu bjórvömb, líkastur tunnu í la-ginu. Hann mátti, — að mig minnir, drekka um tuttugu flöskur á da-g ókeypis. „Digu-r sem bjórekill“, var orðtato í Höf-n. Sparsami-r menn gát-u komizt af með áttatíu til hundrað krónur fyrir f-æði og húsnæði á mánuði. Nú mun þetta um átta hundruð krónur danskar. Nokkuð fé fór vitanlega í skemmtanir: Bíómiði kostaði 1,05—1,40, í beztu sæti tvær torónur. Stúdentar fengu stundum afslátt á aðgöngumiðum í leikhús og á hljómleika og not- uðu sér það talsvert. Hinir frægu Comedian Harmonists sungu 3. nóvember 1933, Bremen kvenna- kórinn 23. ágúst 1934, Stefán ís- 1-andi 15. september 1934, Karla- kór Reykjavikur 16. maí 1935 og svo framvegis. Jaf-nan va-r Þorláksblót i heiðri haft og aðeins toarlmönnum leyfð- ur aðgangur í þá daga. íslenzkur | matu-r var á borðum — hangiket, j laufabrauð, harðfiskur, hákarl og j etoki skorti drykkjarföng. Kostaði j hófið um sjötíu krónur. íslendinga t félagið hélt mót öðru hverju, til ; dæmis f'Ullveldishátíð, sumarfögn- ' uð, grímudansleik og áramóta- | tonall. Fjöl-menntu landar venju- ; 1-ega. Eitt grímuballið varð mjög j minnisstætt. Þar ko-m formaður fé- : lagsins, Martin Bartels, fram sem ; virðulegur mu-ntour, Gestur Óiafs- ’. son, sem höfðinglegur svertingi, : Pétur Benediktsson lék Stauning i og Guðjón batoari var í tovenna- j klæðu-m — og villti um fyrir mörg- : um! Á stúdentafélagsfundum urðu ! oft heita-r umræður um stjórn-mál, ! en allt endaði með friði, spekt og ! ga-manmálum, einkanlega ef ræðu- ! maður kvöldsins,- venjulega ein- ; hver burgeis að hei-man, gaf bollú ; í lokin. Á vorin var jafnan farið í skem-mtiferðir ú-t um merkur og skóga eða skoðaðir sögufrægir staðir. Sumarið 1934 dvaldist ég aftur í Danmörku og bjó í júní og júlí; á landbúnaðarskóla úti í Lyngby. . Kostaði fæði og herbergi aðeins þrjátíu krón-ur á -niánuði. Ég var þá að kynna mér plöntusjútodóma- fræði í tilraunastöð danska rítois- Ins í Lyngby og ferðaðist með starfsmönnum stofnunarinnar út u-m allt Sjáland. Brá mér líka með nemendum landbúnaðarskól- ans í húsmæðraskólann Osby í Srná lönduim í Svíþjóð, og kostaði sú ferð ellef-u krónur. Síða-n tók við T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 417

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.