Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 13
 • ' SHM lilliiii Wí.vííw^íxVxvixí bóndi tók einn, er ekki var sætur. — Þetta var góð glefsa. Ég lærði þessa þulu, þegar ég var barn, eg hér kemur bún upp í fangið á mér eins og gamall og góður kunningi, að vísu ekki í nákvæmlega sama búningi. — Það er sízt að undra, afbrigð- in eru margvísleg. — En hvað um gátur,. liggja þær á lausu? Ég hef gaman af þeim, þótt mér sé ekki iagið að ráða þær. — Hér eru tvær gát.ur. Þær.eru í öðru kveri frá Sigurði Bárðar- syni (Lbs. 3386,8vo). Við látum ráðningarnar fylgja til vonar og vara. Hvort er það musterið mæta, mestan ber heiður og prís, þess vil eg verða vís, það standa við það stigar og styðja musteris hvolf, tel ég, að þeir séu tólf, þar með þrjátíu rimar í þessum stiganum er, öldin á þeim sveimar, þá allt í vilja fer, á greindum rimunum ganga göfug hjónin tvö, eilífa náð þau fanga, og aldrei hvílast þau. Anð. Trað einn túnið slétta, tvo bar fætur létta, magur á munni gekk, lúðist lítt við þetta, leið fór jafnan rétta, fylgd ef góða fékk, leysi úr lýðir enn, lítið drakk í senn, sjónlaus önga fæðu fann, ferilimn röktu menn, sporin urðu að orðum, allt so stóð í skorðum. Penninn. — Ekki hefði ég ráðið þessar gátur hjálparlaust. En mig fýsir að heyæa meiri kveðskap, t.d. barna- 'gælur eða vögguvísur. — Enn hittirðu naglann á höfuðið. Hér eru vögguvísur, ®em ég hef mætur á. Ing unn Gunnlaugsdóttir, sem þær eru ortar til, var amma Björns M. ólsens prófessors, kona Jóns Jónssonar sýslumanns á Mel- um. Dóttir þeirra, Ingunn, varð kona Ruinólfs Magnússonar Ólsens og móðir Björns. Jórunn Jónsdótt- Gengi þeim ilia að koma ár sinni fyrir borð Hjá kvenfólkinu hér áður fyrr, var þrautaráðið að nota svona staf. Úr handriti Þorsteins Konráðssonar, Leifar fornra þjóðlegra fræða íslenzkra, Lbs. 3902 4to. ir, sem sendi frænku sinni vöggu- vísurnar, var dóttir séra Jóns Þor- grímssonar að Hálsi í Fnjóskada’, en Steinvör systir hennar var móð- ir þeirrar Ingunnar, sem hér var fyrst nefnd og var fyrri kona réra Gunnlaugs Gunnlaugssonar síðast á Stað í Hrútafirði. Jórunn var gift Indriða Jónssyni f Fornastöð- um. Vö.gguvísur einfaldlega ortar til æruverðugrar umgmeyjar Ing- unnar Gunnlaugsdóttur í sumar- gjöf af góðu þeli meðdeildar af hennar elskulegu móðursystur Jórunni Jónsdóttur. Viðlagið. Góða hreppi gleðitíð gullskorð sú eg unni, lukkan þekka laðist að Ingunni. Vil eg til þín laga ljóð, lista bezta stúlkan góð, og kveða meður kurteis hljóð kvæðis bögu, en þú hlýð! góða hrepptu gleðitíð, þó kunni ei renna Kvásirs blóð, kryddað máls af brunni, lukkan þekka laðist að Iingunni. Flanar bani flugna enn fljót og ótt í burtu senn, vægur, þægur veturenn veitti þreyttum landsins lýð góða hreppa gleðitið, engan lengi muna menn mildari að veðráttunni, lukkan þekka laðist að Ingunni. Enn þó fölni um eina stund, eins og falli í dáðaiblnnd, blóma limuð grös á grund. þá geisar á þau frost og hrlð, góða hrepptu gleðitíð, hvörgi styttist herrans mund hrein i alvizkunni, lukkan þekka laðist að Ingunni. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 421

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.