Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 6
EIRÍKSDRÁPA Þeir Eiríkur Krisíófersson, fyrrverandi skipherra, og Magnús Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri, sýndu myndir úr „þorska- stríðinu" til ágóða fyrir hjálparsjóð æskufóiks. Eftir sýningu í Vestmannaeyjum 1. febrúar í vetur sendi PáH H. Árnason þessi erindi: Eiríkur er auðnuríkur, ættjörð sinni líkur. Hver er sá. er vill ei vera slíkur? Öllum ann hann dáðum, afl og snilli í ráðum, æðruleysi í vanda og voða bráðum. Víst kann vizku að dreyma, vinir kringum sveima, tengir bjarta brún á milli heima. Heill þér, aldna hetja, sem hátt vili mark hvert setja mót dáðleysi, svo kært sé kappi að etja. íslands ertu sómi að allra manna dómi, líkt og sögualdar harpan hljómi. ---------------------------------------------------------------- «r að gera einhverjar ráðstafanir, er greitt gætu götu þeirra Reyk- víkinga, er vildu eiga nokkrar kindur sér til gamans og einhvt'is hagnaðar. Mér segir svo hugur um, að þetta fólk, sem átt hefur kindur, en verið neytt til að farga þeim, 4\<Í og reikar hér um réttina I slagveð- ursrigningu, næstum fárviðri, til þess að njóta samvista við kind- urnar, láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og að þvi svelli svo móður, að það minnist örlaga sinna við tækifæri á þessum vor- dögum. f sambandi við ágóða af tóm- stundastarfi sem fjármennsku má geta þess, að þegar kartöflurækt Reykvíkinga stóð með sem mest- um blóma, ræktuðu þeir um þriðjung af kartöfluframleiðslu landsmanna, og var þa® mestallt eða jafnvel allt unnið í aukavinnu. Bæjaryfirvöldin veittu fólki mikla fyrirgreiðslu með þvi að ræsa fram land, girða það og plægja, og það var góð samvinna milU fólks og forráðamanna bæjarins og áhugl, sem hvors tveggja er gott að minnast og eins þess að hafa verið þátttakandi í þvi. Til dæmis minnist ég þess með ánægju, að sunnudag um vor eitt, var Bjarni Benediktsson, núver- andi forsætisráðherra, en þá borgarstjóri í Reykjavík, kominn klukkan eítt inni í Kringlumýri, sem þá var aðalgarðland Reykvík- inga, til þess að líta eftir, hvernig gengi garðvinnan. Hann er líka maður, sem fyglir störfum sínum eftir. Þessi garðrækt gaf dálítið í aðra hönd, að vísu eftir árferði. Það getur verið, þó að mér sé ekki kunnugt um það, að borgar- stjóri eða aðrir forráðamenn boirg- arinnar í hans stað, hafi fylgzt eins vel með starfi fjáreigenda og Bjarni með okkur garðvinnu- mönnum. Það getur lifca vel verið, að á einhverjum veMisstólnum í borgarstjórn Reykjavífcur sitji forsætisráðherraefni. En slepp- um öllum vangaveltum yfir því, það er hvorki staður né stund til þess hér á réttarveggnum í þessu líka dæmalausa veðri. Það er búið að reka síðari hóo- inn inn í réttina og langt komið að draga, enda komið fast áð há- degi samkvæmt klukkunni. En sólin hefur ekki ennþá látið sjá sig, og því er ekki hægt að marka tíma af henni. Fé og fólk er orð- ið gegndrepa og því þörf á að komast í húsaskjól. Þessi réttardagur tekur brátt enda. Við veðrið er ekki að sakast, það breytist eftir lægðum og lund- arfari veðurguðanna, en hvað framtíðin ber í skauti sínu er óráð- in gáta. Menn kveðjast og þakka hver öðrum fyrir samvinnuna. Haustið færist óðum yfir með öllum sín- um ömurleika og dirunga, en í gegnum rigningartaumaina, sem streyma niður andlit manna, skín vonarglampi, sem bendir til að aftur komi „vor í dal“. Heilsað upp á höfðingjana, eftlr sumarleyfið. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.